Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 14

Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 14
gegn Úígúrum í sjálfsstjórnarhérað- inu Xinjiang. Minnst milljón Úígúrum hefur verið haldið í sérstökum fanga- búðum og ásakanir um kerfis- bundna þrælkunarvinnu, alvarleg kynferðisbrot og þvingaðar ófrjó- semisaðgerðir hafa verið viðraðar. Stjórnvöld í Kína neita ásökunum sem hafa borist um mannréttinda- brot í Xinjiang, og Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir að um pólitíska sýndar- mennsku sé að ræða hjá ríkjunum sem hafa ákveðið að sniðganga leikana. Í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins um það hvort íslenskir embættismenn verði viðstaddir leikana, segir talsmaður utanríkis- ráðuneytisins að þátttaka íslenskra fulltrúa yrði miklum vandkvæðum bundin. „Fyrir liggur að þátttaka fulltrúa íslenskra stjórnvalda á Ólympíuleikunum í Peking yrði miklum vandkvæðum bundin og er afar ólíkleg sökum strangra sótt- varnarkrafna og mikils umstangs og tilkostnaðar sem fælist í slíku ferðalagi“. Ráðuneytið segir Íslensk stjórn- völd hafa ítrekað gagnrýnt fram- göngu kínverskra stjórnvalda í Xingjiang-héraði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða sam- skiptum við Kína. „Íslensk stjórnvöld fylgjast því ákaf lega vel með þeirri umræðu sem á sér stað um sniðgöngu á grundvelli framgöngu Kína í mann- réttindamálum. Nokkur lönd hafa nú þegar ákveðið að senda ekki full- trúa stjórnvalda á leikana af þessum sökum. Íslensk stjórnvöld eiga í nánu samstarfi og samráði við sín helstu samstarfsríki um þetta mál- efni, eins og jafnan um alþjóðleg mannréttindamál.“ Stjórnvöld í Kína höfðu áður varað Bandaríkin við að grípa til þess ráðs að senda ekki embættis- menn á leikana, það myndi koma í bakið á ríkinu. Keppendur frá Bandaríkjunum munu hins vegar taka þátt á leikunum, samkvæmt þeim upplýsingum sem hingað til hafa borist. Í svari utanríkisráðuneytis- ins segir jafnframt að það sé ósk íslenskra stjórnvalda að leikarnir geti farið fram í nafni þess sem sameini okkur öll og með þátttöku íþróttafólks hvaðanæva að úr heim- inum. „Ólympíuleikarnir eru tákn um frið og samvinnu, þar sem fólk frá ýmsum þjóðum fagnar því sem er okkur öllum sameiginlegt óháð pólitískum deilum og þrætum. Þeir hafa það hlutverk að sýna fram á það besta sem einstaklingar og hópar einstaklinga hafa fram að færa.“ n Það er ósk íslenskra stjórnvalda að leik- arnir geti farið fram í nafni þess sem sam- einar okkur öll. Utanríkisráðuneytið hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Tilkynnt var á miðviku- daginn að Sif Atladóttir, landsliðs- kona í fótbolta, hafi ákveðið að leika undir stjórn eiginmanns síns, Björns Sigurbjörnssonar, hjá Sel- fossi á komandi keppnistímabili. Sif kemur á Selfoss frá Kristianstad í Svíþjóð, þar sem hún hefur leikið síðasta áratuginn um það bil. „Það voru nokkur félög, bæði í efstu og næstefstu deild, sem höfðu samband við mig eftir að ég gaf það út að ég væri á leiðinni heim. Ég var alveg hreinskilin við þau félög sem ég ræddi við um að það þyrfti allt að ganga upp varðandi fjölskyldu- hagi og fótboltann til þess að ég gæti samið þar. Þegar ég velti öllu því sem var í boði fyrir mér þá leist mér best á Selfoss og ég er bara virki- lega ánægð með þá ákvörðun. Það er þægilegt að vera búin að taka þessa ákvörðun og nú tekur bara við að pakka búslóðinni og koma okkur heim. Stefnan er að vera komin heim 18. desember og byrja að æfa með liðinu í kjölfarið,“ segir Sif um vistaskiptin. Spennandi ár fram undan „Það er spennandi tilhugsun að vera að fara að spila aftur heima eftir tólf ára veru erlendis. Markmiðið hjá mér persónulega er að koma mér í gott líkamlegt form og halda sæti mínu í landsliðinu, þar sem eru mjög spennandi verkefni á næsta ári, bæði í riðlinum í undankeppni HM og svo lokakeppni Evrópu- mótsins næsta sumar. Ég er líka spennt fyrir því að minna á mig þar sem margir hafa kannski bara séð mig með landsliðinu síðustu árin en minna með félagsliðunum,“ segir varnarmaðurinn þrautreyndi, sem lék með Val, Þrótti, FH og KR á Íslandi áður en hún fór utan til Þýskalands þar sem hún spilaði í tvö ár. „Það er gaman að sjá að Barbára Sól Gísladóttir ætli að taka slaginn með Selfossi næsta sumar og ég hlakka til að vinna með henni í varnarlínunni og reyna að miðla af reynslu minni til hennar og ann- arra ungra og efnilegra leikmanna sem eru í leikmannahópnum. Mark- miðið á Selfossi er að gera betur en á síðustu leiktíð,“ segir hún um kom- andi tíma við bakka Ölfusár. „Það er frábær aðstaða á Selfossi og haldið hefur verið vel utan um kvennastarfið hjá félaginu þar. Í viðræðum mínum við önnur félög var líka spennandi að sjá metnaðinn fyrir kvennafótboltanum þar og ég finn það áþreifanlega að það séu spennandi tímar handan við hornið í íslenskum fótbolta kvennamegin,“ segir Sif um framhaldið. n Sif spennt fyrir því að minna á sig á íslenskri grund Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­ dóttir, utanríkis­ ráðherra aron@frettabladid.is Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort embættismenn á vegum íslenskra stjórnvalda sæki Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína á næsta ári. Stjórnvöld nokkurra ríkja, þar með talið Bandaríkjanna og Bretlands, hafa greint frá ákvörðun sinni um að senda ekki embættismenn á leikana. Um er að ræða táknræn mótmæli ríkjanna við bága stöðu mannréttinda í Kína. Þá sérstak- lega í tengslum við að Kínverjar hafa verið sakaðir um mannréttindabrot Íslensk stjórnvöld segjast ítrekað hafa gagnrýnt fram- göngu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang-héraði en ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort embættismenn á vegum íslenskra stjórnvalda sæki Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína á næsta ári Frá setningar­ athöfn Vetraról­ ympíuleikanna í Sochi í Rússlandi árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 14 Íþróttir 10. desember 2021 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR Óvíst hvort embættismenn fara til Peking Sif á að baki 84 leiki fyrir íslenska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.