Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 8

Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 8
Verðbólga hefur aukist um rúmlega sex pró- sent í Brasilíu birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Það sem er alvarlegt er að menn hafa beinlínis logið að almenningi í svörum sínum við ákalli okkar um úrbætur,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn (SÁS). Alma fékk nýlega af hent gögn frá dómsmálaráðuneytinu sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál skyldaði ráðuneytið til að veita sam­ tökunum aðgang að, eftir að beiðni um gögnin hafði verið neitað í mars. Um er að ræða gögn sem borist hafa ráðuneytinu frá rekstrar­ aðilum spilakassa hérlendis, er varða úrbætur og spilakort. Íslands­ spil, sem er í eigu Rauða krossins og Landsbjargar, og Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ), fara með rekstur spilakassa á Íslandi. Gögnin innihalda til að mynda minnisblað frá HHÍ til dómsmála­ og mannréttindaráðuneytisins, bréf HHÍ til innanríkisráðuneytisins og þrjú bréf frá Íslandsspilum til innanríkisráðuneytisins og innan­ ríkisráðherra ásamt minnisblaði. Gögnin eru frá árunum 2010­2013. „Í rauninni staðfesta þessi gögn það sem við höfum haldið fram,“ segir Alma. „Að rekstraraðilar spilakassa, sama hvort að það eru Íslandsspil eða Happdrætti Háskóla Íslands, hafa hvergi í opinberri umræðu eða formlega talað fyrir nokkrum úrbótum á rekstri spila­ kassa eða í spilakassaumhverfinu eins og það leggur sig, þrátt fyrir að hafa sagt annað,“ bætir Alma við. Með staðhæfingunni vísar Alma til þess að Þór Þorsteinsson, fyrr­ verandi formaður Landsbjargar, hafi sagt í viðtali á Bylgjunni 15. maí 2020 og 17. febrúar 2021, að Lands­ björg hafi verið í samtali við dóms­ málaráðuneytið varðandi úrbætur á spilakassamarkaði í á annan áratug. Þar hafi Þór meðal annars rætt um tillögu á notkun svokallaðra spila­ korta að norrænni fyrirmynd. Alma segi að í gögnunum, sem Fréttablaðið hefur einnig undir höndum, sé hvergi minnst á til­ lögur að úrbótum eða á spila­ kort af hálfu Landsbjargar. Einu breytingarnar sem um sé rætt í gögnunum, séu breytingar sem auki fjárhagslegan ávinning Lands­ bjargar af rekstri kassanna. „Þetta eru úrbætur sem lúta að því að þau geti grætt meiri peninga á spila­ fíklum,“ segir Alma. Í bréfi til innanríkisráðherra, sem dagsett er 12. júní 2012, óska Íslandsspil eftir heimild til sam­ tenginga á söfnunarkössum sínum. Í bréfi dagsettu 14. mars 2013 er óskað eftir heimild til að hækka vinninga í kössum Íslandsspila og til að hækka verð á hverjum leik. Sama ár óska Íslandsspil eftir laga­ breytingum sem feli í sér að þeim sé heimilt að selja happdrættismiða á netinu. Allar þessar aðgerðir segir Alma lúta að því að gera spilakassa enn hættulegri en þeir séu nú þegar. Segir Landsbjörg hafa logið að fólki Árið 2012 óskuðu Íslands- spil eftir sam- tengingu á spila- kössum sínum. Samtengingin hækkar vinn- ingspottinn fyrir spilara. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Formaður Samtaka áhuga­ fólks um spilafíkn, segir gögn sem hún hefur undir höndum sýna að Landsbjörg, sem fer meðal annarra með rekstur spilakassa hér á landi, hafi ekki talað fyrir úrbótum á spilakassamarkaði líkt og fyrrverandi formaður Lands­ bjargar hafi sagt. „Netspilun, samtenging kassa sem leiðir til hærri vinninga og hækkun á verði hvers leiks, eru ekki úrbætur á spilamarkaði. Það er grafalvarlegt mál og í rauninni er verið að óska eftir því að gera kassana enn hættu­ legri en þeir eru.“ Við vinnslu fréttarinnar hafði Fréttablaðið samband við Þór Þor­ steinsson sem vildi ekki tjá sig um málið. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segist geta staðfest það að Slysa­ varnafélagið Landsbjörg hafi rætt „þessi mál á fundum sínum við ráðu­ neytið.“ Í skriflegu svari Kristjáns við fyr­ irspurn Fréttablaðsins segir: „Félag­ ið sjálft hefur ekki verið í bréfaskrift­ um við ráðuneytið, heldur er það gert á vettvangi stjórnar Íslandsspila þar sem við eigum tvo fulltrúa.“ n HAFNARFJÖRÐUR Hjallahraun 4 NJARÐVÍK Fitjabraut 12 KÓPAVOGUR Smiðjuvegur 34 REYKJAVÍK Skútuvogur 2 ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ NEGLA TÍMANN FR ÁBÆR VER Ð Á DE K K J UM kristinnhaukur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Bæjarstjórnir Hafn­ arfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar hafa hafnað tillögum minnihluta um að útsvarsprósentan verði hækkuð upp í hámark, 14,52 pró­ sent, fyrir árið 2022. Verður pró­ sentan því áfram 14,48 prósent, eins og í Kópavogi. Kópavogsbær ákvað einnig að halda útsvarsprósentu sinni óbreyttri. Fjárhagsáætlana­ gerð hjá flestum sveitarfélögum er nú í fullum gangi. Flest sveitarfélög landsins hafa hámarksútsvarsprósentu en aðeins eitt á höfuðborgarsvæðinu, Reykja­ víkurborg. Garðabær og Seltjarnar­ nesbær hafa útsvarið í 13,7 pró­ sentum. Lágmarksprósentan er 12,44 prósent og eru aðeins fjögur mjög fámenn sveitarfélög í henni. Það eru Skorradalshreppur, Ásahreppur, Grímsnes­ og Grafningshreppur og Fljótsdalshreppur. Meðal stórra sveitarfélaga sem eru í löglegu hámarki eru Reykja­ nesbær, Akranesbær, Ísafjarðar­ bær, Skagafjörður, Akureyrarkaup­ staður, Norðurþing, Múlaþing og Árborg. n Hafna tillögum um hækkun á útsvarsprósentu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnhaukur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Síðan í lok árs 2019 hefur verðbólga á Íslandi aukist um rúmt eitt prósent vegna faraldursins. Þetta er lítið á alþjóðlegan mæli­ kvarða miðað við tölur frá OECD. Af ríkjum OECD hefur verðbólgan aukist mest í Brasilíu, eða um rúm­ lega 6 prósent. Í dag er verðbólgan aðeins hærri í tveimur ríkjum, Arg­ entínu 51,9 prósent og Tyrklandi 19,3 prósent. Tyrkland er einmitt það land sem hefur næst mesta hækkun í faraldrinum, en í Argentínu hefur orðið verðhjöðnun upp á 2 prósent. Á eftir Brasilíu og Tyrklandi koma Bandaríkin með nærri 4 prósenta hækkun. Í Danmörku, Noregi og Finnlandi hefur orðið meiri hækkun verðbólgu en á Íslandi, en af Norður­ löndunum hefur Svíþjóð komið skást út úr faraldrinum hvað þetta varðar. n Verðbólga aukist lítillega á Íslandi vegna faraldursins  lovisa@frettabladid.is COVID-19 Bólusetningarbíll Heilsu­ gæslu höfuðborgarsvæðisins fór í sínar fyrstu heimsóknir í gær á tvo vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri bólusetninga, Sig­ ríður Jóhanna Sigurðardóttir, telur fulla þörf á bílnum. Bæði er hægt að fá bólusetningu í bílnum og fræðslu um bólusetningu. Allir vinnustaðir og stofnanir geta pantað hann til sín á milli klukkan 10 og 15 alla virka daga. Sigríður Jóhanna segir að í bílnum verði aðallega leitast eftir því að hitta þau sem eru óbólusett. Boðið verður upp á bæði bóluefni Janssen og bóluefni Pfizer og fólk getur valið þeirra á milli. Fyrirtæki geta bókað heimsókn bólusetninga­ bílsins í síma 513­5000 eða á bolu­ setning@heilsugaeslan.is. Bólusetningarbíllinn farinn af stað Í bílnum verður í boði bóluefni frá Janssen og Pfizer. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verðbólgan hefur áhrif á vöruverð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 Fréttir 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.