Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 96

Fréttablaðið - 26.11.2021, Síða 96
Ég kom heim frá Spáni og ákvað að verða vegan. Ég var yfir- kokkur á steikhúsi og fólk hélt auðvitað að ég væri orðinn eitthvað geðveikur. Vandamál- ið var að ég vissi ekki hvort ég væri að búa til tíma- sprengju eða mat. Hráefnis- innihaldið var svo rosalegt og það var ekkert til af þessu á Íslandi. Erlendur Eiríksson, mat- reiðslumeistari, vinnur nú að því að búa til vegan osta úr hágæða íslensku hráefni, úr hveragufu í Hveragerði. Hann segir að Íslendingar eigi að leggja áherslu á að taka forystu í matvælaframleiðslu úr plöntum, því það sé fram- tíðin. „Það er ein kveikjan að þessu, hvað vegan ostar eru vondir,“ segir Erlendur Eiríksson, matreiðslu- meistari, leikari og lögfræðingur, sem vinnur nú að því, í samstarfi við konuna sína, Fjólu Einarsdóttur og vin sinn, Ingólf Þór Tómasson, að búa til vegan osta á Íslandi úr hágæða íslensku hráefni. Á Karolina Fund stendur yfir söfnun, en þau stefna að því að kaupa sitt eigið húsnæði til að hýsa framleiðsluna fyrir fyrirtækið, sem kallast LiveFood. Hann segir að það hafi nokkrir hlutir orðið til þess að hann hætti sjálfur að neyta dýraafurða. Fyrst hafi það verið læknisheimsókn þar sem læknirinn tilkynnti honum að ef hann myndi ekki breyta um lífs- stíl myndi hann vera kominn á kól- esterólminnkandi lyf eftir nokkur ár, sem hann yrði á til æviloka „Ég var ekkert feitur, bara kokkur, og þetta skiptist mjög jafnt yfir lík- amann,“ segir Erlendur hlæjandi og að honum hafi fundist læknirinn fulldramatískur, en hafi þó á sama tíma þótt erfitt að ganga heim úr vinnunni, verið yfir 100 kíló og verið almennt þungur á sér. „Ég vissi alveg hvernig ég ætti að breyta þessu, og það var með matar æði.“ Varð vegan á Spáni Annað sem hafði áhrif var þegar hann starfaði áður hjá Skyrgerðinni og þar kynntist hann tveimur græn- kerum sem höfðu þá, árið 2017, verið vegan í um sex ár. „Á veitingastöðum er það alltaf vesenisfaktor þegar kemur fólk með sérfæði eins og grænmetisætur eða vegan, þannig að ég setti matseðil- inn þannig upp að réttirnir væru vegan að uppistöðu, en svo væri hægt að byggja þá upp með öðru,“ segir Erlendur. Hann fór þó að taka eftir því að grænkerarnir voru oft að borða það sama og fór að vinna að því að búa til vegan rétti fyrir þá. Það þriðja hafi verið þegar hann heimsótti systur sína til Spánar en börnin hennar höfðu þá snúið sér til lífsstíls grænkerans og hann upplifði það að maturinn þeirra var iðulega betri en það sem hann borðaði. „Ég kom heim frá Spáni og ákvað að verða vegan. Ég var yfirkokkur á steikhúsi og fólk hélt auðvitað að ég væri orðinn eitthvað geðveikur. En ég hugsaði bara með mér að ef ég gæti ekki gert eitthvað gott úr þessu „meðlæti“ þá væri ég ekki alvöru matreiðslumeistari,“ segir Erlend- ur, en að það sem hann hafi kviðið mest fyrir að kveðja hafi verið majónesið, smjörið og ostarnir. Ostarnir síðasta vígið Hann segir að fljótt hafi hann kom- ist að því að smjörið væri auðvelt að kveðja og að majónesið væri jafnvel betra vegan, en að ostarnir hafi þá setið eftir. „Þetta var alltaf eins og eitthvað plast sem sat eftir í gómnum,“ segir Erlendur og að næsta rökrétta skref fyrir hann hafi verið að panta gommu af matreiðslubókum, þar sem farið er yfir vegan ostagerð. „Vandamálið var að ég vissi ekki hvort ég væri að búa til tíma- sprengju eða mat. Hráefnisinni- haldið var svo rosalegt og það var ekkert til af þessu á Íslandi. Ég pant- aði alls konar efni, en líkaminn lét ekkert plata sig að þetta væri ostur.“ Erlendur lofar því að ostarnir séu bragðgóðir. Erlendur er leikari, lög- fræðingur, matreiðslu- meistari og nú einnig osta- gerðarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Erlendur leggur mikla áherslu á að framleiðsla LiveFood sé úr íslensku hrá- efni og að hún fari fram í Hveragerði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fáir vegan ostar rifna vel og bráðna. MYND/AÐSEND Bráðinn vegan ostur er draumur. MYND/AÐSEND Plöntuostagerð er enn á fæðingardeildinni Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Hann lét þó ekki þar við sitja, heldur bókaði sig á ostagerðar- námskeið í Þýskalandi með Þorkeli Garðarssyni matreiðslumeistara, sem var meistarinn hans á Lækjar- brekku. „Við fórum í tvær vikur til Berl- ínar til að læra og sjá hvort þetta væri eitthvað af viti. Ég mætti í fyrsta tímann og vonaði innst inni að þetta væri gott á bragðið,“ segir Erlendur. Hann segir að fyrsta smakk hafi ekki valdið vonbrigðum. „Ég hugsaði bara halelúja“ og að fyrsta hugsun hafi auðvitað verið að koma þessu á markað á Íslandi. Innihaldið íslenskt Hann kom heim og hóf ostagerðina en það sat alltaf í honum hversu fjarlæg og dýr innihaldsefnin voru og að hann hafi langað að færa framleiðsluna nær og hafa inni- haldið íslenskt. „Ég lagðist í meiri rannsóknar- vinnu og tilraunir og fann eld- gamlar aðferðir sem nýttu kartöflur í framleiðslu. Það átti að vera soja- mjólk sem ekki er mikið af hér, en ég skipti henni út fyrir haframjólk úr íslenskum höfrum,“ segir Erlend- ur, og að þá hafi vantað aðferðina til að búa ostana til, og þá hafi honum dottið í hug að nýta hveragufuna. „Ég bý í Hveragerði og þarna vorum við komin með eitthvað rosalega spennandi. Íslenskt hrá- efni, sjálf bærni í hveragufunni og fyrstu tilraunir, sýndu að ég gat brætt ostinn og rifið hann og hann var bara þokkalega góður,“ segir Erlendur. Hann segir að honum hafi verið boðið að koma að framleiða ostana í blönduðum eldhúsum, en hann hafi ekki viljað að á fyrstu íslensku vegan ostunum stæði að þeir gætu innihaldið snefil af dýraafurðum. „Þess vegna höfum við verið í maraþoni síðustu fjögur ár að reyna að finna húsnæði til að gera þetta,“ segir Erlendur. Hann segir að síðustu ár hafi þau fengið styrki hér og þar til að halda sér gangandi og að það hafi skipt þau miklu máli, ekki aðeins fyrir peningana, heldur líka fyrir viður- kenninguna. Þau hafi sem dæmi komist inn í Startup Orkídeu þar sem þau lærðu mikið. „Ég hef lagt mikla áherslu á að gera þetta í Hveragerði, svo að við getum sagt að við séum að gera þetta á sjálfbæran máta með hvera- gufunni,“ segir Erlendur. Hann segir að verandi á Íslandi þá stefni hann aldrei á mikla fjölda- framleiðslu, en að það sem eigi að leggja áherslu á við framleiðslu á Íslandi sé hugvitið. „Við getum alltaf keppt í hug- vitinu á Íslandi og eigum að vera í fremsta vagninum að koma plöntu- fæði og framleiðslu í þróun hér á Íslandi. Því við getum það. Það gerir það enginn einn, en við getum gert það saman.“ Erlendur segir að um sé að ræða markað sem er aðeins í starthol- unum og þetta sé tækifæri til að komast inn á undan öllum öðrum. „Ég hef gert margt annað og er lærður leikari og ferðaðist með Vesturporti með Rómeó og Júlíu á West End. Þannig ég veit að það er allt hægt.“ Hann segir að það megi ekki gleyma því að ostagerð sé um sex þúsund ára gömul og að það hafi orðið rosaleg þróun á ostum á þeim tíma. „En plöntuostagerð er enn á fæð- ingardeildinni og það er ekki búið að útskrifa okkur enn. Það eru enn margir þættir sem þarf að huga að.“ Eins verði að taka til greina að þær vegan vörur sem séu stað- genglar, eins og Oatly haframjólk og Beyond Meat borgarar, eru vörur sem hafa verið þróaðar yfir langan tíma og með mjög miklu fjármagni í rannsóknarstarfi. „En við segjum auðvitað bara að við séum Íslendingar og „þetta reddast“,“ segir Erlendur og hlær. Hægt er að styrkja söfnunina á Karolina Fund. n 70 Lífið 26. nóvember 2021 FÖSTUDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.