Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.11.2021, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 26.11.2021, Qupperneq 41
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 26. nóvember 2021 Sigrún Lilja fór ung út í rekstur, þá á vörumerkinu Gyðja Collection. Í dag rekur hún farsæla líkamsmeðferðarstofu, The House of Beauty. Árangur viðskipta- vina með líkamlegt útlit og vellíðan er ótrúlegur. Fréttablaðið/Eyþór Enginn afsláttur af árangri Sigrún fór 24 ára út í rekstur Gyðja Collection. „Ég var ung og frekar blaut á bak við eyrun. Þó má segja að það hafi gengið nokkuð vel. Svo dundu á nokkur alvarlegri högg. Meðal annars komu upp veikindi hjá mér sem leiddi til þess að ég varð óvinnufær og þurfti að setja heilsuna í forgang. Ég gerði allt sem ég gat sjálf til að ná upp heilsu á sem náttúru- legastan og öflugastan hátt. Meðal annars kynntist ég líkamsmeð- ferðum sem við bjóðum upp á í dag hjá The House of Beauty. Í dag er ég þakklát fyrir að vera heilsuhraust og á það meðal annars líkamsmeð- ferðunum okkar að þakka,“ segir Sigrún. „Fyrir þremur og hálfu ári keyptum við maðurinn minn líkamsmeðferðartæki af lítilli stofu, en eigendur voru að selja stofuna. Við þróuðum konseptið og bættum við meðferðartækjum. Til varð líkamsmeðferðarstofan The House of Beauty. Við vildum ekki fara út í hefðbundinn snyrtistofurekstur heldur sérhæfa okkur í áhrifaríkum líkamsmeðferðum. Til er fjöldi flottra snyrtistofa en minna er um það sem við erum að bjóða upp á.“ Einstök meðferðarstofa „Ég lærði ýmislegt af því að eiga mitt eigið merki, bæði hvað á að gera en líka hvað á ekki að gera,“ segir hún og hlær. „Ég ákvað að einbeita mér að rekstrinum og ráða til mín meðferðaraðila sem sæju um meðferðirnar. Í dag vinnur með mér ómetanlegt starfsfólk sem býr orðið yfir mikilli reynslu og þekk- ingu. Þær eru átta talsins og erum við að ná ótrúlegum árangri með viðskiptavinum okkar. Ég legg líka mikið upp úr endurmenntun og stöðugri þjálfun. Þannig náum við að vera með puttann á púlsinum í þeirri hröðu þróun sem á sér stað í þessum geira í dag. Margir glíma við staðbundin vandamál sem ræktin hefur ekki verið að vinna fyllilega á. Okkar sérstaða eru líkamsmeðferðir án inngripa; án þess að leggjast undir hnífinn. Við höfum náð frábærum árangri með ákveðin vandamál eins og svuntu á kvið eftir barns- burð eða þyngdartap, uppbyggingu á rassvöðvum, kviði, upphand- leggjum og fleiru.“ Okkar hagur að viðskiptavinur sé sáttur Starfsfólk The House of Beauty hefur hlotið mikla þjálfun svo að viðskiptavinur fái ávallt sambæri- lega meðferð óháð því hver á stof- unni veitir hana. „Fólk er með ýmis sérhæfð vandamál sem það vill vinna í hjá sjálfu sér. Við bjóðum upp á fría mælingu og ráðgjöf án allra skuldbindinga. Við bendum á hvaða meðferðir geti verið áhrifa- ríkastar og mælum með meðferðar- pökkum ef þarf. Meðferðirnar eru áhrifaríkar einar og sér, en saman hafa þær ótrúleg áhrif. Öllum meðferðarpökkum og kortum má skipta út enda er árangur afar persónubundinn. Það er enda okkar hagur að viðskipta- vinur gangi sáttur út af stofunni okkar.“ Lipomassage Silklight – sú allra vinsælasta „Ein af okkar allra vinsælustu meðferðum frá upphafi er án efa Lipomassage, sem er ein öflugasta sogæðameðferð sem þú kemst í. Fyrir utan að hafa gríðarlega öflug áhrif á mótun líkama, búa til það sem við köllum „sokkabuxnaáferð“ og vinna á appelsínuhúð, á bjúg- söfnun og á staðbundinni fitu, þá er þetta meðferð sem mjög margir kjósa að koma í til að halda niðri verkjum til dæmis vegna gigtar eða stoðkerfisvandamála. Meðferðin tekur 40 mínútur. Viðskiptavinurinn klæðir sig í sérstakan galla og er allur Sigrúnu Guðjónsdóttur þekkja margir sem stofnanda Gyðja Collection. Í dag rekur hún líkamsmeðferðarstöðina The House of Beauty. „Markmið okkar er að viðskiptavinurinn gangi ánægður út,“ segir Sigrún. 2 Þeir sem vilja eins manns loftfar geta splæst í Jetson One. MyND/JEtSONaErO.COM oddurfreyr@frettabladid.is Í október byrjaði sænska fyrir- tækið Jetson að selja áhugavert nýtt eins manns loftfar sem heitir Jetson One. Fyrirtækið birti nýlega myndband á Youtube þar sem loft- farið sést þeysa yfir veg sem liggur gegnum skóg og þar minnir það óneitanlega á fljúgandi mótorhjól- in úr Star Wars: Return of the Jedi. Myndbandið sýnir hvernig tækið er knúið af fjórum rafhreyflum sem gera tækinu kleift að taka lóð- rétt á loft. Kemst hátt og hratt Á heimasíðu fyrirtækisins má finna nánari upplýsingar um Jetson One. Loftfarið er ekki nema 86 kíló að þyngd og flugmaðurinn þarf að vera undir 95 kílóum. Það getur flogið í 20 mínútur og kemst á 102 km/klst. hraða, en hraðinn er takmarkaður af hugbúnaði. Jetson One kemst líka í rúmlega 450 metra hæð og það tekur ekki nema einn til tvo tíma að hlaða græjuna. Þeir sem eru ekki flughræddir ættu að geta haft gaman af því að þeysast um á svona tæki, en það er ekki á allra færi að splæsa í Jetson One, því verðmiðinn er rétt rúmlega 12 milljónir króna. Nýtt eins manns loftfar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.