Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 29
Bréf til vinkonu
Sœvarenda 16. nóv 1959
Kæra Herborg
Mikið skammast ég mín fyrir að vera ekki löngu búin að skrifa þér og þakka þér fyrir dúkinn
sem þú sendir mér í sumar. En nú læt ég verða af því og þakka þér mikið fyrir hann. Mér
þykir hann mjög fallegur og ég vonast til að ég geti fengið mér bráðlega borð með glerplötu
og þá læt ég dúkinn undir glerið. Ég er bara alveg hissa, að þú skulir vera að senda mér þetta,
því ég hefi hreint ekki að neinu leyti unnið til þess, en ég þigg hann með mestu ánægju og
ég þakka þér enn fyrir hann. Og svo þakka ég þér líka fyrir bréfíð. Það er alltaf gaman að fá
bréf og ekki síst að vita að einhver hugsar hlýlega til manns.
Héðan er fátt að frétta. Heimtur eru sæmilegar. Okkur vantar eina kind og eitthvað vantar
í Stakkahlíð, en þetta er svo sem það sem hver bóndi verður að horfast í augu við. Annars
hefur Maggi misst rnargt fé á þessu ári, óvenjumargt, úr öllu mögulegu, núna seinast tvær
kindur. Hann er búinn að missa milli 20 og 30 kindur þetta ár frá þvi í fyrra haust að telja.
Við misstum nýborna kú seinni hluta vetrar
í fyrra. Kvígan sem við áttum er nýborin, en
hún heppnaðist ekki vel til að byrja með, hún
hildgaðist ekki og enginn var fær um að tak
hildirnar, en hún var sprautuð með pennissi-
líni og látnar súlfatöflur inn í legið. Þetta á
að koma í veg fýrir ígerð og hildimar eiga að
vera lausar eftir 9 daga, sagði dýralæknirinn.
Svo fékk kvígan auk þess dálitla júgurbólgu,
sem batnar sjálfsagt ekki fyrr en búið er að
sprauta meðali upp í spenana en við eigum
von á því einhvern næsta dag. Kálfurinn var
snúinn og kom dauður.
Nú er ég búin að búa hér á Sævarenda í
tæpt 21 Zi og hefur það gengið á ýmsu með
búskapinn. Margt er maður búinn að missa
t.d. tvisvar hest og einu sinni lét þriðjungur
ánna og svo allur lambadauðinn sem stafaði
af lambablóðsóttinni, og nú er ég orðin ónæm
fyrir því þótt eitthvað fari. Þetta fer ekki í
taugarnar á mér nú orðið. Ég tók mér nær,
þegar ég missti fyrsta hænuungann heldur en
þótt ein ær fari nú. Það var fyrsta sumarið,
sem ég var hér Og hænuunginn var það sem Herborg Jónasdóttir. Eigandi myndar: Ólafla Herborg
ég missti. Ég var ekki alin upp við að sjá Jóhannsdóttir.
27