Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 34

Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 34
Lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi 2019 og frá ársbyrjun 2021 hefur staðið til boða hlutlaus kynskrán- ing í þjóðskrá. Það vantar þó upp á innleiðingu laganna með uppfærslu reglugerða svo að lögin hafi tilætluð áhrif og verði eitthvað meira en fögur orð á blaði. Enn er stofnunum og vinnustöðum af ákveðinni stærð til dæmis meinað að gera salernis- aðstöðu sína kynhlutlausa, því sam- kvæmt reglugerðum verða salerni að vera kyngreind. Þetta er þrátt fyrir fjölda fyrirspurna og ákall frá meðal annars Reykjavíkurborg, stúdentahreyfingunni, frá hags- munasamtökum hinsegin fólks og innan þingmannaliðsins. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur til að mynda verið með breyt- ingar á reglugerð varðandi almenn- ingssalerni í vinnslu í langan tíma en félags- og barnamálaráðherra virðist lítið ætla að gera varðandi reglur um vinnustaði. Þá ber for- sætisráðherra heildarábyrgð á inn- leiðingu laga um kynrænt sjálfræði samhliða jafnréttismálunum. Það er löngu orðið tímabært að uppfæra reglugerðir í samræmi við breytta tíma og ný lög sem þegar gera ráð fyrir f leiri kynjum en kynjatví- hyggjan gerir. Um þessar mundir standa yfir ríkisstjórnarmyndunarviðræður og vilja undirrituð hvetja til þess að það verði ávarpað í stjórnarsátt- mála að lög um kynrænt sjálfræði verði að fullu innleidd. Það skiptir máli að aukin réttindavernd skili sér í því sem mætir fólki á hverjum degi og hefur því umfangsmikil áhrif á lífsgæði. Reykjavíkurborg, stúdentahreyf- ingin og hagsmunasamtök hinsegin fólks hafa beitt sér fyrir því að þess- um reglugerðum verði breytt svo að starfsfólk, nemendur og íbúar af öllum kynjum upplifi sig velkomin innan háskóla- og borgarsamfélags- ins. Ókyngreind salerni eru mikil- væg rými fyrir breiðan hóp fólks, sem hefur kyntjáningu sem skarast á við samfélagsleg viðmið, hvort sem manneskjan er trans, intersex, kynsegin eða sískynja. Hinsegin fólk með ódæmigerða kyntjáningu mætir mikilli hliðvörslu í kynjuðum rýmum sem gera aðeins ráð fyrir kvenkyni og karlkyni. Það birtist meðal annars í formi öráreitni og fordóma. Kynjuðu rýmin eru óör- ugg rými fyrir margt hinsegin fólk. Það er okkar ósk að geta boðið upp á ókyngreind salerni og að þau verði ætíð viðmiðið. Til þess að svo megi verða þarf að bregðast við þessum óskum tafarlaust. Hugmyndir og skilaboð sem ríkið setur fram skipta máli og þegar jafn framsækin og mikilvæg lög og lög um kynrænt sjálfræði eru líta dagsins ljós þá skiptir máli að hug- myndafræðin og þekkingin sem að baki þeim búa hafi raunveruleg áhrif; á aðra löggjöf, á reglugerðir, á umhverfi og skipulag og daglegt líf þeirra sem lögin snerta. Ríkis- stjórnin má ekki vanmeta áhrif sín á þessum sviðum, en í raun komumst við undirrituð ekki lengra í því að bæta stöðu trans fólks og intersex fólks í ákveðnum málum án þess að fá grænt ljós frá ríkisstjórninni. Við óskum hér með eftir þessu græna ljósi og beinum sjónum okkar sér- staklega að umhverfis- og auðlind- aráðherra, félags- og barnamála- ráðherra og forsætisráðherra sem bera beina ábyrgð á ofangreindum reglugerðum og svo málaflokknum í heild sinni. Í framhaldinu munu undirrituð óska eftir samtali við viðeigandi ráðuneyti um nauðsynlegar úrbæt- ur. n Opið bréf til ríkisstjórnarinnar Vikum saman hefur þingmanna- nefnd haft það verkefni að rannsaka framkvæmd kosninga í Norðvestur- kjördæmi. Gerir hún það í kjölfar bókunar landskjörstjórnar þar sem fram kom að ekki lægju fyrir upp- lýsingar um fullnægjandi meðferð kjörgagna í kjördæminu. Sú sögu- lega bókun undirstrikar alvarleika málsins. Rannsókn þingsins hefur því ekki varðað það hvort frávik hafi verið á reglum heldur hversu alvar- leg brotin voru. Ótrúleg hringekja sem fór af stað eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi og áhrifin sem hún hafði á önnur kjördæmi undir- strika gallana í kosningakerfi okkar. Fimm þingmenn duttu út og fimm aðrir náðu kjöri. Sem stendur snýst álitaefnið um þessi vinnubrögð. Til lengri tíma litið varðar málið sjálft regluverkið um kosningar til þings. Eftir alþingiskosningarnar 2013, 2016, 2017 og aftur í ár var styrkur flokka á þingi ekki í samræmi við fylgi þeirra. Ákveðnir flokkar hafa í gegnum tíðina fengið fleiri þing- menn kjörna en atkvæðafjöldi raunverulega tryggði þeim. Það felur einfaldlega í sér að þingið endur- speglar ekki að fullu vilja kjósenda. Í umræðu um framkvæmd kosninga í NV hefur verið rætt um rétt kjósenda til að vilji hans fái að koma fram með atkvæði hans og jafnframt rétt kjós- enda að geta treyst framkvæmd og niðurstöðum kosninga. Í regluverki okkar í dag er til staðar innbyggð skekkja, sem fer gegn þessum grund- vallarmarkmiðum. Réttur kjósand- ans er ekki að fullu virtur, því sumir kjósendur búa við þann veruleika að atkvæði þeirra telur til hálfs. Það er sömuleiðis ekki til þess fallið að auka traust kjósenda til kerfisins að þeir geti gert ráð fyrir að flokkar fái fleiri þingmenn en atkvæðin tryggðu þeim. Margir furða sig á hvers vegna þessi skekkja um vægi atkvæða hefur ekki verið leiðrétt af hálfu þingsins. Tillaga í þá veruna var hins vegar á dagskrá þingsins í vor. Þegar þingið ræddi frumvarp til nýrra kosninga- laga var ég í hópi þriggja þingmanna sem lagði fram breytingartillögu til þess að taka á þessu ójafnvægi. Breytingartillagan var felld af þing- mönnum Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks, Vinstri grænna og Miðflokks. Hverjar voru tillögurnar? Tillögurnar voru annars vegar um fjölgun jöfnunarsæta til að tryggja að flokkar fengju þingmenn í sem mestu samræmi við fjölda atkvæða og hins vegar vegar um jöfnun atkvæðavægis milli kjördæma til að stuðla að auknu jafnrétti milli kjós- enda. Jafnt vægi atkvæða eftir búsetu telst mannréttindamál að mati Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Feneyjanefndar. Skipting landa í kjördæmi gerir hins vegar að verkum að vægi atkvæða verður aldrei hnífjafnt og það er heldur ekki markmiðið. Sanngirnisspurningin snýst um það hversu miklu má muna svo það brjóti ekki gegn mannrétt- indum fólks. Talið hefur verið að misvægi milli kjördæma geti verið um 10-15%. Hér er munurinn hins vegar næstum 100% þar sem hann er mestur. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að styrkur þingflokka sé í sam- ræmi við fylgi þeirra í landinu og það er síðan hlutverk Alþingis að útfæra þetta markmið í kosningalögum. Að meirihluti Alþingis kjósi að gera það ekki felur í sér alvarlega vanvirðingu við stjórnarskrá. Umræða á villigötum Umræða um jafnt vægi atkvæða er viðkvæm. Mikilvægt er að hafa í huga að þessi umræða snýst um tvennt, jafnt vægi f lokka og atkvæðavægi kjósenda. Stundum er talað eins og fullur jöfnuður eftir búsetu myndi þýða að allir þingmenn landsins kæmu af Suðvesturhorninu. Slík nið- urstaða væri í mínum huga óverjandi einmitt með tilliti til mannréttinda- sjónarmiða. Stjórnarskráin mælir enda fyrir um að hvert kjördæmi skuli eiga að minnsta kosti sex kjör- dæmakjörna þingmenn. Stjórnar- skráin ver því öll kjördæmi landsins með þeim hætti að þau munu aldr- ei eiga færri þingmenn en sem því nemur. Ójafnvægi atkvæða er sem stendur meira en 100% á milli Suð- vesturkjördæmis og Norðvesturkjör- dæmis. Fyrir næstu kosningar verður þingmönnum Norðvestur fækkað í sjö í samræmi við stjórnarskrá. Yrði farið í að jafna leikinn að fullu innan ramma stjórnarskrár yrðu þingmenn Norðvestur sex talsins og gætu aldrei orðið færri en svo. Þeim myndi fækka um einn til viðbótar. Það er hægt að jafna leikinn með tilliti til búsetu með fremur einföld- um breytingum á kosningalögum, svo kjósendur búi ekki við jafn mikið ójafnrétti. Ákvæði stjórnarskrár um 6 þingmenn að lágmarki tryggir öllum kjördæmum landsins kjör- dæmakjörna þingmenn. Í vor höfn- uðu ríkisstjórnarflokkarnir tillögum um að auka jafnrétti í þessu veruna. Og vilji kjósenda er enn ekki að öllu leyti virtur við úthlutun þingsæta til f lokkanna. Á sama tíma og það er brýnt að rannsaka framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjör- dæmi þá er ekki síður brýnt að taka kosningakerfið til gagngerrar endur- skoðunar. Með það fyrir augum að tryggja jafnt atkvæðavægi og lýð- ræðislegan rétt kjósenda. n Réttur kjósandans til að velja Q - félag hinsegin stúdenta Stúdentaráð Háskóla Íslands Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands Femínistafélag Háskóla Íslands Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýð- ræðisráð Reykjavíkur Samtökin ‘78 Trans Ísland Að koma í veg fyrir og bregðast við hvers kyns kynbundnu ofbeldi er ein lykilskuldbindinga Bandaríkja- stjórnar að því er varðar að efla lýð- ræði, festa mannréttindi í sessi og auka jafnrétti kynjanna. Allt frá því að ég tók við stöðu Chargé d’Affaires (starfandi sendiherra Bandaríkj- anna) síðastliðinn júní hef ég leitast við að byggja á og dýpka sameigin- legar skuldbindingar Bandaríkjanna og Íslands á sviði mannréttinda, þá einkum réttinda kvenna og stúlkna í víðtækum skilningi. Í mínum huga eru þessi gildi ein af grunnstoðum þeirra nánu tengsla sem eru milli þessara tveggja þjóða og ég fagna því að ríkisstjórn Íslands og íslenska þjóðin skuli leggja jafnríka áherslu á að auka jafnrétti og binda enda á kynbundið ofbeldi og raun ber vitni. Dagana 25. nóvember til 10. des- ember munu Bandaríkin og Ísland, ásamt fjölda annarra landa og ýmsum samtökum innan alþjóða- samfélagsins sem deila þessum við- horfum, standa fyrir sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Fleiri en ein af hverjum þremur konum verða fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni, yfirleitt af hendi maka síns. Fatlaðar konur eru fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en aðrar konur. Í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins hafa konur og stúlkur um heim allan staðið frammi fyrir aukningu á kynbundnu ofbeldi, sem rekja má til efnahagslegs óör- yggis, lokana og takmarkana á ferðafrelsi. Við ættum öll að nota þetta tækifæri til að viðurkenna það veigamikla starf sem aðgerðasinnar, félagsráðgjafar og almennir borgarar hafa innt af hendi. Eitt af mínum fyrstu embættis- verkum sem Chargé d’Affaires var heimsókn í Bjarkarhlíð, sem er mið- stöð þar sem þolendum of beldis á höfuðborgarsvæðinu er veittur stuðningur og hjálp. Bjarkarhlíð veit- ir einnig mikilvæga þjónustu á sviði forvarna gegn mansali. Ég hreifst mjög af því krefjandi en gífurlega mikilvæga starfi sem starfsfólkið og sjálfboðaliðar í Bjarkarhlíð sinna. Þetta fólk verðskuldar bæði virðingu okkar og þakkir. Til allrar hamingju eru fleiri á vaktinni. Á Íslandi eru nú starfrækt fjölmörg samtök, svo sem Rauði krossinn, Stígamót og Samtök- in ’78, sem vinna dag og nótt að því að styðja konur, stúlkur og LGBTQI+ fólk og koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. Það er aðdáunarvert hversu fjölbreyttar leiðir íslensk stjórnvöld og íslenskt samfélag nýta sér til að efla í sameiningu slíkar stofnanir og hlúa að þeim. Bandaríkin vinna einnig að því að tryggja eftirlif- endum ofbeldis og þeim sem eiga á hættu að verða fyrir kynbundnu of beldi aðgang að nauðsynlegum stuðningi og þjónustu, meðal ann- ars með átaksverkefnum eins og Voices Against Violence Initiative. Í sameiningu getum við og eigum að styðja, enn sem fyrr, samtök eins og Bjarkarhlíð, í stórum sem smáum samfélögum um heim allan. Kvenréttindi eru mannréttindi. Mér er sönn ánægja að greina frá því að heima í Bandaríkjunum hefur Biden/Harris-stjórnin nú gefið út fyrstu landsbundnu stefnuna í sögu Bandaríkjanna um valdeflingu kvenna, stúlkna og LGBTQI+ fólks, bæði í Bandaríkjunum og um heim allan. Eins og utanríkisráðherrann Antony Blinken hefur lagt áherslu á krefjast slíkar framfarir þess að við tökum af festu á mismunun, kerfis- lægum hindrunum og mannrétt- indabrotum, sem hafa allt of lengi hindrað fulla valdeflingu kvenna og stúlkna um víða veröld. Jafnræði og jafnrétti kynjanna er ekki aðeins mannréttindamál og réttlætismál, heldur stuðlar einnig að ef lingu réttarríkisins, aukinni ábyrgð, rétt- læti, bættum úrlausnum ágreinings og hagvexti án aðgreiningar. Þetta eru meginreglur sem við verðum að fylgja eftir í verki þegar við „build back better“, í kjölfar alþjóðlegra áskorana á borð við loftslagsvand- ann, neyðarástand í mannúðar- málum og Covid-19 heimsfaraldur- inn. n Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Michelle Yerkin starfandi sendi- herra Bandaríkj- anna á Íslandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Við- reisnar Það er hægt að jafna leik- inn með tilliti til búsetu með fremur einföldum breytingum á kosninga- lögum, svo kjósendur búi ekki við jafn mikið ójafnrétti. Enn er stofnunum og vinnustöðum af ákveðinni stærð til dæmis meinað að gera salernisaðstöðu sína kynhlutlausa, því sam- kvæmt reglugerðum verða salerni að vera kyngreind. 32 Skoðun 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRéttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.