Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 110
Múlaþing
Komið austuryflr Eyjabakkajökul. Þjófahnjúkar og Snœfell, sem felur tind sinn í þoku. Ljósmynd: HG.
skráðum plöntur í leiðinni. Á fellinu gekk á
með slydduéljum. Þaðan tókum við stefnu í
norðaustur eftir jökulfönnum sem ég kenndi
við Kverkkvísl og Bergkvíslar, ár sem koma
undan þessum jökultungum (Kverkkvíslar-
jökli og Kvíslajökli). Við komum niður á
autt innst á Hraunum, vestan við myndar-
legan og þá ónefndan fjallshrygg í jökulrönd
sem fékk nafnið Öxl (1162 m). Skilur hún á
milli Kvíslajökuls og Blöndujökuls austan
við. Það var orðið kvöldsett er við reistum
göngutjald okkar í um 800 m hæð skammt
vestan Ytri-Bergkvíslar og blés napur vindur
af norðvestri.
Á Geldingafell og um Vatnadæld á
Syðri-Vatnaöldu
Fátt var um ritaðar heimildir af þessu svæði og
eins og víðar helst að leita fanga hjá Þorvaldi
Thoroddsen sem í Ferðabók III (s. 268-278)
segir frá ferð sinni úr Víðidal austur um Hraun
og Eyjabakka að Snæfelli í ágúst 1894. Fljóts-
dælingar sem smöluðu Múlaafrétt voru fáorðir
í frásögnum um þetta svæði. (Göngur og réttir
V) - Við vorum snemma á fótum mánudaginn
10. ágúst, skildum tjaldið eftir og gengum
austur yfir Ytri-Bergkvísl og Blöndu, sem
báðar vora í steinum í kuldanum, og síðan
upp á Geldingafell (1087 m). Þaðan er að
sönnu víðsýnt, en nú var skýjað, þokudumb-
ungur sleikti ljallatinda og stöku él gengu yfir
fyrri hluta dags. Við skráðum þær tegundir
blómplantna sem urðu á vegi okkar, m.a.
ljallavorblóm og jöklaklukku. Ekki er þama
um neinn samfelldan gróður að ræða utan
mosagræður, snjómosa og dýjamosa. Efst á
Geldingafelli blasti við mikið „signal“ sem
landmælingamenn höfðu nýlega komið þar
fyrir.
Geldingafell er aflangur hryggur á
vatnaskilum milli Lóns og Hrauna, og eru
skilin auðsæ í Vatnadæld norðaustan við
fellið. Þar eru fjögur blátær vötn, þrjú þeirra
með afrennsli til Jökulsár í Lóni, en það ijórða
markar upphaf Keldár sem rennur héðan í
norðvestur áður en hún beygir til norðurs í
108