Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 159

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 159
Vigfús Jónsson Rauða skyrtan Bemskuminning r Eg var á fimmta ári er atburður þessi gerðist á Þorláksmessu árið 1878, og þetta er það fyrsta sem ég man glöggt eftir mér, og stendur svo skýrt fyrir sjónum mér nú 75 ára gömlum eins og það hefði gerst í gær. Baðstofan var 3 stafgólf, var gengið inn með öðrum stafni, og var moldargólf í þeim enda, en í hinum endanum var afþiljað lítið stofuhús með 4 rúðu glugga. Tíkin hún Strúta gróf sig undir stofugólfið til að gjóta, og hvolpamir náðust ekki fyrr en þeir komu sjálfir fram. Vefstóll var í fremra húsinu og lítill gluggi á veggnum rétt hjá dyr- unum. Uppi var baðstofa í tvennu lagi, eitt stafgólf afþiljað í endanum fjær uppgöngunni, 3 litlir gluggar voru á baðstofunni uppi, 2 sitt hvoru megin dyra framan við litla húsið. Fóstra mín, svaf í rúminu undir glugganum og ég hjá henni. Ég var háttaður, þó ekki væri kominn háttatími, líklega verið blautur og færður úr votu. Fóstra mín kom inn með rauða milliskyrtu, (jólaskyrtuna), nýja sokka og brydda skó og færir mig í þetta til að máta, og ætlaði svo að klæða mig strax úr aftur, en ég fékk þá að koma ofan á gólfið í þessum nýju flíkum. Á bænum var tökubam á fyrsta ári, það var eitthvað veikt, það var búið um það í kassa en með góðum rúmfötum. Ég fór að aka kassanum með litlu stúlkunni um gólfið, og hún brosti svo fallega. Fljótlega var hastað á drenginn, því nú átti að fara að lesa lesturinn, ég hafði strax gaman af söng og var silltur á meðan sungið var, en þegar farið var að lesa gat ég ekki stillt mig um að fara af stað með kassann, strax var hastað á drenginn, í þá daga var nú ekki um annað að tala en að hlýða, og hætti ég þá. Löngunin til að aka kassanum var svo mikil að ég fór aftur af stað með hann, og var þá hastað aftur á drenginn. Ekki man ég hvað ég fór margar ferðir með kassann, en svona gekk það meðan á lestrinum stóð, en um leið og farið var að syngja hætti ég. Um leið og lestrinum lauk fór fólkið að hátta, og þá klæddi fóstra mín mig úr rauðu skyrtunni og tók af mér skóna. Ég vildi nú gjarnan hafa þessi þing hjá mér, en það fékkst nú ekki því þetta voru jólafötin, ég gat laumað skónum ofan í holu hjá lausholtinu við gluggann, og úri sem pabbi hafði sent mér, og var mesta þarfaþing, sló þegar ég trekkti það upp, en gangurinn var víst tregur. Ég sofnaði fljótt, en hvað lengi ég hef sofíð veit ég ekki, en ég vaknaði við óþolandi þorsta og heimtaði strax að fá að drekka, en fóstra mín vaknaði ekki, ég var skapmikill, og víst ekki mjög þolinmóður, og ég hamaðist í rúminu eins og ég gat, en ekkert dugði, hún vaknaði ekki. Svo varð ég móður og varð að hvíla mig, byrjaði svo aftur, en hún vaknaði ekki, hvað þessi bardagi stóð lengi man ég ekki, og svo fór að lokum að ég gat ekki ólmast lengur, mér fannst ég nú ekkert vera þyrstur og það væri nú bara gott að sofna. Einhver þrái var í mér að gefast ekki upp, en nú voru ekki lengur nein org eða læti, heldur eitthvert eymdarvæl, og ég hélt áfram að klóra í fóstru mina, og loksins vaknaði hún. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.