Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 57

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 57
Berggrunnur Breiðuvíkur Mynd 18: Yfirlitsmynd af dalbotni Breiðuvíkur og Bálksfallaröðum. Lengst til vinstri og rétt ofan við miðja mynd er Miðaftanshnjúkur, en aftan við hann rís Bálkur. Hvítafjall sést hœgra megin á myndinni. Svínavík nefnist Stóranes og bratt upp af því rís Stóraneshnaus. Sjá má helstu örnefni á norðurhluta rannsóknarsvæðisins, og stað- setningu þeirra, á mynd 16, en útsýni yfir svæðið á mynd 17. Almennt er farið frá vestri til austurs og upp jarðlagastaflann í lýsingum á jarðfræðiathugunum á norðurhluta rann- sóknarsvæðisins. Undir Bálksijallaröðum liggur nokkuð reglulegur jarðlagastafli sem hallar niður til vesturs. Jarðlögin ganga undir þóleiítbasalt- lögin og ísúru hraunin í Moldarbotnum (sem lýst var í umfjöllun um suðurhluta rannsóknar- svæðisins, hér að framan), en vestasta súra einingin í Bálksfjallaröðum, sem myndar Miðaftanshnjúk, sést áfram í opnum í Foss- brekkum og vestur undir Hvítaíjalli. Sjá má yfir dalbotninn og Bálksfjallaraðir á mynd 18. Rannsakaðir voru farvegir vatnsfalla sem skera innsta hluta vestur- og norðurhlíðar Breiðuvíkur, u.þ.b. niður af hlíðinni miðri, allt frá Skinnbrókargili innst í dalnum og fram að Hestlæk. Um er að ræða jarðlagastafla af þóleiítbasalti, dílabasalti og súru bergi. Neðst í öllum farvegunum liggur þóleiítbasalt, nema farið sé alveg niður í dalbotninn að Stóruá þar sem aftur tekur við súrt berg. Ofan við þóleiítbasaltið tekur við dílabasalt og efst í farvegunum liggur svo almennt það súra berg sem myndar stærstan hluta fjallanna í Bálksfjallaröðum. Innst í dalnum mælist jarðlagahalli um 7° VSV. Súra bergið í Bálksljallaröðum er ýmist heillegt, og þá jafnan straumflögótt, eða hraunbreksíukennt. Bergið er að langstærstum hluta kísilrunnið. Bogalaga brotfletir sjást vel í opnum í allri fjallaröðinni. Eins og fram kom er súrt berg efst í öllum farvegunum, en þó er ekki eingöngu súrt berg í íjöllunum þar fyrir ofan, heldur koma fyrir milli súru bergmyndananna þóleiítbasalthraun og basísk innskot. Marteinshnjúkur, Gagnheiði og Krossfjall virðast þó aðeins vera úr súru bergi. I suðurhlíð Bálks eru opnur, rétt ofan við þar sem skriðuefni hylur hlíðina, þar sem sér í nokkur þóleiítbasalthraunlög, eða flæði- einingar, sem halla lítillega til vesturs. Lagmót þeima við súran koll Bálks eru í um 478 m h.y.s. Einhversstaðar milli 452 og 358 m h.y.s. tekur svo aftur við súrt berg neðan við þau, en 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.