Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 18

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 18
Múlaþing Breiðdal, en þar er hann 1854, eins og sjá má af Bóluattesti, sem Guðmundur afi minn átti og er nú hjá mér V.Ó.]. Árið 1856 er Guðmundur í Heydölum vinnumaður hjá séra Benedikt Þórarinssyni. Er hann þann vetur beitarhúsasmali á svo nefndum Ámastöðum, sem eru um tjóra km frá bænum. Eitt sinn í aftakadimmum frostbyl náði hann ekki bænum frá beitarhúsunum. Þá kól hann svo háskalega að af honum reyttust báðir fæturnir um mjóaleggi. Hann komst þó aftur til heilsu þegar gróið hafði fyrir leggjarstúfana. En nú var ekki margra kosta völ fyrir hann, sem ekki vildi vera öðmm til þyngsla, því að nú falaði hann enginn til vinnumennsku, þótt áður hefði hann verið eftirsóttur ijárgæzlumaður [Ekki er hægt að liggja séra Benedikt á hálsi fyrir að hafa ekki stutt Guðmund eftir þetta, því að hann lést í lok þessa sama árs]. Áður en Guðmundur missti fætuma var hann heitbundinn myndarlegri stúlku. Hann tjáir henni að eins og nú standi sakir verði eina úrræðið fyrir þau að byrja búskap. En unnustann sagðist þá ekkert með fótalausan mann hafa að gjöra. Þar með var þetta hjú- skaparmál útrætt. Ekki er um vitað að Guðmundur hafi lagst í sorg, fyllirí eða örvæntingu við þetta óvænta svar, né að það hafi hrundið búskaparáformi hans. Að vísu var ekkert býli fáanlegt í sveitinni. En ekki var ógjörningur að stofna nýbýli, og varð það úr vegna greiðvikni góðs manns. Bóndinn á Ytri-Kleif, sem hét Þórður, stórbóndi og greiðamaður, leyfði Guðmundi að byggja sér íbúð á beitarhúsum sínum Kleifarstekk. Fylgdi því um samin grasnyt. Þama byrjaði Guðmundur búskap og bjó þar í fjögur ár. Síðan hefur jörðin alltaf verið í ábúð til ársins 194?. Fólkshaldið þessi ár, auk Guðmundar, var Ragnheiður móðir hans, sem var bústýra, en vinnuhjú var Ámi faðir minn, en hann var þá fyrir stuttu fermdur, og Margrét systir þeirra. Um bústofninn er ekki vitað, en hann hlýtur að hafa verið lítill, þegar athugað er að Guðmundur var ekki nema 29 ára þegar hann missti fætuma, og þar af leiðandi ekki búinn að vinna fyrir kaupi í mörg ár. Hæsta árskaup vinnumanna var þá, og löngu seinna, 12 spesíur - 48 kr - auk fata. Það tók því nokkur ár að safna í lífvænlegan bústofn. Nýbýlið reyndist Guðmundi afar erfitt, svo fatlaður sem hann var; heyskapur var lítill og reytingssamur, en sauðbeit góð og hagasælt. Hann fékk þá kost á heyskaparjörð og tók hana. Á fjómm jörðum í sveitinni bjó hann samtals 15 ár. Bústaðabreytingin var af ýmsum eðlilegum ástæðum. Á þessum búskaparárum í Breiðdal giftist hann Þorbjörgu Guðmundsdóttur, sem reyndist honum ágætur lífsförunautur. Vegna jarðnæðisleysis í Breiðdal fluttist Guðmundur að Stöð í Stöðvarfirði, en það var þá sami hreppur. Þar bjó hann í nokkur ár, kannski sjö eða átta. Þar var búlaus prestur, Guttormur Guttormsson, sem byggði honum staðinn. En þegar presturinn dó [1881], varð Guðmundur að víkja þaðan fyrir prestsetubúskap. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.