Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 136
Múlaþing
Þeir tókuþátt í veiðiferðinni 1955: Frá vinstri, Sveinn Björnsson, Ari Sigurbjörnsson og Benedikt Sigurbjörnsson.
Eigendur mynda: Þórdís Sveinsdóttir og Olafur Arason.
frá því í apríl 1955, er ekki neinn fögnuður
yfir nýrri tekjulind fyrir hreppinn. Hins vegar
eru þar þung varnaðarorð um aukið beitar-
álag á afréttir og heimahaga, sem þegar væru
fullnýttir, ef hreindýrbeit myndi bætast við þá
búijárbeit, sem fyrir er.
Eftirlitsiðnaðurinn var ekki heldur mikið
þroskaður. Ég minnist ekki neinnar umræðu
um annað en að við mættum skjóta dýrin hvar
sem þau yrðu á vegi okkar á Fella- eða Fljóts-
dalsheiði, en byssumennirnir
þurftu að gangast undir einhvers
konar skotpróf hjá hreindýra-
eftirlitsmanninum, Friðriki á Hóli
í Fljótsdal, sem ég heyrði ekki
nefndan annað á þessum árum,
en „Frissa hreindýrakóng“. Sími
var kominn á alla bæi, en vegir
afar gloppóttir. Til dæmis var ekki
búið að leggja Rauðholtsveginn
nema hluta leiðarinnar og ekki
var heldur mikið um torfærubíla.
Ekki mun hafa verið gerð nein
skilmerkileg framkvæmdaáætlun
fyrir þennan veiðitúr, enda ekkert
á hreinu hvar hreindýrin var að
fínna. Líkur voru samt á því að
þau myndu hafa rásað norðaustur
heiðina á móti ríkjandi vindátt eins og hún
hafði verið dagana á undan. Þessi árátta dýr-
anna mun vera þeim eðlislæg því lyktarskyn
þeirra virðist vera miklu næmara heldur en
sjónskynið. Þess vegna koma hættur eða
rándýr þeim síður að óvörum ef þau fara á
móti vindinum.
Eitthvað var um færar jeppaslóðir, en samt
var ákveðið að ég kæmi með tvo hesta, sem
væntanlega gætu nýst við að ffytja afurðir
Friðrik Sigurðsson hreindýraeftirlitsmaður. Myndin erfengin úr bókinni
A hreindýraslóðum. Ljósmyndari: Eðvarð Sigurgeirsson.
134