Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 127

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 127
Rekstur úr Rana haustið 1957 Fór Jónas í Klaustursel þann dag, býli sem er austan megin á Jökuldalnum, gegnt Flákonar- stöðum, nokkru utar en Raninn. Veður var stillt og bjart, snjóhrafl um heiðina, en harð- fenni víðast og því ágætt umferðar. Daginn eftir fór Jónas inn fyrir ærnar, er voru mest utan til í Rananum, en þó nokkrar inn undir Flölkná. A fimmtudag var svo Jóhann bóndi á Eiríksstöðum, ásamt Smára, syni Gunnlaugs bónda þar, fenginn til að smala Ranann með Jónasi, en þeir komust þá á ísspöng yfír Jökul- sá, en annars var hún víða auð. Nokkuð vantaði af ánum þá um kvöldið. Ég hafði nú ákveðið að fara vestur og fékk með mér Kjartan bónda á Þuríðarstöðum, og kom hann til mín á fímmtudagskvöld. Að morgni föstudags 22. nóv. lögðum við Kjartan svo af stað kl. 6.30 í stilltu og ágætu veðri, heldur fyrr en fyrsta dagsbrúnin sást yfir aust- urljöllum. Kjartan fékk hestinn Grána, en ég var á Egilsstaða-Brún. Báðir voru þeir stólpar miklir, en engir gæðingar. Tíkin Fjára fylgdi mér og önnur tík Kjartani. Bratt er upp ijallið innan við Bessastaðaána, og teymdum við því, þar til komið var upp fyrir mesta brattann. Var þá dagur á lofti, frost, og lítils háttar gola í fangið. Riðum við svo upp með Bessastaðaá og vestur hjá svonefndum Þrímelum. Þar hljóp Kjartan af baki og upp á einn hólinn, og brá fyrir sig sjónauka er við höfðum. Sá hann þá hreindýr víðsvegar, og þó einkum meðfram Gilsárvötnum. Við héldum svo strikinu vestur, og var bitur frostnæðingur á móti vestan til á heiðinni, og smávegis renningsskrið. Kl. 11 komum við að Eyvindará við Ytri Vegarkvísl, og lygndi þar alveg og mildaði og var dásamlegt veður. Fengum við okkur þar bita og áðum litla stund. Héldum svo út Eyvindardalinn. Brá Kjartan brátt fyrir sig sjónaukanum og kom fljótt auga á 5 kindur, skammt innan við Húsahvamm, skál djúpa og vel gróna við Eyvindarárgilið út undir Sporði. Riðum við nú þangað og reyndust þar vera 8 ær, er við Kjartan Bjarnason bóndi á Þuríðarstöðum í Fljóstsdal. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. rákum vestur yfír og á Brattagerði. Þar var þá Jónas að koma innan af Jökuldalnum og hafði fundið 21 á. Vantaði þá enn 16, og þar á meðal forustusauðinn Flekk og forustuána Pílu. Þetta þýddi að ekki myndum við reka austur næsta dag. Enn yrði að leita kinda þeirra er vantaði Við fengum okkur nú matarbita í Bratta- gerðiskofa, sem þykir heldur lágreistur og lítt vistlegur, með torfveggjum og jámþaki. Svo töldum við ærnar í girðingunni á ný og fengum sömu tölu og áður. 2 ær væru þama er við treystum ekki til rekstrar austur yfír heiði. Hafði önnur þeirra fótbrotnað, en hina fann hundur frá Eiríksstöðum í moldargróf, og var hún orðin þrekuð nokkuð. Gekk þó vel rekstur þeirra út í Klaustursel. En frá Brattagerði og þangað er meira en klukkustundargangur og yfír Eyvindará að fara, sem fellur í djúpu gili, og er ófær nema vatn sé mjög lítið í henni. Nú var hún á ísi og sæmilegt að klöngrast upp og niður úr gilinu. Svellalög vom talsverð út dalinn og þurfti að þræða auðu rindana. Við vorum svo í góðu yfirlæti í Klausturseli um nóttina. 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.