Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 43
Erla Dóra Vogler
Berggrunnur Breiðuvíkur
Breiðavík er ein af eyðivíkum þeim
sem liggja sunnan og austan Borgar-
ijarðar eystri á svæði er nefnist Víkur.
Víkur mynda nyrsta hluta Austfjarða og ná frá
austurmörkum Héraðsflóa suður að Seyðis-
firði (Helgi M. Arngrímsson, 2008). Rann-
sóknarsvæðið, sem er um 30 km2 að stærð,
var skilgreint út frá landslagi og afmarkast af
þallahring Breiðuvíkur: Sólarfjalli í suðaustri,
Hvítserki í suðvestri, Bálki og ijallaröðinni
allt að Krossfjalli í norðvestri, og Grenmó í
norðaustri. Svæðið nær yfir hluta Breiðuvíkur-
eldstöðvar sem er meðal elstu megineldstöðva
í neógena (áður nefnt tertíera) jarðlagastafl-
anum á Austurlandi (Walker, 1966; Martin
o.fl., 2011). Breiðuvíkureldstöð, eða svæðum
innan hennar, hefur verið lýst gróflega í fyrri
skrifum, en þau ekki rannsökuð sérstaklega
(Hjörleifur Guttormsson, 1974,2008; Lúðvík
E. Gústafsson, Lapp, M., Thomas & Lapp,
B., 1989; LúðvíkE. Gústafsson, 1992,2011;
Olgeir Sigmarsson, 2011).
Á Víkum er mikið magn af súru bergi sem
hefur verið eignað fimrn eldvirknismiðjum
einnar megineldstöðvar eða þyrpingu fimm
sjálfstæðra megineldstöðva (Lúðvík E.
Gústafsson o.fl., 1989). Auk Breiðvíkureld-
stöðvar hafa þær verið kenndar við Dyrijöll,
Kækjuskörð, Herfell og Álftavík/Seyðisfjörð
(Lúðvík E. Gústafsson o.fl., 1989).
Fyrri rannsóknir
Jarðfræði jarðlagastafla Austljarða sunnan
Víkna er nokkuð vel þekkt og má það helst
þakka framlagi George RL. Walker og sam-
starfsfélaga hans upp úr miðri 20. öldinni.
Rannsóknir þeirra leiddu í ljós að berggrunnur
Austíjarða er í grófurn dráttum byggður upp
af flæðibasalthraunum og megineldstöðvum.
Flæðibasalthraunin mynda stærstan hluta jarð-
lagastaflans og skiptast þar á syrpur basalt-
tegunda. Hraunin hafa gríðarlega útbreiðslu
og hlóðust upp í tiltölulega mikilli flatneskju.
Staflinn hefur með tímanum snarast lítillega
til vesturs í áttina að gosbeltinu sem liggur
gegnum landið, vegna þeirrar fergingar sem
ný hraun valda, og nemur hallinn að jafn-
aði 4° efst í fjöllum eystra en eykst eftir því
sem neðar dregur í jarðlagastaflanum og
nemur um 8° við sjávarmál (Walker, 1964).
Frá þessu eru svæðisbundin frávik sem em
aðallega bundin við megineldstöðvar. Við
megineldstöðvar hallar jarðlögum ýmist frá
eldstöðvunum, sökum halla í hlíðum eldfjalls,
41