Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 159
Vigfús Jónsson
Rauða skyrtan
Bemskuminning
r
Eg var á fimmta ári er atburður þessi gerðist á Þorláksmessu árið 1878, og þetta er það
fyrsta sem ég man glöggt eftir mér, og stendur svo skýrt fyrir sjónum mér nú 75 ára
gömlum eins og það hefði gerst í gær. Baðstofan var 3 stafgólf, var gengið inn með
öðrum stafni, og var moldargólf í þeim enda, en í hinum endanum var afþiljað lítið stofuhús
með 4 rúðu glugga.
Tíkin hún Strúta gróf sig undir stofugólfið til að gjóta, og hvolpamir náðust ekki fyrr en
þeir komu sjálfir fram. Vefstóll var í fremra húsinu og lítill gluggi á veggnum rétt hjá dyr-
unum. Uppi var baðstofa í tvennu lagi, eitt stafgólf afþiljað í endanum fjær uppgöngunni, 3
litlir gluggar voru á baðstofunni uppi, 2 sitt hvoru megin dyra framan við litla húsið.
Fóstra mín, svaf í rúminu undir glugganum og ég hjá henni. Ég var háttaður, þó ekki væri
kominn háttatími, líklega verið blautur og færður úr votu. Fóstra mín kom inn með rauða
milliskyrtu, (jólaskyrtuna), nýja sokka og brydda skó og færir mig í þetta til að máta, og ætlaði
svo að klæða mig strax úr aftur, en ég fékk þá að koma ofan á gólfið í þessum nýju flíkum.
Á bænum var tökubam á fyrsta ári, það var eitthvað veikt, það var búið um það í kassa
en með góðum rúmfötum. Ég fór að aka kassanum með litlu stúlkunni um gólfið, og hún
brosti svo fallega. Fljótlega var hastað á drenginn, því nú átti að fara að lesa lesturinn, ég
hafði strax gaman af söng og var silltur á meðan sungið var, en þegar farið var að lesa gat
ég ekki stillt mig um að fara af stað með kassann, strax var hastað á drenginn, í þá daga var
nú ekki um annað að tala en að hlýða, og hætti ég þá. Löngunin til að aka kassanum var svo
mikil að ég fór aftur af stað með hann, og var þá hastað aftur á drenginn. Ekki man ég hvað
ég fór margar ferðir með kassann, en svona gekk það meðan á lestrinum stóð, en um leið og
farið var að syngja hætti ég.
Um leið og lestrinum lauk fór fólkið að hátta, og þá klæddi fóstra mín mig úr rauðu
skyrtunni og tók af mér skóna. Ég vildi nú gjarnan hafa þessi þing hjá mér, en það fékkst nú
ekki því þetta voru jólafötin, ég gat laumað skónum ofan í holu hjá lausholtinu við gluggann,
og úri sem pabbi hafði sent mér, og var mesta þarfaþing, sló þegar ég trekkti það upp, en
gangurinn var víst tregur.
Ég sofnaði fljótt, en hvað lengi ég hef sofíð veit ég ekki, en ég vaknaði við óþolandi þorsta
og heimtaði strax að fá að drekka, en fóstra mín vaknaði ekki, ég var skapmikill, og víst ekki
mjög þolinmóður, og ég hamaðist í rúminu eins og ég gat, en ekkert dugði, hún vaknaði ekki.
Svo varð ég móður og varð að hvíla mig, byrjaði svo aftur, en hún vaknaði ekki, hvað þessi
bardagi stóð lengi man ég ekki, og svo fór að lokum að ég gat ekki ólmast lengur, mér fannst
ég nú ekkert vera þyrstur og það væri nú bara gott að sofna.
Einhver þrái var í mér að gefast ekki upp, en nú voru ekki lengur nein org eða læti,
heldur eitthvert eymdarvæl, og ég hélt áfram að klóra í fóstru mina, og loksins vaknaði hún.
157