Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 102
Múlaþing
ferðis, og setja síðan froskana og klemmurnar
á vírinn sitt hvoru megin við slitið og taka
saman mesta slakann með halimoníunni.
Eftir nokkrar tilraunir fannst okkur að
hægt væri að fara í næsta áfanga en hann gekk
út á það að ég hengdi pressuna og víraklippur
í beltið ásamt samsetningarhólkum og krækti
síðan lausa króknum á öðrum keðjustrekkjar-
anum í annan froskinn og síðan hinum keðju-
strekkjaranum eins í hinn froskinn og krækti
svo strekktalíurnar saman á föstu krókunum.
Eg tók skemmdan vírbút sem við höfðum
þurft að klippa úr, um þriggja metra langan,
og brá endunum í gegn um föstu krókana
á talíunum og sneri vírinn saman, mynd-
aðist við það nokkurskonar róla. A meðan
á þessu stóð þurfti Guðmundur að standa
föstum fótum í snjónum og halda af öllum
kröftum í halimoníuspottann en ég var vart
við jörð á meðan ég kom þessu fyrir. Um leið
og strekkjararnir voru klárir steig ég upp í
róluna og tók að strekkja sjálfan mig upp með
strekkjurunum og fór ég þá upp með vímum
standandi í rólunni en Guðmundur slakaði á
halimoníunni. Þá var komið að þriðja áfanga
áætlunarinnar og nú var félagi Guðmundur
orðinn sérstakur sérfræðingur í að meta strekk
á línu með manni hangandi á vímum út á
miðju hafi ásamt fyrmefndum búnaði. Þegar
hann taldi strekkið orðið hæfilegt þurfti ég
að klippa vírendana sundur og það varð að
vera nákvæmt til að vírinn félli nákvæmlega
í samsetningarmúffuna og ekki var vinnu-
aðstaðan góð við þetta verk.
Þá kom að því að pressa saman samsetn-
ingarhólkinn þarna uppi og minnir mig að
þurft hafi að pressa hólkinn tíu sinnum til
að klára samsetningu. Þetta var mekanísk
pressa og þurfti fyrna mörg slög á hverja eina
pressun og var það hreint ekki auðvelt við
þessar aðstæður en hafðist samt eftir allskonar
loftfimleika í rólunni og á vírnum. Þá var
verkið mjög kaldsamt og mikil átök fylgdu
þessum aðstæðum bara við það eitt að hafa
eitthvert jafnvægi eða ballans þama uppi.
Þegar tókst að klára samsetninguna þá þurfti
að losa af vírnum halimoníuna, strekkjarana
og froskana sem ekki var auðvelt verk og
man ég ekki lengur hvernig það var hægt
þama út á miðju spenni en að því búnu lét
ég mig falla niður af vimum í snjóinn. Hafði
Guðmundur áður gætt að því að ekki væm
ísingarbútar þar sem ég fengi lendingarstað
og fékk ég því bara nokkuð góða lendingu
því ekki vantaði snjóinn.
Aldeilis urðum við undrandi þegar við
skoðuðum strekkið þó við ljós væri, myrkur
var skollið á en við gátum ekki annað séð
en að strekkið væri bara gott. Þetta varð til
þess að okkur óx ásmegin og við hófum strax
samsetningu á hinu slitinu. Höfðum við nú
bara gaman af þeirri aðgerð en hún lukkaðist
prýðilega enda við orðnir vanir menn. Tvennt
man ég þó frá þessari aðgerð: Annað var það
að vírinn sem við höfðum borið upp, sem
hefur að líkindum verið um 40 metrar í hönk-
inni, mátti ekki vera 20 sentimetrum styttri
til að þessi síðasta samsetning tækist. Hitt
var að hér var miklu hærra niður af vímum
og grynnri snjórinn. Þegar mér hafði tekist
að losa allt draslið af vímum lét ég mig síga
niður af vímum þar til ég hékk á annarri hendi
á vímum. Svo var ekki um annað að gera en
láta sig gossa niður og búast við því versta
en vona það besta sem varð, því óskaddaður
komst ég frá þessu.
Þegar hér var komið höfðum við Guð-
mundur allt frá því að við lögðum af stað
þurft að taka á öllu okkar, fyrst við að bera
allan búnað á bakinu og komast upp fyrir 800
metrana í vondu veðri og mjög þungu göngu-
færi. Þá vom átökin alveg stanslaus við alla
framkvæmd verksins, þó alveg sérstaklega
átökin við að rífa vírinn upp úr kafsnjó með
ísingu sem var á við gilt kerlingarlæri. Ising
var hjá línumönnum á þessum tíma mæld í
viðmiðum sem byrjaði við það grennsta sem
var meyjarökli en hið mesta duglegur kerl-
100