Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 28

Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 28
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þetta er vissulega háleit hugsun en stenst því miður engan veg- inn svarta- föstudags- prófið. Nú er stefnan sett með græna planinu á efnahags- lega, félags- lega og umhverfis- lega sjálf- bæra Reykjavík. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Óvinirnir Dagarnir eru margir og stöðugt er verið að finna upp auka­ heiti á þeim. Einmitt þannig varð skyndilega til Dagur ein­ hleypra. Sá dagur virðist hafa verið sérstaklega hannaður í þeim tilgangi að bregða birtu inn í líf einhleypra. Líf sem af einhverjum ástæðum er f lokkað sem fremur einmanalegt, tíðindalítið og gleðisnautt. Stórfyrirtæki víða um heim eru iðin við að þefa uppi heppilega neytendur og þarna klikka þau ekki. Fyrirhafnarlítið bregða þau sér í líki fyrirtækis sem vill sýna samfélagslega ábyrgð og opinbera umhyggju sína gagnvart þessum afskipta hópi. Ekki verður það betur gert en með alls kyns lokkandi tilboðum þar sem veittur er ríflegur afsláttur. Og það bregst ekki að mikill fögnuður grípur um sig meðal einhleypra víða um heim, sem sanka að sér alls kyns hlutum sem þeir hafa svo sem ekki mikla þörf fyrir, en þeim er sagt að muni auðga fremur aumt líf þeirra. Sælan er svo löngu fokin út í veður og vind þegar næsti ein­ hleypingadagur rennur upp – og þá er um að gera að sanka að sér meira dóti á tilboðsverði. Annar dagur þessum líkur er í dag og þykir reyndar miklu merkilegri, því hann er ætlaður öllum. Þetta er svarti föstudagurinn – Black friday. Sá hluti heims sem býr við velmegun gleymir sér í æðisgengnu kaupæði þennan dag. Eiginlega er ekkert svo ómerki­ legt að ekki sé ástæða til að kaupa það í dag með 20 til 70 prósenta afslætti. Á undanförnum mánuðum hafa hinir jákvæðu í þessum heimi, í sönnum Pollý­ önnu­ anda, spurt hvað við getum lært af Covid og svarað sjálfum sér: „Nægjusemi og mikilvægi einfaldara lífs en við lifðum áður.“ Þetta er vissulega háleit hugsun en stenst því miður engan veginn svarta­föstudags­ prófið. ■ Meira dót Vissulega er mikilvægt að minna á mikilvægi bólusetninga á Covid­tímum, en ákafinn má ekki verða svo mikill að hann breytist í andúð á óbólusettum og hræðslu við þá. Það örlar á þessari hneigð nú um stundir og hún getur orðið að blossandi hatri, gæti menn ekki að sér. Stjórnvöld, sóttvarnayfirvöld, og einnig forseti Íslands, bera þarna ábyrgð og eiga að vita að engan veginn er réttlætanlegt að gera óbólusetta að óvinum. ■ Á þessu kjörtímabili hafa árlega risið að meðaltali yfir þúsund íbúðir í Reykjavík. Íbúðir af öllum stærðum og gerðum, fyrir fólk á öllum aldri og í öllum tekju­ hópum, enda hafa 12 þúsund nýir íbúar sest að í Reykjavík frá árinu 2017. Nýjustu tölur segja okkur að í uppbyggingu séu nú um 2.700 íbúðir og yfir 9.000 í skipulagsferli. Meirihluti borgarstjórnar hefur sett markið á sjálfbæra og kolefnishlutlausa borg fyrir alla, með iðandi mannlífi í fjölbreyttum hverfum með verslun og þjónustu í göngufæri og öflugum almenn­ ingssamgöngum og hjólastígum. Til að ná því markmiði er ekki nóg að tryggja framboð af ódýrum lóðum, því markaðurinn mun ekki tryggja að í borginni rísi fjölbreyttir húsnæðis­ kostir í félagslega blönduðum hverfum. Þess vegna skiptir skipulag borga svo miklu máli og samstarf við uppbyggingaraðila, meðal annars óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Húsnæði fyrir öll Félagsbústaðir, óhagnaðardrifið leigufélag í eigu Reykjavíkurborgar, á nú tæplega 3.000 leiguíbúðir víðs vegar um borgina. Þær standa fjölskyldum og ein­ staklingum undir tilteknum eigna­ og tekjumörkum til boða, auk þjónustuíbúða og leiguíbúða fyrir fatlað fólk. Íbúðum í eignasafni hefur fjölgað um 300 á þessu kjörtímabili og fækkað hefur um 40 prósent á biðlista. Úthlutað hefur verið um 500 íbúðum til tekjulágra, 200 þjónustuíbúðum fyrir aldraða, 190 fyrir fatlaða og 100 fyrir heimilislaust fólk. Í Reykjavík búa í dag 420 ein­ staklingar í húsnæði fyrir fatlað fólk, en of mörg bíða og því er hafin endurskoðun á uppbyggingar áætlun. Samfylkingin lofaði því í kosningum 2014 að fram­ kvæmdir myndu hefjast við 2.500 til 3.000 íbúðir innan þriggja til fimm ára. Það gekk sannarlega eftir en 2017 voru hafnar byggingaframkvæmdir við 3.400 íbúðir. Nú er stefnan sett með græna planinu á efnahags­ lega, félagslega og umhverfislega sjálfbæra Reykjavík. Uppbyggingu þéttrar borgar með sjálfbær hverfi sem stuðla að bættum lífsgæðum og lífskjörum okkar allra. Förum þangað saman! ■ Heima í grænni borg Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingar­ innar teogkaff i . is 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VEFVERSLUN SVARTUR FÖSTUDAGUR arib@frettabladid.is Ferðagjöfin kemur í kvöld! Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett, ekki nein köll því áðan barst frétt: Ferðagjöfin kemur í kvöld! Þú færð frítt drasl á N1 og bensín á bíl, ef þú gleymir appinu fram á síð­ asta dag. Ferðagjöfin kemur í kvöld! Appið sér þig er þú sefur, sér þig klósettinu á. Og segir ráðherra hvað þú gerir, veistu' af því. Með gjafabréf á veitingastað sem allir hafa fattað, Flyover, bjór, en engir skór. Nú hlustum við öll svo hýrleg og sett, það verður ekki svikið þó ráðherra segi ekki mikið: Ferðagjöfin kemur í kvöld! Stóra samsærið Stóra samsæri íhaldsmanna í Norðvesturkjördæmi, að rugla Pírata svo mikið í ríminu að þeir komist aldrei í að skoða fjárlögin, hefur rækilega gengið upp. Við hefur bæst að stuðningsmenn þeirra, sem töldu á tímabili þriðjung þjóðarinnar, hafa misst alla trú á lýðræðinu, sem þýðir að það þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim framar. Var skálað í botn í bæði Valhöll og Kaup­ félaginu þegar einn Píratinn mætti með tillögu um að fella sjálfan sig af þingi og skildi ekkert þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að styðja eigin tillögu. ■ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.