Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 32
14 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL Jakub Stachowiak er þrí- tugur Pólverji sem búið hefur á Íslandi í fimm ár. Hann er nemandi í ritlist við Háskóla Íslands og gaf í ár út ljóðabók á íslensku. sandragudrun@frettabladid.is Jakub f lutti til Íslands árið 2016 og fór þá strax að læra íslensku í tungumálaskóla. Hann segir að það hafi tekið sig eitt ár að fara frá stigi núll yfir í að komast á það stig að geta hafið BA-nám í íslensku með öðru máli í HÍ. Jakub lauk því námi í haust og hefur hafið MA-nám í ritlist við sama skóla. Hann segir að honum finnist alls ekki erfitt að semja ljóð á öðru tungumáli en móður- málinu. „Mér finnst það spennandi og frelsandi einhvern veginn. Það eru margir möguleikar í því að yrkja á öðru tungumáli. Ég byrjaði að skrifa ljóð mjög ungur og þá skrifaði ég á pólsku, svo hætti ég að skrifa og skrifaði ekkert eða hugsaði um skáldskap í alveg tíu ár. Ég fann svo aftur leið inn í skáldskapinn í gegnum íslensku. Þetta er mjög nátengt, íslenskan og skáldskapur, í mínum huga,“ segir Jakub á mjög góðri íslensku. Heill heimur opnaðist með tungumálinu Jakob Stac- howiak les mikið af verkum eftir íslenska rithöfunda og gaf út bók á íslensku í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Jakub fékk Nýræktarstyrk fyrir ljóðabók sína Næturborgir. Bókin er safn ljóða eftir innflytj- endur á Íslandi. Í haust kom út eftir Jakub, ljóðabókin Næturborgir, þar sem hann yrkir á íslensku um áfall sem hann varð fyrir þegar hann missti ástvin vegna sjálfs- vígs. Jakub fékk nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir ljóðabókina. Núna fyrir jólin kom svo út ljóðabókin Pólífónía af erlendum uppruna, þar sem einnig má finna ljóð á íslensku eftir Jakub. „Bókin er safn ljóða eftir erlend skáld sem eru búsett á Íslandi eða hafa einhver tengsl við Ísland,“ útskýrir Jakub. „Þetta er fjöltyngd bók sem Una útgáfuhús gefur út. Sumir höfund- anna í bókinni skrifa á íslensku en sumir skrifa á frummálinu og ljóðin eru svo þýdd yfir á íslensku. Þetta er tvímála útgáfa. Skáldin eru frá ýmsum löndum, Brasilíu, Rússlandi, Póllandi og bara héðan og þaðan.“ Les mikið á íslensku Jakub les mikið af skáldsögum eftir íslenska höfunda og er núna að klára að lesa Systu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur. Hann segist aftur á móti ekki hafa lesið mikið af íslenskum bókmenntum áður en hann lærði íslensku. „Það eru mjög fáar íslenskar bækur þýddar yfir á pólsku. Ég held að við séum bara með einn þýðanda. Ég man eftir að hafa lesið og skrifað framhaldsskólarit- gerð um Skugga-Baldur eftir Sjón, sú bók var mjög vel þýdd á pólsku. En annars eru helst til þýðingar á vinsælum glæpasögum eins og eftir Yrsu og Arnald Indriðason. En ég er meira fyrir að lesa fagur- bókmenntir. Ég er mjög mikið fyrir íslenskan skáldskap og játa að ég les mest- megnis íslenska höfunda. Það opnaðist þess vegna alveg heill nýr heimur fyrir mig þegar ég lærði tungumálið,“ segir hann. Aðspurður að því hvort það sé mikill munur á íslenskum og pólskum skáldverkum viðurkenn- ir Jakub að hann lesi ekki mikið af pólskum nútímabókmenntum. „Ég held að í íslenskum skáld- skap sé náttúran meira áberandi. Ég held að Pólverjar skrifi ekki mikið um jökla eða norðurljós eða vetrarkulda. En ég er bara að giska, ég er ekki vel að mér í því. Pólland er gamalt land með langa og mikla sögu og það er skrifað mikið um hana,“ segir hann. Auk þess að einbeita sér að náminu í ritlist er Jakub í óðaönn að kynna bækurnar sínar þessa dagana líkt og önnur skáld í jóla- bókavertíðinni. „Ég er að lesa upp úr bókunum mínum hér og þar. Til dæmis núna á sunnudaginn verður viðburður í Norræna húsinu klukkan 15.00. Þar verða pólsk skáld að lesa úr verkum sínum. Það eru ég, Mao Alheimsdóttir og Kamila Ciolko Borkowska, við lesum á pólsku og íslensku og það verða pylsur og bjór í boði.“ Jakub tekur fram að viðburður- inn sé opinn öllum sem hafa áhuga á að hlýða á skáldskap og allir eru velkomnir. n TIL HAMINGJU RAGNHEIÐUR! „… MJÖG GRÍPANDI OG SPENNANDI SAGA … FLÉTTAN ÓVENJULEG OG ÁHUGAVERÐ …“ - MB, BÓKMENNTAVEFURINN GOODREADS STORYTEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.