Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 29

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 29
Bréf til vinkonu Sœvarenda 16. nóv 1959 Kæra Herborg Mikið skammast ég mín fyrir að vera ekki löngu búin að skrifa þér og þakka þér fyrir dúkinn sem þú sendir mér í sumar. En nú læt ég verða af því og þakka þér mikið fyrir hann. Mér þykir hann mjög fallegur og ég vonast til að ég geti fengið mér bráðlega borð með glerplötu og þá læt ég dúkinn undir glerið. Ég er bara alveg hissa, að þú skulir vera að senda mér þetta, því ég hefi hreint ekki að neinu leyti unnið til þess, en ég þigg hann með mestu ánægju og ég þakka þér enn fyrir hann. Og svo þakka ég þér líka fyrir bréfíð. Það er alltaf gaman að fá bréf og ekki síst að vita að einhver hugsar hlýlega til manns. Héðan er fátt að frétta. Heimtur eru sæmilegar. Okkur vantar eina kind og eitthvað vantar í Stakkahlíð, en þetta er svo sem það sem hver bóndi verður að horfast í augu við. Annars hefur Maggi misst rnargt fé á þessu ári, óvenjumargt, úr öllu mögulegu, núna seinast tvær kindur. Hann er búinn að missa milli 20 og 30 kindur þetta ár frá þvi í fyrra haust að telja. Við misstum nýborna kú seinni hluta vetrar í fyrra. Kvígan sem við áttum er nýborin, en hún heppnaðist ekki vel til að byrja með, hún hildgaðist ekki og enginn var fær um að tak hildirnar, en hún var sprautuð með pennissi- líni og látnar súlfatöflur inn í legið. Þetta á að koma í veg fýrir ígerð og hildimar eiga að vera lausar eftir 9 daga, sagði dýralæknirinn. Svo fékk kvígan auk þess dálitla júgurbólgu, sem batnar sjálfsagt ekki fyrr en búið er að sprauta meðali upp í spenana en við eigum von á því einhvern næsta dag. Kálfurinn var snúinn og kom dauður. Nú er ég búin að búa hér á Sævarenda í tæpt 21 Zi og hefur það gengið á ýmsu með búskapinn. Margt er maður búinn að missa t.d. tvisvar hest og einu sinni lét þriðjungur ánna og svo allur lambadauðinn sem stafaði af lambablóðsóttinni, og nú er ég orðin ónæm fyrir því þótt eitthvað fari. Þetta fer ekki í taugarnar á mér nú orðið. Ég tók mér nær, þegar ég missti fyrsta hænuungann heldur en þótt ein ær fari nú. Það var fyrsta sumarið, sem ég var hér Og hænuunginn var það sem Herborg Jónasdóttir. Eigandi myndar: Ólafla Herborg ég missti. Ég var ekki alin upp við að sjá Jóhannsdóttir. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.