Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 57
Berggrunnur Breiðuvíkur
Mynd 18: Yfirlitsmynd af dalbotni Breiðuvíkur og Bálksfallaröðum. Lengst til vinstri og rétt ofan við miðja mynd
er Miðaftanshnjúkur, en aftan við hann rís Bálkur. Hvítafjall sést hœgra megin á myndinni.
Svínavík nefnist Stóranes og bratt upp af því
rís Stóraneshnaus. Sjá má helstu örnefni á
norðurhluta rannsóknarsvæðisins, og stað-
setningu þeirra, á mynd 16, en útsýni yfir
svæðið á mynd 17. Almennt er farið frá vestri
til austurs og upp jarðlagastaflann í lýsingum
á jarðfræðiathugunum á norðurhluta rann-
sóknarsvæðisins.
Undir Bálksijallaröðum liggur nokkuð
reglulegur jarðlagastafli sem hallar niður til
vesturs. Jarðlögin ganga undir þóleiítbasalt-
lögin og ísúru hraunin í Moldarbotnum (sem
lýst var í umfjöllun um suðurhluta rannsóknar-
svæðisins, hér að framan), en vestasta súra
einingin í Bálksfjallaröðum, sem myndar
Miðaftanshnjúk, sést áfram í opnum í Foss-
brekkum og vestur undir Hvítaíjalli. Sjá má
yfir dalbotninn og Bálksfjallaraðir á mynd
18. Rannsakaðir voru farvegir vatnsfalla sem
skera innsta hluta vestur- og norðurhlíðar
Breiðuvíkur, u.þ.b. niður af hlíðinni miðri,
allt frá Skinnbrókargili innst í dalnum og fram
að Hestlæk. Um er að ræða jarðlagastafla af
þóleiítbasalti, dílabasalti og súru bergi. Neðst
í öllum farvegunum liggur þóleiítbasalt, nema
farið sé alveg niður í dalbotninn að Stóruá
þar sem aftur tekur við súrt berg. Ofan við
þóleiítbasaltið tekur við dílabasalt og efst
í farvegunum liggur svo almennt það súra
berg sem myndar stærstan hluta fjallanna
í Bálksfjallaröðum. Innst í dalnum mælist
jarðlagahalli um 7° VSV.
Súra bergið í Bálksljallaröðum er ýmist
heillegt, og þá jafnan straumflögótt, eða
hraunbreksíukennt. Bergið er að langstærstum
hluta kísilrunnið. Bogalaga brotfletir sjást vel
í opnum í allri fjallaröðinni. Eins og fram
kom er súrt berg efst í öllum farvegunum,
en þó er ekki eingöngu súrt berg í íjöllunum
þar fyrir ofan, heldur koma fyrir milli súru
bergmyndananna þóleiítbasalthraun og
basísk innskot. Marteinshnjúkur, Gagnheiði
og Krossfjall virðast þó aðeins vera úr súru
bergi. I suðurhlíð Bálks eru opnur, rétt ofan
við þar sem skriðuefni hylur hlíðina, þar sem
sér í nokkur þóleiítbasalthraunlög, eða flæði-
einingar, sem halla lítillega til vesturs. Lagmót
þeima við súran koll Bálks eru í um 478 m
h.y.s. Einhversstaðar milli 452 og 358 m h.y.s.
tekur svo aftur við súrt berg neðan við þau, en
55