Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 34

Fréttablaðið - 10.12.2021, Page 34
Okkur fannst Ísland vanta sér­ íslenskar ofurhetjur sem væru með krafta sem tengdust mögnuðu íslensku náttúrunni. Úlfar Konráð Svansson Höfundar myndasögu- bókanna um Landverðina fannst vanta íslenskar ofur- hetjur. Í nýjustu bókinni birtist nýjasti meðlimur teymisins sem er Íra, en hún hefur ofurkrafta hins íslenska íss. Nýlega kom út önnur bókin í myndasöguflokknum um Land- varðateymið, sem ber heitið Land- verðirnir: Íra. Í fyrri bókinni voru Atlas, sem hefur krafta íslenska vatnsins, og Avion, sem hefur krafta íslenska vindsins, kynntir til sögunnar en nú bætist þriðja ofurhetjan við sem er Íra. Um er að ræða íslenskar teiknimyndasögur úr smiðju þeirra Dags Lárussonar, Úlfars Konráðs Svanssonar og Fannars Georgs Gilbertssonar, auk þess sem þeir nutu aðstoðar Ísold- ar Ellingsen Davíðsdóttur við gerð nýju bókarinnar, en hún aðstoðaði Fannar við að lita bókina. „Í þessari annarri bók um Land- verðina fáum við að kynnast henni Íru, sem virðist í fyrstu vera venju- lega unglingsstelpa en reynist svo vera með ofurkrafta, krafta hins íslenska íss, en kann ekki að nota þá. Einn daginn hittir hún þá Atlas og Avion og eftir það verður líf hennar aldrei eins. Í kjölfarið þarf Íra að ákveða hver hún eigi að vera í raun og veru. Vill hún vera venjuleg unglingsstelpa eða nýjasti meðlimur Landvarðateymisins sem berst gegn Azar og Hamfara- teymi hans,“ segir Dagur. Dagur og Úlfar eru rithöf- undar bókanna en Fannar teiknar myndirnar. Vantaði íslenskar ofurhetjur Úlfar segir hugmyndaheim Land- varðanna fyrst og fremst spretta upp úr sameiginlegum nördaskap þeirra. „Okkur fannst Ísland vanta séríslenskar ofurhetjur sem væru með krafta sem tengdust mögnuðu íslensku náttúrunni. Ísland er meðal annars þekkt fyrir ísinn, eldinn og vindinn og þess vegna ákváðum við að leika okkur aðeins með það. En fyrst og fremst vildum við skapa ofurhetjur sem gera öðrum gott, ekki bara í bókunum, heldur líka í alvörunni og þess vegna létum við búa til búninga út frá karakterunum sem við höfum notað þegar við höfum farið til dæmis í heimsókna á Barnaspítala Hringsins og fleiri staði.“ Ánægðir með viðtökurnar Fyrsta bókin fékk virkilega góðar viðtökur að sögn Fannars og voru þeir mjög ánægðir með sölu henn- ar. „Við seldum á milli 400 og 500 Góðhjarta ofurhetjur nýta krafta náttúrunnar Úlfar Konráð Svansson, Fannar Georg Gilbertsson og Dagur Lárusson eru höfundar Landvarðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Landverðirnir: Íra, er önnur bókin í flokknum um Landverðina. Dagur Lárusson með grímuna sem tilheyrir karakternum Avion úr bókum Landvarðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR eintök af bókinni sem er nokkuð gott og það þýddi einmitt að við gátum gefið Barnaspítalanum hálfa milljón króna. Okkur fannst nefnilega skilaboðin okkar með þessum bókum og ofurhetjum vera þau að við viljum hvetja fólk til þess að gera öðrum gott, vegna þess að það er það besta sem við gerum. Núna stefnum við hins vegar á að selja fleiri bækur og við værum til í að geta gefið spítal- anum heila milljón. Það væri algjör draumur, en til þess þarf auðvitað margt að ganga upp.“ n Hægt er að fylgjast með ævintýr- um Landvarðanna á landverdirnir. is, á Facebook (Landverðirnir) og Instagram (landverdirofficial). Mikið úrval og gott verð. Kíktu við á Laugavegi 18. Opið alla daga frá klukkan 10–20. 16 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.