Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 44
Múlaþing
eða inn að gosmiðju vegna sigs eða hruns
við öskjumyndun. Auk þess er ummyndun
mikil við kjarna megineldstöðva og þéttir
gangasveimar oflt tengdir þeim. Súrt og ísúrt
berg er nánast eingöngu bundið við megin-
eldstöðvar (Walker, 1964).
Jarðfræði Víkna hefur tiltölulega lítið
verið rannsökuð. Ástæða þess er líklega sú
hve afskekkt svæðið er. Þar er í það minnsta
ekki fábrotinni jarðfræði um að kenna, t.a.m.
fmnst innan Islands einungis meira af súm
bergi á Torfajökulssvæðinu (Lúðvík E. Gúst-
afsson, 1992). Þær berggrunnsrannsóknir sem
farið hafa fram á Víkurn tengjast Dyrfjöllum
(LúðvíkE. Gústafsson, 1992,2011)ogsvæð-
inu norður af Loðmundarfirði (Dearnley,
1954; Thomas 1988; Lapp, B., 1988; Lapp,
M., 1990). Á mynd 1 má annars vegar sjá
yfirlitsmynd yfir Víkur (t.v.) og hins vegar
stærð og staðsetningu þeirra svæða sem fyrr
höfðu verið rannsökuð, sem og svæðið sem
hér er til umfjöllunar (t.h.).
Á síðustu áram hafa verið gerðar nokkrar
rannsóknir á sirkonkristöllum úr súru bergi á
Víkum (Martin & Sigmarsson, 2010; Martin
o.fl., 2011). Áhugi jarðfræðinga á Víkurn
hefur aukist í kjölfarið m.t.t. rannsókna á
sirkonsteindinni til að skýra uppruna súrra
bergtegunda á svæðinu. Aldursgreiningar sýna
að svæðið er milli rúmlega 12 Ma og 13 Ma
(Martin o.fl., 2011).
Jarðfræði Breiðuvíkur
Jarðlög skiptast í berggrunn og setmyndanir
sem liggja á yfirborði hans. Jöklar, haf og
straumvötn hafa rofið berggrunn Breiðu-
víkur þannig að mögulegt er að sjá m.a.
úr hvaða berggerðum hann er uppbyggður
og þá höggun sem hann hefur orðið fyrir.
Roföflin setja einnig af sér efni, set, sem hylur
berggranninn og gerir það að verkum að opnur
(þar sem hægt er að komast að föstu bergi)
er helst að finna í þverhníptum klettum og
björgum eða í farvegum vatnsfalla. Farið
verður stuttlega yfir laus jarðlög í Breiðuvík
en því næst fjallað ýtarlega og svæðisbundið
um berggrunn hennar. Rannsóknarsvæðinu er
þá skipt í suðurhluta og norðurhluta og farið
í lýsingum inn víkina sunnan megin, en út
hana norðan megin.
Laus jarðlög
Laus jarðlög hylja stóran hluta yfirborðs
Breiðuvíkur. Ekki var lögð vinna í að rann-
saka lausu jarðlögin sérstaklega eða rofsögu
víkurinnar. Það verkefni bíður betri tíma eða
annarra jarðfræðinga. Þó ber að geta rofferla
og setmyndana í stuttu máli þar sem þau skapa
að stórum hluta það landslag sem ber fyrir
sjónir.
Berggrunnur Breiðuvíkur hefur verið
rofinn af jökli eðajöklum, sem grafið hafa sig
niður eftir veikleikum í berginu. I Breiðuvík
má hér og þar sjá, í árbökkum eða lækjarfar-
vegum, jökulurð næst berggrunninum, s.s.
í farvegi Stóruár, í lækjar- og árfarvegum
framan við Litluvíkurdal og í nokkrum skom-
ingum í hlíðunum norðan megin í dalnum.
Jökulurðin einkennist af ljósgráum eða ljós-
brúnum siltkenndum grunnmassa sem í era
bergbrot. Landslag suðvestan við Grenmó
er lítið hallandi og mishæðótt með mörgum
smáum tjömum. Hólar þar era ekki eingöngu
úr seti en nokkuð stór hluti þeirra virðist vera
það. Þama gæti verið um að ræða dauðíslands-
lag. Annað sem líklega má rekja til setmynd-
unar við jökul era ílangir hjallar sem liggja
í hlíðinni norðan og vestan megin innarlega
í dalnum. Um er að ræða tvo mjög skýra
hjalla í mismunandi hæð sem hafa aflíðandi
halla niður í átt til sjávar. Þar sem lækir hafa
grafið þá í sundur liggja á yfirborði köntuð
bergbrot (súr að stærstum hluta) allt frá 70 cm
og niður í malarstærð. Efnið virðist vera illa
aðgreint en ekki var mögulegt að greina hvort
einhver byggingareinkenni væru til staðar í
setinu. Miðað við legu hjallanna er líklegt að
um jaðararð sé að ræða. Jökulrákir fundust
42