Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 110

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 110
Múlaþing Komið austuryflr Eyjabakkajökul. Þjófahnjúkar og Snœfell, sem felur tind sinn í þoku. Ljósmynd: HG. skráðum plöntur í leiðinni. Á fellinu gekk á með slydduéljum. Þaðan tókum við stefnu í norðaustur eftir jökulfönnum sem ég kenndi við Kverkkvísl og Bergkvíslar, ár sem koma undan þessum jökultungum (Kverkkvíslar- jökli og Kvíslajökli). Við komum niður á autt innst á Hraunum, vestan við myndar- legan og þá ónefndan fjallshrygg í jökulrönd sem fékk nafnið Öxl (1162 m). Skilur hún á milli Kvíslajökuls og Blöndujökuls austan við. Það var orðið kvöldsett er við reistum göngutjald okkar í um 800 m hæð skammt vestan Ytri-Bergkvíslar og blés napur vindur af norðvestri. Á Geldingafell og um Vatnadæld á Syðri-Vatnaöldu Fátt var um ritaðar heimildir af þessu svæði og eins og víðar helst að leita fanga hjá Þorvaldi Thoroddsen sem í Ferðabók III (s. 268-278) segir frá ferð sinni úr Víðidal austur um Hraun og Eyjabakka að Snæfelli í ágúst 1894. Fljóts- dælingar sem smöluðu Múlaafrétt voru fáorðir í frásögnum um þetta svæði. (Göngur og réttir V) - Við vorum snemma á fótum mánudaginn 10. ágúst, skildum tjaldið eftir og gengum austur yfir Ytri-Bergkvísl og Blöndu, sem báðar vora í steinum í kuldanum, og síðan upp á Geldingafell (1087 m). Þaðan er að sönnu víðsýnt, en nú var skýjað, þokudumb- ungur sleikti ljallatinda og stöku él gengu yfir fyrri hluta dags. Við skráðum þær tegundir blómplantna sem urðu á vegi okkar, m.a. ljallavorblóm og jöklaklukku. Ekki er þama um neinn samfelldan gróður að ræða utan mosagræður, snjómosa og dýjamosa. Efst á Geldingafelli blasti við mikið „signal“ sem landmælingamenn höfðu nýlega komið þar fyrir. Geldingafell er aflangur hryggur á vatnaskilum milli Lóns og Hrauna, og eru skilin auðsæ í Vatnadæld norðaustan við fellið. Þar eru fjögur blátær vötn, þrjú þeirra með afrennsli til Jökulsár í Lóni, en það ijórða markar upphaf Keldár sem rennur héðan í norðvestur áður en hún beygir til norðurs í 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.