Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 78

Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 78
Úr Læknirinn í Englaverk- smiðjunni eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur Þegar Ásdís Halla Bragadóttir fór að forvitnast um fjölskyldu blóðföður síns sem hún kynntist á fullorðins- árum, var fátt um svör þegar hún spurðist fyrir um einn mann: Dr. Moritz Halldórsson. Af hverju staf- aði þessi þögn um íslenskan lækni sem starfaði í Kaupmannahöfn og Vesturheimi? Hér sviptir Ásdís Halla hulunni af harmleik Moritz Halldórssonar læknis og fjölskylduleyndarmálum sem aldrei áttu að verða afhjúpuð. Að baki liggja miklar rannsóknir og heimildaleit sem teygði sig til fjögurra landa. Þegar hér er komið sögu er Moritz starfandi sem læknir í Kaupmanna- höfn. Ég átti ekki von á öðru en að þessi þriðjudagur sem hugur- inn reikar til yrði með sama sniði og aðrir dagar þetta haust. Ég fékk mér að borða og las blaðið. Í fyrstu vakti ekkert sérstakt á forsíðunni athygli mína nema auglýsing fyrir lagerhreinsun á sól- og regnhlífum þar sem hægt var að fá góðar hlífar á helmings afslætti en þegar ég var í þann mund að f letta yfir á síðu tvö rak mig í rogastans. Neðst á forsíðunni hægra megin var frétt með sláandi fyrirsögn: Morgenbladet Þriðjudagur, 25. september 1890. MORÐ Á FÓSTURBÖRNUM Í gærmorgun fannst kona hengd í einu af trjánum við Smedelinien. Hún var f lutt í skyndi á sjúkrahús en var þá þegar orðin stíf og köld. Var þá farið með hana á lögreglu- stöðina á Store Kongensgade og þaðan yfir í líkhúsið þar sem hún er nú. Konan sem fannst er á bilinu 30–40 ára. Fljótlega voru borin kennsl á hana og er talið að hún sé Emma Rasmussen. Hún var eftirlýst af lögreglunni eftir að upp komu alvarlegar ásakanir í hennar garð, en þær upplýsing- ar sem liggja fyrir um málið eru eftirfarandi: Frú Emma Rasmussen, sem býr á fyrstu hæð á Elbagade, hafði leyfi lögreglunnar til að vera með smábörn í fóstri gegn Blóðugt kusk á hvítflibba Moritz Halldórs- son læknir gekk í gegnum erfiða lífsreynslu. MYND/AÐSEND Ásdís Halla Bragadóttir skrifar mikla örlagasögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN mánaðarlegu gjaldi, en greitt var fyrirfram í eitt skipti fyrir öll. Þar að auki var hún með gistingu fyrir barnshafandi konur. Hjartað sló hraðar. Ég las upphaf fréttarinnar aftur. Gat verið að þetta væri frú Rasmus- sen á Elbagade 9? Sú sem ég var hjá nokkrum vikum fyrr? Frá heimili hennar var innan við korters gangur að Smedelinien þar sem hin látna fannst við Kastalann, gamla varnarvirkið þar sem höfuðstöðvar varnar- liðs borgarinnar voru. Ýmislegt í fréttinni benti til þess að þetta væri frú Rasmus- sen en sú sem ég þekkti hét ekki Emma heldur Anna María og hún var komin vel yfir fertugt. Þetta hlaut að vera önnur kona. En gat það verið tilviljun að þær bæru sama eftirnafn? Báðar höfðu þær leyfi lögregl- unnar til að reka fósturheimili og voru einnig með gistingu fyrir barnshafandi konur. Auk þess var þetta sama gata og sama hæð. Sú sem ég fór í vitj- anir til bjó á hæðinni sem á dönsku er kölluð fyrsta hæð, því götuhæðin er alltaf kölluð stuen, og konan í fréttinni bjó einnig á þeirri hæð. Ég las áfram: Meðal annars hafði hún tekið að sér í fóstur ungabarn þjónustustúlku og fékk fyrir það alla greiðsluna greidda fyrirfram. D a g n o k k u r n f ó r þjónustustúlkan að Elbagade til að kanna hvernig barninu vegnaði. Henni var sagt að barnið hefði það gott, en hún gæti ekki fengið að sjá það því það væri ekki heima. Móðirin kom aftur og aftur en fékk aldr- ei að sjá barnið sitt. Að lokum var henni sagt að barnið hefði verið sent út á land því það hefði ekki verið við góða heilsu og hefði þurft ferskt loft. Unga móðirin gat hins vegar ekki fengið heimilisfang staðarins þar sem barnið var í vistun. Þjónustustúlkan f ylltist grunsemdum og tilkynnti um málið til lögreglunnar. Mér sortnaði fyrir augum og ef ég hefði ekki þegar setið við borðstofuborðið hefði ég hnig- ið niður. Ég var ekki í neinum vafa lengur. Þjónustustúlkan í fréttinni hlaut að vera Anna María Andersen sem bar sama fornafn og frú Rasmussen og sagðist búa á horninu á Kna- brostræde og Magstræde. Unga konan með ranghugmyndirnar sem ég var viss um að væri sinnisveik og glímdi við tauga- veiklun. Gat verið að lögreglan hefði trúað henni? Með herkjum hélt ég áfram niður forsíðuna: En þegar fósturmóðurinni barst til eyrna að lögreglan væri á hælum hennar og að hún ætti að gefa sig fram á lögreglu- stöðinni yfirgaf hún heimili sitt og kom ekki aftur. Lík hennar fannst svo við Smedelinien. Í millitíðinni hóf lögreglan rannsókn í húsinu við Elba- gade og í kjallara hússins fannst lík af litlu barni sem borin voru kennsl á sem barn þjónustustúlkunnar. Þar að auki fannst í kassa, þar sem úrgangur frá húsinu er geymdur, lík annars barns sem hafði verið á fósturheimilinu. Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds. Gæsahúðin hríslaðist upp í höfuðleður. Jesús Kristur! „Er ekki allt í lagi?“ Jóhanna settist við borð- stofuborðið og reyndi að ná athygli minni. „Moritz, hvað er að?“ „Bíddu, ég er að klára að lesa ...“ Í íbúð hinnar látnu fann lögreglan systur hennar sem bjó með henni. Talið var að hún gæti búið yfir mikilvægum upplýsingum og var hún því handtekin og færð á lögreglu- stöðina. Ákafar umræður hafa orðið meðal íbúa við götuna og í bæj- arhlutanum þar sem glæpurinn var framinn. Íbúar hússins sem Emma Rasmussen bjó í þekktu lítið til hennar, þeir segja að hún hafi látið lítið fyrir sér fara. Lögreglan leggur mikið upp úr því að komast sem allra fyrst til botns í þessu óhugnanlega máli. Skjálf hentur tók ég af mér gleraugun og grúfði andlitið í höndunum. „Talaðu við mig, Moritz! Hvað er eiginlega að?“ spurði Jóhanna um leið og hún lagði aðra höndina á öxl mína. Ég hristi höfuðið og átti erfitt með að koma upp orði. „Það er f rét t hér na á forsíðunni. Hræðileg frétt um dáin börn. Þau voru myrt á fósturheimili ...“ „Almáttugur, hvílíkur hryll- ingur!“ Ég tók hendurnar frá and- litinu og leit upp á eiginkonu mína. „... og ég hef komið á þetta fósturheimili ...“ „Hvað segirðu? Þú?!“ „Það eru ekki nema tvær eða þrjár vikur síðan og það er fósturmóðirin sjálf sem ég kannast við sem er grunuð um drápin. Hún fannst dáin í gær eftir að hún hengdi sig við Kastalann.“ Ég sá frú Rasmussen fyrir mér, hangandi í trénu við varnarvirk- ið. Belgmikil miðjan og örmjóir fætur sem dingluðu undan kjólnum. Augun spenntust upp af ótta, þegar hún fann að hún náði ekki andanum, stóðu nánast á stilkum og munnur- inn, með alltof stórum hvítum tönnum, var galopinn. Trékloss- arnir lágu á göngustígnum fyrir neðan hana, annar brotinn eftir að hafa dottið af henni. „Þekktir þú hana í alvöru, þessa konu sem hengdi sig?“ „Dálítið. Ég kom þarna nokkrum sinnum, ekki til að sinna henni heldur börnunum, og ég vona að ...“ Þeirri spurningu laust niður í mig hvort ég hefði haft afskipti af börnunum sem fundust látin. Ég var nokkuð viss um að ég hefði aldrei séð barn Önnu Maríu, örvæntingar- fullu þjónustustúlkunnar, en ég hafði ekki hugmynd um hvaða barnslík fannst í kass- anum þar sem úrgangurinn var geymdur. n Kíktu í heimsókn! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Verð áður 339.900 kr. SX 80588 hægindasófi 249.900 kr. SVARTUR FÖSTUDAGUR Tilboð 22.-27. nóvember 52 Menning 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.