Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 109
Um byggingu Snæfellsskála 1970 og ævintýraferð austur á Hraun
A Háöldu. Búist til að tjalda. Kverkfföll í vestri. Ljósmynd: HG.
að húsinu. Veður var áfram hagstætt, nær logn
og skýjað. Með í flutningnum var kamar,
burstalagað smáhýsi með góðri loftræstingu
sem sett var niður skammt ofan við melinn
þar sem skálinn reis. Varð þetta fyrirmynd
að nokkrum slíkum náðhúsum sem komið
var upp síðar við aðra skála félagsins og
víðar og hlutu þau nafnið Völundarhús eftir
hönnuðinum.
Tær lindarlækur rennur rétt neðan við
melinn þar sem skálinn skyldi rísa og á mosa-
græðum upp af skálastæðinu voru reist tjöld
til gistingar næstu nótt. Byggingamenn byrj-
uðu á undirstöðum skálans sem voru tunnur
grafnar í melinn og fylltar með möl. Aðrir
flokkuðu tréverk fyrir grunn og veggi hússins
sem brátt var byrjað að reisa og unnið að
hörðum höndum fram á kvöld. Þá var sá sem
hér heldur á penna hins vegar farinn áleiðis
inn að jökli og kom fyrst ásamt fylgdarmanni
að skálanum fullbúnum þremur sólarhringum
síðar eftir ævintýraferð austur á Hraun.
Yfír Eyjabakkajökul
Undir miðaftan lögðum við Magnús af stað
inn með Þjófahnjúkum eftir nýlega ruddri
slóð sem enn er í notkun lítið breytt. Lá hún
þá vestan undir Bjálfafelli og yfir gamlan
farveg Jökulkvíslar yfir á Háöldu milli Brú-
arjökuls og Eyjabakkajökuls. Hjónin Einar
Hallason og Arnþrúður Gunnlaugsdóttir fóru
með okkur langleiðina inn eftir á eigin bíl. Tnni
á Háöldu reyndist enn vera sífreri og vara-
samt umferðar. Við ákváðum því að slá upp
rúmgóðu tjaldi okkar á mel nokkuð frá jökli
og hvíldumst þar vel um nóttina. Veður var
áfram kyrrt að morgni sunnudagsins 9. ágúst
en þó svalara en undanfarið. Spá var sæmileg
fyrir næsta sólarhring en engin langtímaspá
þá í boði hjá Veðurstofu Islands. Ef brysti á
með óveður af norðri hafði ég í hyggju að
halda undan veðri suður á Lónsöræfi og til
byggða í Lóni, en þær slóðir þekkti ég vel úr
rannsóknarferðum árið áður.
Við lögðum á Eyjabakkajökul hjá Hrauk
fast við upptök vestustu kvíslar Jökulsár í
Fljótsdal og tókum stefnu á ónefnt fell við
austurjaðar jökulsins. Síðar fékk það nafnið
Kverkfell (um 1150 m). Sem öryggisbúnað
hafði ég áttavita, hæðarmæli, broddstaf, ísöxi,
létta mannbrodda og tó til að tengja okkur
félaga saman á göngu yfir jökulinn. Hann
reyndist nokkuð sprunginn á köflum, einkum
um miðbikið. Tveimur árum síðar, 1972, gekk
Eyjabakkajökull fram um röska 600 metra
og var fyrst á eftir mikið sprunginn og ófær
á þessum slóðum. Við komum af jökli við
rætur ónefnda fellsins, gengurn þar upp og
107