Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 8

Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 8
Sighvatur Björgvinsson undrast sjálftöku kaupauka hjá þingmönnum. Óráðsíðu megi rekja til hrókeringar ráðherradóms og forsetastóls á Alþingi á síðustu öld. Óráð að slíta ráðuneyti í sundur. bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Sighvatur Björgvinsson þingmaður, sem sat meira og minna á Alþingi árin 1974-2001, segir að þingfararkaup eitt og sér eigi að duga þingmönnum. Launasporslur þingmanna hafi umturnast frá þeim tíma þegar hann var þingmaður og ráðherra. „Mér finnst kostnaðurinn við stjórnsýsluna orðinn ansi mikill. Ég sat á þingi í tæp þrjátíu ár og þá var enginn greinarmunur gerður á því hvað þú gerðir sem þingmaður. Allir voru á þingfararkaupi og skipti ekki máli hvort þú varst formaður í nefnd eða á forsetastól. Þá voru allir með sömu laun,“ segir Sighvatur, sem var um tíma formaður Alþýðu- flokksins. Sighvatur segir að breyting á þessu hafi orðið 1995 þegar þáver- andi ráðherra, Ólafi G. Einarssyni, hafi verið kippt út úr ráðuneytinu og settur forseti þingsins. „Þá var ákveðið að launa Ólaf sem forseta þingsins eins og ráðherra, það hafði aldrei verið gert áður.“ Nú séu þeir tímar að þingið launi formenn nefnda sérstaklega með uppbótum, sem aldrei hafi tíðkast. „Svo er verið að launa formenn þingflokka sérstaklega sem aldrei var í minni tíð og líka þarf að launa formenn f lokka sem samkvæmt Fyrrverandi alþingismaður undrast kjaraskrið á þingi Grenjandi út kjarahækkanir „Mér finnst hún mjög villandi þessi orðræða að þingmenn hafi ekki sjálfir sýslað með eigin kjör. Þeir sýsla með eigin kjör í gegnum forsætisnefnd þingsins. Ég hef sjálfur setið fundi inni í nefndinni og heyrt menn grenja yfir eigin kjörum,“ segir Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór tekur undir með Sighvati Björgvinssyni um að þingmenn hafi fundið sínar leiðir til að bæta eigin kjör, þótt þeir hafi ekki um þingfarar- kaupið sjálft að segja. „Þegar ákvörðun um laun þingmanna fór til Kjararáðs, fóru þeir að hækka alls kyns aukagreiðslur með ákvörð- unum inni í forsætisnefnd Alþingis, segir Jón Þór. Hann nefnir sem dæmi aukinn starfskostnað. Sighvati Björgvinssyni, fyrrum ráðherra, líst illa á kjarahækkanir þingmanna og uppstokkun ráðuneyta. Hann stendur á áttræðu og man tímana tvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI þingskapalögum hafa þó engu hlut- verki að gegna á Alþingi,“ segir Sig- hvatur. Þá gagnrýnir hann að formenn flokka hafi heimildir til að ráða sér aðstoðarmenn á kostnað þingsins. Það sé ankannalegt að þingmenn hafi sjálfir tekið ákvörðun um það. „Þingfararkaupið segir ekki lengur til um launakjör þingmanna, það bætist svo margt við.“ Þótt langf lestir þingmenn hafi áður fyrr verið á strípuðu þingfarar- kaupi segir Sighvatur að honum hafi fundist launin duga vel. Eftirlaun hans og annarra fyrrverandi þing- manna dugi einnig vel. Þá hugnist honum ekki þær breytingar sem ríkisstjórnin hefur gert með upp- stokkun ráðuneyta. „Stjórnkerfið er sjálfstæður aðili sem búið er að byggja upp á löngum tíma til að það skapi traust. Fólkið sem vinnur við þetta þarf að vera vel að sér, hver í sinni grein. Nú er verið að slíta þetta allt í sundur,“ segir Sig- hvatur. „Ég held að þessar breytingar muni skapa starfsfólki ráðuneyt- anna mikla erfiðleika og skapa vanda við trúverðugleika. Tökum dæmi þegar umhverfis- og orkumál eru í sama ráðuneyti. Hvernig ætla menn að tryggja jafnvægi þarna á milli? Það verður mjög erfitt. Mér líst ekkert á þetta,“ segir Sighvatur. n Jón Þór Ólafsson. Þá var ákveðið að launa Ólaf sem forseta þingsins eins og ráð- herra, það hafði aldrei verið gert áður. bth@frettabladid.is IÐNAÐUR Forstjóri BM Vallár segir að verðhækkanir á hrávöru og skortur á aðföngum sé án fordæma. Sement hafi hækkað um 30 prósent á árinu. BM Vallá hefur brugðist við með því að hækka verð á steypu frá fyrir- tækinu um fjögur prósent. Þorsteinn Víglundsson, forstjóri fyrirtækisins, segir áskorun að tryggja nægt sem- ent, enda sé uppgangur í byggingar- iðnaði hérlendis. Seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson, varaði í Fréttablaðinu í gær við að fyrirtæki hleyptu hærra innkaupa- verði á aðföngum út í verðlagið. Þor- steinn segir að verðhækkun á steypu BM Vallár sé minni en sem nemur auknum kostnaði, enda sement ráð- andi þáttur í verði steypu. Fram til þessa segir Þorsteinn að BM Vallá hafi tekist að standa við skuldbindingar til viðskiptavina. Hann vonist til að sama eigi við um næsta ár. Skorttímabilið, sem rekja megi til Covid, hafi þó varað lengur en nokkur sá fyrir. Engar vísbending- ar séu um jákvæðar breytingar í bráð. „Þetta er fordæmalaust ástand,“ segir Þorsteinn. n Segir skort á aðföngum án fordæma Þorsteinn Víglundsson Kíktu í heimsókn! Opið virka daga kl. 10-18 Laugardaga 11-15 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - patti.is Sjá nánar á patti.is Barstólar fyrir heimilið Sófar • Rúm • Stólar • Borð • Hægindastólar SF-4036 SF-4050 SF-4021S SF-4045 bth@frettabladid.is FLUGELDAR Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að ekki sé von á verulegri verð- hækkun á f lugeldum um áramótin, þrátt fyrir stóraukinn gámaflutn- ingakostnað. „Ég get fullyrt að það verður engin stökkbreyting á verði f lug- elda,“ segir Kristján Þór. Hann segir að verðhækkunin verði vonandi innan við 10 prósent. „Mér sýnist að við náum að f lytja inn það magn sem við vonumst til að geta selt.“ Svifryksmengun vegna f lugelda getur orðið mikið vandamál í stað- viðri. Skipuð var nefnd fyrir nokkr- um árum með fulltrúum frá ráðu- neytum þar sem bregðast átti við. Í fyrra stóð til að stytta sölutíma. Hætt var við það vegna Covid. Lík- legt er að ekki verði neinar hömlur á sölu f lugelda í ár. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð- ingur í loftgæðum hjá Umhverfis- stofnun, segir að sumir vilji ganga svo langt að láta banna flugelda. „Stóru kökurnar menga líklega einna mest. Ef það ætti að banna einhverja ákveðna vöru væri líklega áhrifaríkast að banna öf lugustu kökurnar,“ segir Þorsteinn. Skot úr kökunum fari ekki eins hátt og flug- eldar. Mengunin hafi meiri áhrif. „Það sem er sérstakt við Ísland er hve við skjótum miklu upp. Undan- farin ár höfum við Íslendingar f lutt um 600 tonn af f lugeldum á hverju ári. Svíar eru um tíu sinnum fleiri en aldamótaárið 2000 skutu þeir upp 300 tonnum,“ segir Þorsteinn. Fr a m k væmd a st jór i L a nd s- bjargar segir skorta forsendur til að meta hvort banna skuli stærstu kökurnar. n Engin stökkbreyting á flugeldaverði Skotglaðir landsmenn ættu að geta fengið útrás á gamlárskvöld. arib@frettabladid.is TYRKLAND Vísindamenn í suð- austurhluta Tyrklands hafa fundið lifandi Batman-spáfisk í fyrsta sinn frá árinu 1974. Batman-spáfiskurinn er röndótt- ur og verður mest 3,6 sentimetrar að stærð, hann var algengur í Bat- man- og Ambar-ánum í Tyrklandi. Cüneyt Kaya, lektor við Recep Tayyip Erdoğan-háskólann, og teymi hans, hafa verið að störfum á svæðinu í meira en áratug. Erfitt er að leita að tegundinni þar sem nota þarf fíngerð net. Fannst fiskurinn loks fyrir ofan Batman-stíf luna sem var reist á tíunda áratugnum. Mengun hefur verið mikil á svæðinu og fundur f isksins er jákvæð þróun, að mati vísinda- manna. n Batman-spáfiskurinn fundinn Batman-áin rennur í gegnum Batman-hérað. MYND/EPA 8 Fréttir 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.