Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 109

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Side 109
Um byggingu Snæfellsskála 1970 og ævintýraferð austur á Hraun A Háöldu. Búist til að tjalda. Kverkfföll í vestri. Ljósmynd: HG. að húsinu. Veður var áfram hagstætt, nær logn og skýjað. Með í flutningnum var kamar, burstalagað smáhýsi með góðri loftræstingu sem sett var niður skammt ofan við melinn þar sem skálinn reis. Varð þetta fyrirmynd að nokkrum slíkum náðhúsum sem komið var upp síðar við aðra skála félagsins og víðar og hlutu þau nafnið Völundarhús eftir hönnuðinum. Tær lindarlækur rennur rétt neðan við melinn þar sem skálinn skyldi rísa og á mosa- græðum upp af skálastæðinu voru reist tjöld til gistingar næstu nótt. Byggingamenn byrj- uðu á undirstöðum skálans sem voru tunnur grafnar í melinn og fylltar með möl. Aðrir flokkuðu tréverk fyrir grunn og veggi hússins sem brátt var byrjað að reisa og unnið að hörðum höndum fram á kvöld. Þá var sá sem hér heldur á penna hins vegar farinn áleiðis inn að jökli og kom fyrst ásamt fylgdarmanni að skálanum fullbúnum þremur sólarhringum síðar eftir ævintýraferð austur á Hraun. Yfír Eyjabakkajökul Undir miðaftan lögðum við Magnús af stað inn með Þjófahnjúkum eftir nýlega ruddri slóð sem enn er í notkun lítið breytt. Lá hún þá vestan undir Bjálfafelli og yfir gamlan farveg Jökulkvíslar yfir á Háöldu milli Brú- arjökuls og Eyjabakkajökuls. Hjónin Einar Hallason og Arnþrúður Gunnlaugsdóttir fóru með okkur langleiðina inn eftir á eigin bíl. Tnni á Háöldu reyndist enn vera sífreri og vara- samt umferðar. Við ákváðum því að slá upp rúmgóðu tjaldi okkar á mel nokkuð frá jökli og hvíldumst þar vel um nóttina. Veður var áfram kyrrt að morgni sunnudagsins 9. ágúst en þó svalara en undanfarið. Spá var sæmileg fyrir næsta sólarhring en engin langtímaspá þá í boði hjá Veðurstofu Islands. Ef brysti á með óveður af norðri hafði ég í hyggju að halda undan veðri suður á Lónsöræfi og til byggða í Lóni, en þær slóðir þekkti ég vel úr rannsóknarferðum árið áður. Við lögðum á Eyjabakkajökul hjá Hrauk fast við upptök vestustu kvíslar Jökulsár í Fljótsdal og tókum stefnu á ónefnt fell við austurjaðar jökulsins. Síðar fékk það nafnið Kverkfell (um 1150 m). Sem öryggisbúnað hafði ég áttavita, hæðarmæli, broddstaf, ísöxi, létta mannbrodda og tó til að tengja okkur félaga saman á göngu yfir jökulinn. Hann reyndist nokkuð sprunginn á köflum, einkum um miðbikið. Tveimur árum síðar, 1972, gekk Eyjabakkajökull fram um röska 600 metra og var fyrst á eftir mikið sprunginn og ófær á þessum slóðum. Við komum af jökli við rætur ónefnda fellsins, gengurn þar upp og 107
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.