Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 32

Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 32
Það er skammar- legt hve lítinn þátt karlar hafa tekið í umræðunni hingað til og leggja þarf áherslu á mikilvægi þess að karlar séu virkir bandamenn kvenna í baráttunni. Hvers vegna er þetta vilja- og getuleysi stjórnmála- manna og yfirvalda hér á landi, sem hafa stýrt okkar heilbrigðis- málum áratugum saman? Það er mikið ánægjuefni, að eftir langa bið liggur nú fyrir álit skim- unarráðs, landlæknis og velferðar- ráðuneytisins, varðandi skimun eftir krabbameini í ristli og enda- þarmi. Hins vegar, þrátt fyrir langa bið, kemur fátt á óvart í því áliti og lítið nýtt á nálinni (landl ). Ítrekaðar ábendingar Mikilvægi slíkrar skimunar, skim- unarrannsókna, skráning upp- lýsinga og eftirfylgni, hefur verið til umræðu hér á landi í meira en þrjá áratugi eða allt frá árinu 1986. Yfir- lýsingar og loforð nú um fjármagn til undirbúnings verkefnisins, segir lítið í ljósi fyrri reynslu. Það hefur aðeins vantað vilja heilbrigðisyfir- valda á hverjum tíma til að taka af skarið, veita fé til undirbúnings og hefja aðgerðir. Að sannfæra heilbrigðisyfirvöld Síðustu þrjá áratugi hafa margar blaðagreinar verið birtar hér á landi um ristilkrabbamein. Þá hafa fyrirlestrar verið f luttir fyrir almenning og fagfundir haldnir með erlendu m f y r irlesu r u m. Þannig hefur ítarleg grein verið gerð fyrir stöðu skimana víða í nágrannalöndum okkar. Til margra ára hefur fagfólk hér á landi, að eigin frumkvæði, fylgst með þróun mála á þessu sviði víða um heim og eytt ómældum tíma í að kynna sér stöðu og þróun skimana. Tilgang- urinn hefur verið aðeins einn, að sannfæra stjórnmálamenn okkar og heilbrigðisyfirvöld um, að mark- viss og vel skipulögð skimun eftir þessu krabbameini kemur í veg fyrir ótímabær dauðsföll og þján- ingar. Því miður hefur það ekki tekist fram að þessu og dánartíðni vegna þessa krabbameins hefur því lítð breyst, mynd 1. Sparnaður og greinargerðir Flestum er ljóst að skimun eftir ristilkrabbameini hefur mikinn fjárhagslegan sparnað í för með sér fyrir þjóðfélagið. Ef litið er til niður- stöðu Krabbameinsskrár Íslands, hefur nýgengi þessa krabbameins aukist um 30% síðasta áratuginn, enda engar skipulagðar aðgerðir verið fyrir hendi. Þetta má glögglega sjá á línu- ritinu hér til hliðar, og áhugavert að nýgengi (greind tilfelli á ári) hjá konum hefur verið að aukast síð- ustu fimm árin. Skýrslur og greinargerðir Fimm ítarlegar skýrslur hafa verið Skipulögð skimun er löngu tímabær Ásgeir Theodórs læknir birtar um slíka skimun hér á landi. Þar er fjallað um aðferðir, fyrir- komulag, kostnað og árangur, auk kostnaðarvirkni (cost-effective- ness) verkefnisins. Fyrsta skýrslan var unnin af Hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2000, eða fyrir rúmlega 20 árum síðan fyrir tilstilli „Vitund- arvakningar um ristilkrabbamein“. Að þessu verkefni stóð hópur fag-og áhugafólks, sem taldi brýnt að berj- ast gegn þessum vágesti með slag- orðunum „forvörn er fyrirhyggja“. Árið 2015 var annar hópur fag- fólks að verki undir heitinu „Ristil- skimun“. Í þeim hópi var fagfólk sem mest hafði fjallað um skimun eftir ristilkrabbameini á undanförnum mörgum árum og komið að tillögu- gerð um skimun eftir þessu krabba- meini, með einum eða öðrum hætti, síðustu áratugi hér á landi. Ítarleg umræða var í þessum hópi um þróun skimunaraðferða. tilgang skimunar og möguleika okkar á að beita bestu mögulegri aðferð (ristil- speglun), sem aðrar þjóðir gátu ekki framkvæmt. Á grundvelli umræðu í þessum hópi var gerð skýrsla „Skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi á Íslandi“, þar sem höfundar reiknuðu út m.a.hversu Af 1 00 .0 00 20 0 1960 1970 1980 1990 2000 2010 n Karlar n Konur Dánartíðni (aldursstaðlað, W) 1959-2019 Af 1 00 .0 00 40 20 0 1960 1970 1980 1990 2000 2010 n Karlar n Konur Nýgengi (aldursstaðlað, W) 1959-2019 Krabbamein í ristli og endaþarmi 2015 -2060 Fjöldi krabbameina Fjöldi krabbameina Án skimunar Kostnaður Sparnaður verður á 45 árum: 53.5 milljarðar 2015 2060 20602015 Með skimun 135 milljarðarÓbreyttur fjöldi krabbameina í ristli og endaþarmi Óbreyttur fjöldi krabbameina í ristli og endaþarmi Fjölgun krabbameina Engin fjölgun krabbameina Skimun 135 milljarðar 67,5 milljarðar 13,5 milljarðar mikla fjármuni mætti spara til árs- ins 2060 með skimun. Þar voru jafn- framt tillögur um sérstaka Skim- unarstöð, sem myndi hýsa allar skimanir (brjósta, leghálskrabba- mein auk ristilkrabbameins o.f l.) framkvæmdar á Íslandi. Ekki hefur verið áhugi fyrir þessari hugmynd hjá heilbrigðisyfirvöldum. Staða okkar er slæm Í mörg ár hafa nær öll lönd í Evr- ópu sýnt skimun eftir ristilkrabba- meini verðugan áhuga og skilning. Þar hefur fagfólk verið hvatt til rannsókna á þessu sviði og veitt hefur verið fé til undirbúnings, sem gjarnan tekur mörg ár. Flest hafa líka hafið skimun eftir þessu krabbameini. Lítið hefur farið fyrir slíkri hvatningu hér á landi enda staða okkar nú slæm. Hér á landi hefur óskipulögð skimun með ristil- speglun verið eingöngu í boði fyrir fólkið í landinu en það hefur fyrst og fremst verið fyrir atorku meltingar- lækna. Markmið skimunar Markmiðið er að fækka þeim sem greinast með slíkt mein og fækka þeim sem deyja af völdum krabba- meina í ristli og endaþarmi. Þá er almennt viðurkennt að ristil- speglun er besta rannsóknin til að greina forstigið og forða því að krabbamein myndist (lækka nýgengi). Fortölur og andstaða við þessa rannsóknaraðferð, sem þó er talin áhrifaríkust (gold standard), hefur staðið í vegi fyrir f leiri rann- sóknum og betri árangri skimana með þessari aðferð hér á landi. Skimun hjá einkennalausu fólki er mikið vandaverk og verður að undirbúa af kostgæfni. Fram- kvæmdin verður að vera vel skipu- lögð, markviss og með stöðugu gæðaeftirliti, öruggri eftirfylgni og reglubundinni fræðslu. Í þessu ferli er ristilspeglun lykillinn að árang- ursríkri skimun eftir þessu krabba- meini og forstigum þess. Löngu tímabær Skipulögð skimun á Íslandi er löngu tímabær. Þannig fækkum við tilfell- um og dauðsföllum vegna krabba- meins í ristli og endaþarmi, en það hafa heilbrigðisyfirvöld í lang- flestum löndum í Evrópu, Banda- ríkjunum og Asíu viðurkennt. Hvers vegna er þetta vilja- og getuleysi stjórnmálamanna og yfirvalda hér á landi, sem hafa stýrt okkar heil- brigðismálum áratugum saman? Veit einhver svarið? n Í skugga heimsfaraldursins sem hefur geisað um hnöttinn í tæp tvö ár, hefur kraumað annar faraldur undir niðri. Tölur um heimilisof- beldi hafa risið gífurlega síðast- liðið ár og margar konur sem nú þegar voru í viðkvæmri stöðu eru í margfalt verri aðstæðum í útgöngu- banni margra landa. Nýlega var farið að talað um faraldur byrlana á skemmtistöðum miðbæjarins og í nýrri bylgju #MeToo hreyfingarinn- ar hefur umræðan um það of beldi sem konur búa við opnast á ný og er meira áberandi en nokkurntíma fyrr. Milljónir kvenna á öllum aldri hafa stigið fram og lýst ofbeldi sem konur um allan heim upplifa dag- lega, allt frá stanslausu áreiti og kynferðislegum athugasemdum, til annarra kynferðisbrota og ofbeldis í nánum samböndum. Allt of lengi hefur þessi umræða verið töluð fyrir tómum eyrum og okkur sem samfélagi hefur mis- tekist að bregðast við þessu risa- vaxna vandamáli sem við stöndum frammi fyrir. Ábyrgðinni hefur endurtekið verið varpað til baka á konur og manni er hugsað til kald- hæðnislegra frasa sem birtust á hliðum strætisvagna fyrir nokkrum árum, í herferð sem gagnrýndi ein- mitt þetta. Konur þurfa bara að vera duglegri að láta í sér heyra, ...passa að vera ekki einar á ferð, … passa að klæða sig sómasamlega. Hvenær ætlum við að átta okkur á að of beldi gegn konum er ekki á ábyrgð kvenna? Með því að varpa ábyrgðinni endurtekið aftur til þeirra sem verða fyrir of beldinu erum við að samþykkja það og leyfa því að viðgangast. Eina leiðin til að berjast gegn of beldi er að ráðast að rótinni; samfélagi og viðhorfum sem afsaka of beldishegðun og það sem verra er, neitar oft á tíðum að horfast í augu við hana sem veruleika. Það þarf að bregðast við, ekki bara eftir að ofbeldi hefur átt sér stað, heldur að fyrirbyggja að það gerist, til að byrja með. Það kallar á það að við byrjum fyrr að fræða ungmenni um málefni eins og samþykki, líkamlegt og andlegt ofbeldi og að þekkja rauð flögg í hegðun fólks í kring, sem og í eigin hegðun. Þetta þarf að gerast fyrr og af mun meiri krafti en hefur verið, en til dæmis er hægt ná til sem flestra í gegnum skólakerfið. Hægt væri að gera fög eins og kynjafræði að skyldufagi í menntaskólum og grunnskólum og hafa fræðslu sem hluta af íþrótta- og tómstundastarfi ungmenna. Stígamót hafa staðið fyrir frábæru margþættu átaki sem snýr að þessu, svo sem Sjúk ást og það verður að styðja við og byggja upp f leiri slík. Hugmyndafræði ofbeldis- og nauðgunarmenningar er orðin svo gífurlega rótgróin, að við verðum að leggja aukinn kraft í að yfirgnæfa hana með fræðslu og samræðum á móti, áður en slík viðhorf ná að festa sig, ómeðvitað, í hugum ungmenna. Hér þurfa karl- menn að vera miklu meira áberandi í umræðunni en áður, taka skýra afstöðu gegn of beldi, sýna konum samstöðu og viðurkenna og ræða eigin forréttindastöðu. Í því felst að tala um þessi mál við karlkyns vini og fjölskyldumeðlimi og þora að stíga inn í óþægilegar aðstæður til að stoppa óviðeigandi ummæli og ofbeldishegðun gegn konum. Það er skammarlegt hve lítinn þátt karlar hafa tekið í umræðunni hingað til og leggja þarf áherslu á mikilvægi þess að karlar séu virkir banda- menn kvenna í baráttunni. Þegar kemur að kynbundnu of beldi er ekkert til sem heitir að taka ekki afstöðu, ef þú ert ekki skýrt á móti ofbeldinu ertu að taka afstöðu með því. Það er mikilvægt að eiga þessar samræður snemma og hvetja ungl- inga til ræða um eigin sambönd og samskipti og hvað sé eðlileg hegðun og hvað ekki. Að lokum þurfum við að leggja áherslu á það að konur eiga ekki, og geta ekki, barist fyrir þessu einar. Til þess að binda enda á kynbundið of beldi verðum við öll að vinna saman. Þetta er mál sem kemur okkur öllum við og nú þurfum við að taka höndum saman og segja: Nóg komið!! n Hefjum umræðuna um kynbundið ofbeldi snemma Hlynur Bjarnason verkefnastjóri Jafningjafræðslu Hins hússins 30 Skoðun 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFréttablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.