Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 102

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Síða 102
Múlaþing ferðis, og setja síðan froskana og klemmurnar á vírinn sitt hvoru megin við slitið og taka saman mesta slakann með halimoníunni. Eftir nokkrar tilraunir fannst okkur að hægt væri að fara í næsta áfanga en hann gekk út á það að ég hengdi pressuna og víraklippur í beltið ásamt samsetningarhólkum og krækti síðan lausa króknum á öðrum keðjustrekkjar- anum í annan froskinn og síðan hinum keðju- strekkjaranum eins í hinn froskinn og krækti svo strekktalíurnar saman á föstu krókunum. Eg tók skemmdan vírbút sem við höfðum þurft að klippa úr, um þriggja metra langan, og brá endunum í gegn um föstu krókana á talíunum og sneri vírinn saman, mynd- aðist við það nokkurskonar róla. A meðan á þessu stóð þurfti Guðmundur að standa föstum fótum í snjónum og halda af öllum kröftum í halimoníuspottann en ég var vart við jörð á meðan ég kom þessu fyrir. Um leið og strekkjararnir voru klárir steig ég upp í róluna og tók að strekkja sjálfan mig upp með strekkjurunum og fór ég þá upp með vímum standandi í rólunni en Guðmundur slakaði á halimoníunni. Þá var komið að þriðja áfanga áætlunarinnar og nú var félagi Guðmundur orðinn sérstakur sérfræðingur í að meta strekk á línu með manni hangandi á vímum út á miðju hafi ásamt fyrmefndum búnaði. Þegar hann taldi strekkið orðið hæfilegt þurfti ég að klippa vírendana sundur og það varð að vera nákvæmt til að vírinn félli nákvæmlega í samsetningarmúffuna og ekki var vinnu- aðstaðan góð við þetta verk. Þá kom að því að pressa saman samsetn- ingarhólkinn þarna uppi og minnir mig að þurft hafi að pressa hólkinn tíu sinnum til að klára samsetningu. Þetta var mekanísk pressa og þurfti fyrna mörg slög á hverja eina pressun og var það hreint ekki auðvelt við þessar aðstæður en hafðist samt eftir allskonar loftfimleika í rólunni og á vírnum. Þá var verkið mjög kaldsamt og mikil átök fylgdu þessum aðstæðum bara við það eitt að hafa eitthvert jafnvægi eða ballans þama uppi. Þegar tókst að klára samsetninguna þá þurfti að losa af vírnum halimoníuna, strekkjarana og froskana sem ekki var auðvelt verk og man ég ekki lengur hvernig það var hægt þama út á miðju spenni en að því búnu lét ég mig falla niður af vimum í snjóinn. Hafði Guðmundur áður gætt að því að ekki væm ísingarbútar þar sem ég fengi lendingarstað og fékk ég því bara nokkuð góða lendingu því ekki vantaði snjóinn. Aldeilis urðum við undrandi þegar við skoðuðum strekkið þó við ljós væri, myrkur var skollið á en við gátum ekki annað séð en að strekkið væri bara gott. Þetta varð til þess að okkur óx ásmegin og við hófum strax samsetningu á hinu slitinu. Höfðum við nú bara gaman af þeirri aðgerð en hún lukkaðist prýðilega enda við orðnir vanir menn. Tvennt man ég þó frá þessari aðgerð: Annað var það að vírinn sem við höfðum borið upp, sem hefur að líkindum verið um 40 metrar í hönk- inni, mátti ekki vera 20 sentimetrum styttri til að þessi síðasta samsetning tækist. Hitt var að hér var miklu hærra niður af vímum og grynnri snjórinn. Þegar mér hafði tekist að losa allt draslið af vímum lét ég mig síga niður af vímum þar til ég hékk á annarri hendi á vímum. Svo var ekki um annað að gera en láta sig gossa niður og búast við því versta en vona það besta sem varð, því óskaddaður komst ég frá þessu. Þegar hér var komið höfðum við Guð- mundur allt frá því að við lögðum af stað þurft að taka á öllu okkar, fyrst við að bera allan búnað á bakinu og komast upp fyrir 800 metrana í vondu veðri og mjög þungu göngu- færi. Þá vom átökin alveg stanslaus við alla framkvæmd verksins, þó alveg sérstaklega átökin við að rífa vírinn upp úr kafsnjó með ísingu sem var á við gilt kerlingarlæri. Ising var hjá línumönnum á þessum tíma mæld í viðmiðum sem byrjaði við það grennsta sem var meyjarökli en hið mesta duglegur kerl- 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.