Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 22
Múlaþing
Á Reyðarfirði yfirgáfum við enn bátinn, og nú bættist Einar við. Fórum sem leið
liggur til Gagnheiðar. Þegar innarlega kemur í Stuðladal, fór að snjóa í logni, svo að
hvergi sá. Þegar dalinn þrýtur, eru aurar á æðistykki, sem fara verður, til að komast á
nyrðra skarðið; þó er annað lakara; það verður að snarbreyta stefnu. Þarna á aurunum
lenti í meting, hver fara skyldi á undan, til að ná skarðinu. Á mig dæmdist það. Ég tók
nú þegjandi stefnuna, sem ég áleit vera til skarðsins; hvarf þeim fljótt, en slóðina höfðu
þeir. Brött brekka er upp í skarðið. Ég kom að bratta, fór hann, kom á sléttan flöt, eins
og landslag átti að vera í skarðinu. Þar átti að vera vörðubrot, ég fann það. - Var því á
réttri leið. Ég geng svo fram á brúnina og kalla, þeir taka undir, og er þeir koma, segi ég
þeim, að nú sé ég búinn að ná skarðinu og nú taki þeir við. Einar mótmælir því. Ég fer
með þá að vörðubrotinu, þá sannfærist Einar. Bjami var ósérhlífmn, frískur maður, tók
að sér forustuna milli skarða. Einar var orðinn aldraður og [farinn að] þyngjast fótur;
var íjörmaður á yngri árum.
Landsvæðið milli skarðanna er fyrir botni Fáskrúðsijarðar og mun tæplega gengið á
styttri tíma en klukkustund í góðu gengi. Vel gekk að ná syðra skarðinu. Snjófall var nú
orðið minna og því meiri glóra. Þama gaf Einar okkur fíkjur, uppá reginijöllum.
Úr Gagnheiðarskarðinu eru tvær leiðir að Þorvaldsstöðum. Fara Gagnheiðarbrýr í
Mjóskjónudal o.s.frv. eða ofan á dal og út hann. Einar vildi fara brýmar, en ég dalinn.
Þegar upp var staðið, setti ég mig fram af brúninni í áttina að ánni. Þama er bratt og
mikil ófærð; veltist meir en gekk. - Þegar niður í botn kom fór ég að hlusta, hvort þeir
kæmu eða fæm brýmar. Þeir komu. Þegar niður kemur, er Einar vondur út af því að tapa
göngustokk sínum í brekkunni; ekki veit ég til að hann fyndist síðar.
í dalnum gjörðist ekkert frásagnarvert, fýr en kemur að Mjóskjónuá. Þaðan eru tvær
leiðir til Þorvaldsstaða. Önnur að fylgja Hnausánni og taka beitarhúsleið sem gjörði
vinkil beygju. Hin að taka beina stefnu á bæinn, eptir svo nefndum Kerlingum. Ég vildi
fara þær en Einar hina leiðina. Bað þá vera sæla. Stuttu síðar heyrði ég að þeir komu í
slóðina. Ég held svo viðstöðulaust áfram, þangað til ekki voru nema fáar teigslengdir að
bænum. Beið þeirra. Ekkert orðaskak varð þá.
Eptir dmkklanga stund vorum við komnir heim. Allt fólk í svefni. Heimkomunni
var ég mjög fagnandi eptir 8 daga hrakningssamt ferðalag. Einu óhappi varð ég fyrir í
ferðinni, sem aldrei gleymist. Á Seyðisfirði tapaði ég brúklegu hundshræi. Að öðm leyti
get ég nú brosað að þesari ferðareisu, sem var ekkert sérstök í sinni röð.
„Heima hugleiðingar...
/ tilefni af 75 ára afmœli Eiðaskóla.
Fyrir 75 ámm var á þessum stað stofnaður búnaðarskóli - fyrsti opinberi skólinn á Aust-
urlandi og starfaði í fulla þrjá tugi ára, eða þar til að honum var breytt í alþýðuskóla. —
Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa störfum hinna mörgu mætu manna sem hér hafa verið
skólastjórar, skortir öll skilyrði til þess. Gjöri þó undantekningu með einn þeirra og
20