Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 80

Fréttablaðið - 26.11.2021, Page 80
Í nýútkominni bók eftir Jón Hjaltason sagnfræðing, Ótrú- legt en satt, bregður höfundur upp óvenjulegu sjónarhorni á sögu Akureyrar. Lík lendir í hrakningum, Akureyr- ingum er mútað (að minnsta kosti tvívegis), dáinn er í framboði til for- manns og hitaveita bæjarbúa verður til fyrir vanþekkingu. Svona má lengi telja fjölmarga kafla bókarinnar. Hér skal gripið niður þar sem skáldið Davíð Stef- ánsson fær breytt götunafni og fær hús að gjöf. Árið er 1943, bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt nafnið Krabbastígur og þar ætlar Davíð að byggja: „Var svo hafist handa um að byggja hús skáldsins undir stjórn Þorsteins Þorsteins- sonar byggingameistara en eftir teikningu Harðar Bjarnasonar arkitekts sem síðar varð Húsa- meistari ríkisins. En eitthvað var að plaga skáldið. Honum féll ekki nafn götunnar sem hann ætlaði sér að búa við ævina á enda. Og svo var áhrifamáttur hans mikill að sumarið 1943 var Krabbastígur styttur um helming og nýju götunni, sem þá var í fæðingu, gefið nafnið Bjarkarstígur. Ein- hverjir vildu heitið err-laust og bentu á að það vísaði til fjölda bjarka, væntanlega í garðinum við Munkaþverárstræti 11 sem frú María og Ólafur Thoraren- sen bankastjóri höfðu gert að sannkölluðu augnayndi en hlaut nú að víkja fyrir bygg- ingum sunnan Bjarkarstígs. Rétt er að taka fram að aldr- ei var staðfest opinberlega að Davíð hefði ráðið nafnbreyt- ingunni en almannarómur, sem sjaldan lýgur, var viss í sinni sök. Árið eftir eða 1944 f lutti Davíð Stefánsson í nýbyggt hús sitt við Bjarkarstíg. Um þetta leyti var enginn frægari eða umtalaðri á Íslandi en skáldið í Bjarkarstíg. Hann var löngu búinn að slá í gegn sem ljóðskáld og var á góðri leið með að komast á sama upphafna stallinn sem leik- ritaskáld. Jólin 1941 var Gullna hliðið sett upp í Reykjavík og sýnt við metaðsókn – 66 sýningar á fimm mánuðum og alltaf fyrir fullu húsi – leik- ritið Vopn guðanna fylgdi í kjöl- farið og páskasýning Leikfélags Akureyrar 1944 var Gullna hlið- ið. Og Akureyringar fögnuðu. Eftir áramótin, í janúar 1945, varð Davíð fimmtugur og erum við þá að nálgast húsgjöfina sem nefnd er í kaflaheiti – og orkar tvímælis, svo það sé nú viðurkennt, ekki síst ef vin- sældir Davíðs um þetta leyti eru hafðar í huga. Að vísu hafa skáldalaun alltaf verið skorin við nögl á Íslandi. Það sem er þó hæft í fullyrð- ingunni er að bæjarstjórn Akur- eyrar ákvað að heiðra Davíð fimmtugan með peningagjöf er nam tuttugu þúsund krónum. Matsverð hússins nýbyggða við Bjarkarstíg 6 nam rúmum þrjá- tíu þúsund krónum.“ Drottningarbraut, því þetta nafn? Í júlí 1973 heimsótti Margrét Danadrottning Akureyri og var henni ekið eftir nýrri hraðbraut í bænum. En hvað átti brautin að heita? Um það var deilt: „Vegurinn liggur um Leirurnar, sagði einn, og á því að nefnast Leiruvegur. Bjartmar Kristjánsson mót- mælti: – Leiruvegur er hvorki „fagurt né tilkomumikið“ nafn. – Nefnum veginn frekar Þór- hildarbraut í virðingarskyni við Dani og ekki síst drottningu Saga Akureyrar í öðruvísi ljósi Fjölmargar ljós- myndir prýða Ótrúlegt en satt og hafa margar hverjar ekki birst á prenti fyrr. MYND/RAGNAR SKJÓLDAL Í bókinni bregður fyrir þeim bræðrum Gunnari Páli og Garðari Ingva Gunnarssonum í kafla um furðuskepnur á Pollinum. MYND/MINJA SAFNIÐ Á AKUREYRI Davíð Stefáns- son ljóðskáld. MYND/AÐSEND þeirra, stakk Bjartmar upp á og benti á að eflaust hefðu foreldr- ar Margrétar gefið henni þetta rammíslenska nafn til að sýna í verki vinarhug sinn til Íslands og íslensku þjóðarinnar.“ Tæpum áratug síðar var hin svokallaða hraðbraut enn nafn- laus. „Kom þá til kasta bæjar- stjórnar – á fundi 19. janúar 1982 – og enn voru skoðanir skiptar. Tryggvi Gíslason skólameist- ari lagði til nafnið Kjarnabraut, Helgi M. Bergs bæjarstjóri stakk upp á Vaðlabraut en Sigurður Jóhannesson, sem átti sæti bæði í bygginganefnd og bæjarstjórn, hélt sig við Fjarðarbraut. – Það er varhugavert að hygla einum þjóðarleiðtoga með þessum hætti, aðvaraði Sigurð- ur félaga sína í bæjarstjórn og minnti á að Ólafur Noregskon- ungur hefði heimsótt bæinn sumarið eftir komu Margrétar Þórhildar. – Hvað má hann hugsa? benti Sigurður á, eða forseti vor, frú Vigdís Finnbogadóttir? Að lokum kom þó mikill meirihluti bæjarstjórnar sér saman um nafnið. Gatan frá Strandgötu að syðri bæjar- mörkum skyldi framvegis heita Drottningarbraut. Við þessa niðurstöðu sló Tryggvi skólameistari á létta strengi, hann ætlaði senn að bregða sér bæjarleið til Kaup- mannahafnar og spurði hvort hann ætti ekki að færa drottn- ingu þessi tíðindi? Gall þá í f lok k sbróður Tryggva, kennaranum Sigurði Óla Brynjólfssyni: „Ef þú hefur ekkert annað þangað að gera, þá mátt þú það svo sem.“ Þetta sama ár var lagningu Drottningarbrautar haldið áfram út að Strandgötu og hurfu þá að stórum hluta gömlu hafnarmannvirkin á Torfunefi þegar fyllt var upp í höfnina sem hálfri öld fyrr hafði verið kostað kapps um að dýpka með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Svona breytast tímarnir.“ n 54 Menning 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.