Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 44

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 44
Múlaþing eða inn að gosmiðju vegna sigs eða hruns við öskjumyndun. Auk þess er ummyndun mikil við kjarna megineldstöðva og þéttir gangasveimar oflt tengdir þeim. Súrt og ísúrt berg er nánast eingöngu bundið við megin- eldstöðvar (Walker, 1964). Jarðfræði Víkna hefur tiltölulega lítið verið rannsökuð. Ástæða þess er líklega sú hve afskekkt svæðið er. Þar er í það minnsta ekki fábrotinni jarðfræði um að kenna, t.a.m. fmnst innan Islands einungis meira af súm bergi á Torfajökulssvæðinu (Lúðvík E. Gúst- afsson, 1992). Þær berggrunnsrannsóknir sem farið hafa fram á Víkurn tengjast Dyrfjöllum (LúðvíkE. Gústafsson, 1992,2011)ogsvæð- inu norður af Loðmundarfirði (Dearnley, 1954; Thomas 1988; Lapp, B., 1988; Lapp, M., 1990). Á mynd 1 má annars vegar sjá yfirlitsmynd yfir Víkur (t.v.) og hins vegar stærð og staðsetningu þeirra svæða sem fyrr höfðu verið rannsökuð, sem og svæðið sem hér er til umfjöllunar (t.h.). Á síðustu áram hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á sirkonkristöllum úr súru bergi á Víkum (Martin & Sigmarsson, 2010; Martin o.fl., 2011). Áhugi jarðfræðinga á Víkurn hefur aukist í kjölfarið m.t.t. rannsókna á sirkonsteindinni til að skýra uppruna súrra bergtegunda á svæðinu. Aldursgreiningar sýna að svæðið er milli rúmlega 12 Ma og 13 Ma (Martin o.fl., 2011). Jarðfræði Breiðuvíkur Jarðlög skiptast í berggrunn og setmyndanir sem liggja á yfirborði hans. Jöklar, haf og straumvötn hafa rofið berggrunn Breiðu- víkur þannig að mögulegt er að sjá m.a. úr hvaða berggerðum hann er uppbyggður og þá höggun sem hann hefur orðið fyrir. Roföflin setja einnig af sér efni, set, sem hylur berggranninn og gerir það að verkum að opnur (þar sem hægt er að komast að föstu bergi) er helst að finna í þverhníptum klettum og björgum eða í farvegum vatnsfalla. Farið verður stuttlega yfir laus jarðlög í Breiðuvík en því næst fjallað ýtarlega og svæðisbundið um berggrunn hennar. Rannsóknarsvæðinu er þá skipt í suðurhluta og norðurhluta og farið í lýsingum inn víkina sunnan megin, en út hana norðan megin. Laus jarðlög Laus jarðlög hylja stóran hluta yfirborðs Breiðuvíkur. Ekki var lögð vinna í að rann- saka lausu jarðlögin sérstaklega eða rofsögu víkurinnar. Það verkefni bíður betri tíma eða annarra jarðfræðinga. Þó ber að geta rofferla og setmyndana í stuttu máli þar sem þau skapa að stórum hluta það landslag sem ber fyrir sjónir. Berggrunnur Breiðuvíkur hefur verið rofinn af jökli eðajöklum, sem grafið hafa sig niður eftir veikleikum í berginu. I Breiðuvík má hér og þar sjá, í árbökkum eða lækjarfar- vegum, jökulurð næst berggrunninum, s.s. í farvegi Stóruár, í lækjar- og árfarvegum framan við Litluvíkurdal og í nokkrum skom- ingum í hlíðunum norðan megin í dalnum. Jökulurðin einkennist af ljósgráum eða ljós- brúnum siltkenndum grunnmassa sem í era bergbrot. Landslag suðvestan við Grenmó er lítið hallandi og mishæðótt með mörgum smáum tjömum. Hólar þar era ekki eingöngu úr seti en nokkuð stór hluti þeirra virðist vera það. Þama gæti verið um að ræða dauðíslands- lag. Annað sem líklega má rekja til setmynd- unar við jökul era ílangir hjallar sem liggja í hlíðinni norðan og vestan megin innarlega í dalnum. Um er að ræða tvo mjög skýra hjalla í mismunandi hæð sem hafa aflíðandi halla niður í átt til sjávar. Þar sem lækir hafa grafið þá í sundur liggja á yfirborði köntuð bergbrot (súr að stærstum hluta) allt frá 70 cm og niður í malarstærð. Efnið virðist vera illa aðgreint en ekki var mögulegt að greina hvort einhver byggingareinkenni væru til staðar í setinu. Miðað við legu hjallanna er líklegt að um jaðararð sé að ræða. Jökulrákir fundust 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.