Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 94

Fréttablaðið - 26.11.2021, Side 94
 Það er eiginlega bara ógeðslega gaman að mæta í vinnuna. Kormákur Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is arnartomas@frettabladid.is Veldisvöxtur graskerasölu í mat- vöruverslunum á undanförnum árum sýnir svart á hvítu að hrekkja- vakan er komin til að vera á Íslandi. Þótt fjallkonan gráti sjálfsagt að börn láti sér ekki nægja hinn al íslenska öskudag, er staðreyndin sú að auk þess að höfða einnig til fullorðinna, er hrekkjavakan einfaldlega miklu skemmtilegri dagur. Rétt eins og í hefðbundinni matar- gerð landans, þar sem ólykt er ein af rótgrónum hefðum okkar, þá eru þær fleiri sem sprottnar eru úr mis- skemmtilegum tímum Íslandssög- unnar. Bíður einhver í ofvæni eftir sjómannadeginum eða fullveldis- deginum ár hvert? Þessir leiðinlegu hátíðadagar hafa skolað landanum á erlendar fjörur í leit að skemmtilegri hefðum, á borð við Valentínusardag og títtnefnda hrekkjavöku. Eina leiðin til að anna eftirspurn eftir skemmtilegri hátíða- dögum er nefnilega fólgin í því sem Íslendingar gera best – að skella sér í víking og ræna menningu annarra þjóða. n Tyllidögum fjölgað með menningarnámi Borðbæn og kalkúnn eru ómissandi á þakkargjörð Bandaríkja- manna. Það er löngu tímabært að drekinn í skjaldarmerkinu fá sinn hátíðisdag. Indversk litagleði í anda Holi gæti, ef vel er að gáð, smellpassað í íslenska grámygluna. fréttablaðið/getty Er ekki skemmtilegra að mála hauskúpur en sauma saman vambir? Íslendingar hafa með Gleðigöng- unni löngu sýnt og sannað að þeir geta auð- veldlega staðið undir alvöru kjötkveðju- hátíð. Þakkargjörðin Bandaríkin Íslendingar hafa allt of lengi horft á Banda- ríkjamenn fara með bæn yfir fylltum kalkún í nóvember og við getum ábyggilega fundið eitthvað sem við getum verið þakklát fyrir. Til dæmis að hafa lifað móðuharðindin af. Það er algjör óþarfi að kafa of djúpt ofan í söguna að baki bandarísku þakkargjörðinni – er ekki ábyggilega bara verið að fagna því að píla- grímarnir og indjánarnir hafi verið svona góðir vinir? Kjötkveðjuhátíðin Brasilía Góð aðsókn Ís- lendinga á Hinsegin daga er annað hvort gott dæmi um aukið umburðarlyndi okkar sem þjóðar, eða þá hvað við elskum skrúðgöngur. Ef spurt er um flottustu skrúðgöngu heims er svarið venjulega kjötkveðjuhátíðin í Ríó sem er stútfull af sambadansi, búningum og háværri tónlist. Við getum stillt henni upp í lok janúar til að kveðja þorra- matinn. Holi indland Við erum þegar komin með annan fótinn inn á indversku litahátíðina Holi nú þegar Litahlaupið er orðið jafnvinsælt og raun ber vitni. Það er samt algjörlega ótækt að það þurfi að leggja á sig ómarkvisst víðavangshlaup til þess að fá yfir sig skammt af litapúðri – það er miklu nær að heimfæra bara þennan aldagamla sið Hindúa. Kínverska nýárið kína Talandi um skrúðgöng- ur. Af hverju hefur kínverski drekabúningurinn aldrei haslað sér völl hér á Íslandi? Það er löngu kominn tími til að við fögnum því sem sam- einar kínverska menningu við norræna goðafræði: Langir drekar. Dagur hinna dauðu Mexíkó Það væri nú aldeilis huggulegt að geta fengið afsökun til að dútla við svona fínar hauskúpur og mála sig í framan oftar en bara á hrekkjavöku. Svo er þetta víst svona dagur þegar maður minnist þeirra látnu og vottar þeim virðingu sína, eða eitthvað. arnartomas@frettabladid.is Í dag fagnar Herrafataverslun Kor- máks & Skjaldar 25 ára afmæli. Verslunin er í dag hálfgert flaggskip í herratísku landans, en þeir félag- arnir hafa í gegnum árin átt stóran hlut í að mynda þá klæðahefð karla sem ríkir á Íslandi í dag. „Það er eiginlega bara ógeðslega gaman að mæta í vinnuna,“ segir Kormákur Geirharðsson trymbill og annar eigandi verslunarinnar. „Það hefur aldrei verið svona mikið að gera hjá okkur og svona mikið af skemmtilegum verkefnum á borð- inu hjá okkur.“ Kormákur og Skjöldur opnuðu árið 1996 í Kjörgarði við Hverfis- götu og segir Kormákur að stað- setningin hafi fengið marga til að hrista hausinn. „Fólk spurði bara hvaða rugl það væri að grafa sig svona ofan í jörð- ina,“ segir hann. „Við vildum alltaf leyfa þessu að þroskast þarna niðri. Leigan var þægileg og við vorum ekki að taka of mikla áhættu.“ Síðan þá hefur búðin þroskast eins og gott viskí og segir Kormákur að þeir hafi fundið DNA-ið í búð- inni. „Við framleiðum rosa mikið sjálfir og hættum ekki að fá hug- myndir. Í dag erum við bara stoltir tuttugu og fimm!“ n Klæðskeraveldið í kjallaranum Kormákur og Skjöldur hafa ærna ástæðu til þess að fagna í dag. Mynd/aðsend 68 Lífið 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFréTTablaðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.