Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 10.12.2021, Qupperneq 48
Berglind Guðmundsdóttir sælkeri, lífskúnstner og köku- og matarbloggari er eigandi bloggsíðunnar Gulur, rauður, grænn og salt, sem á næsta ári fagnar tíu ára afmæli sínu. sjofn@frettabladid.is „Ég er hrikalega stolt af síðunni minni sem ég fæ ósjaldan að heyra að bjargi eldamennsku margra heimila á landinu,“ segir Berglind og hlær. Sjálfri finnst henni allt sem tengist mat vera jákvætt og lífið snúist í raun um að njóta góðs matar. Berglind er mikið aðventubarn og kann svo sannarlega að njóta lífsins í desember samhliða öllum þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. Hvernig lítur desembermánuður út hjá þér, ertu búin að skipuleggja allt? „Já, það er í nægu að snúast, en þó er ég hætt að hafa of mikið að gera. Ég stýri mínum verkefnum vel svo ég ráði vel við allt en passa líka upp á hvíldina. Jafnvægi er lykilorð í mínu lífi.“ Berglind segir að nóvember og desember séu stórir mánuðir í matarbransanum. „Og jú, reyndar janúar líka, þetta eru allt stórir mánuðir í matarbransanum. Ég er með mörg matartengd verkefni bæði fyrir GRGS.is og svo einnig fjölbreytt verkefni fyrir Insta­ gram gulurraudurgraennogsalt. Á Instagram fæ ég að leika mér með umfjallanir um mat, snyrtivörur, heimilisvörur, bætiefni, hárvörur, fatnað og svo margt annað sem snýr að mínum áhuga. Kjólaleikur Talandi um það þá var ég að byrja með Kjóladagatal GRGS sem verður frá 1.­24. desember. Nýr dagur – nýr kjóll. Ég var með þetta í fyrra og það vakti svo mikla lukku að ég ætla að endurtaka leikinn. Ég er forfallinn kjólafíkill og ef hann er með tjulli eða pallíettum þá er ég til. Því meiri glamúr því betra. Þetta er hins vegar mjög ópraktískt þar sem ég vinn heima flesta dagana og er þá bara á joggaranum í ullar­ sokkum. Daginn sem mér verður boðið á rauða dregilinn – þá verð ég tilbúin.“ Mæðgurnar með TikTok-þætti Verkefni Berglindar eru mörg og ólík. „Önnur verkefni í desember eru upptökur fyrir Uppkast, sem er ný streymisveita, en þar fæ ég að leika mér og gera mínar uppá­ haldsuppskriftir. Í þáttunum fæ ég til mín matgæðinga sem elda sína uppáhaldsrétti, ég elda jólaupp­ skriftir þar sem ég meðal annars kenni landanum að gera skot­ heldar Sörur. Svo erum ég og Áslaug dóttir mín með TikTok­þætti þar sem við eldum öruppskriftir sem henta börnum sérstaklega vel til að spreyta sig í eldhúsinu. Í desember hefjast svo tökur á heilsuréttum og þeir þættir birtast í janúar.“ Að auki er Berglind hjúkrunarfræðingur. „Þannig að ég hef verið að kíkja niður í höll af og til og bólusetja landann og hef svo gaman af því. Ég vinn mjög mikið ein svo mér finnst þetta vera eins og að koma í sauma­ klúbb að hitta hinar hjúkkurnar og spjalla smá. Best að nota tækifærið og kasta á þær kveðju: „Stelpur, þið eruð algjörar hetjur!“ Segðu aðeins frá jólabarninu í þér. „Ég er eiginlega meira aðventu­ barn en jólabarn. Ég elska aðvent­ una og er ein af þessum óþolandi týpum sem byrja frekar snemma að hlusta á jólalög og svo er himneskt að labba um miðbæinn á þessum árstíma og fá sér gott að borða í góðum félagsskap. Eftir að ég skildi þá finnst mér stundum þessi árstími smá erfiður. Börnin eru hjá mér og pabba sínum til skiptis og alls konar tilfinningar tengdar jólunum sem eru ekki bara happy­ jolly. Ég hef prófað að vera ein á aðfangadag, fjölskyldu og vinum til mikils hryllings, því mig langaði að vita hvernig sú tilfinning væri. Það var bara algjörlega dásamlegt og þá vissi ég að ég væri komin á góðan stað. Ef maður unir sér einn, þá eru manni allir vegir færir.“ Kökurnar innsiglaðar Áttu einhverjar minningar tengdar bakstri frá bernskuárum þínum? „Það sem kemur fyrst upp í hugann var hversu vel geymdar kökurnar voru. Það var bakað og innsiglað og geymt fram að jólum. Mjög spes. Ég kann betur að meta frjálsræðið sem ríkir í dag.“ Áttu þér einhverja fallega minn- ingu bak við matarástríðu þína í áranna rás? „Já, þegar ég bauð mínum bestu vinkonum heim og við bökuðum saman Sörur og vorum að njóta saman. Svona hefð sem mig langar að halda í en hefur verið frestað út af sottlu.“ Kúlugottið setti allt á hliðina Þegar Berglind er beðin um að deila með lesendum uppáhalds­ jólasmákökuuppskrift er hún ekki lengi að hugsa sig um. „Ég er ekki mikið fyrir að flækja hlutina þegar kemur að bakstri og mér dettur strax í hug Kúlugottið dásamlega. Það er bara það allra besta í heimi. Ekki beint smákökur en svona nammikúlur. Einu sinni byrjað og þú getur ekki hætt. Það besta er að það eru fá hráefni, þú skellir öllu í hrærivélina og húðar með súkku­ laði. Málið dautt og úr verður heimsins besta nammi.“ Er einhver saga bak við upp- skriftina? „Þegar ég gaf út mína fyrstu matreiðslubók Fljótlegir réttir fyrir sælkera (hún er því miður uppseld) þá var ég nýbyrjuð með GRGS og langaði að prufa að gefa hana út sjálf. Það er gífurleg vinna að gefa út bók sjálfur en ég lærði fullt af þeirri reynslu. Á þessum tíma vissi enginn hvað Gulur, rauður, grænn og salt var svo ég þurfti að vera dugleg að koma mér á framfæri. Ég mætti í fullt af fyrirtækjum með Kúlugottið í för og seldi ófáar bækurnar út á þessa snilld. Ég vissi að þegar fólk tæki fyrsta bitann þá væri ein bók seld. Þannig að það má þakka Kúlugottinu fyrir það að bókin er ófáanleg í dag. Reyndar seldi ég óvart eintakið mitt líka þannig að ég á ekki þessa bók, sem er smá skellur, svo ef einhver er með eintak af Fljótlegum réttum fyrir sælkera sem sá hinn sami vill losna við, þá má sá hinn sami hafa samband. Að lokum vil ég panta púðursnjó á aðfangadag. Annað var það ekki.“ Kúlugott U.þ.b. 35 litlar kúlur Bökunartími 20 mínútur 260 g hnetusmjör 50 g Rice Krispies 300 g flórsykur 30 g smjör, brætt 300 g suðusúkkulaði Látið öll hráefnin saman í hrærivél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hnetusmjör hefur mismunandi áferð þannig að ef kúlurnar eru of blautar bætið þá meiri flórsykri saman við, ef þær eru of þurrar, bætið meira hnetu­ smjöri saman við. Hnoðið litlar kúlur úr deiginu. Dýfið þeim í brætt súkkulaðið og geymið á ofn­ plötu hulinni smjörpappír þar til súkkulaðið hefur harðnað lítillega. Geymið í kæli eða frysti og laumist í þær eftir löngun. n Leikur á aðventu – nýr dagur og nýr kjóll Kúlugottið hennar Berglindar sem gerði allt vitlaust. Berglind Guðmundsdóttir skiptir um kjól á hverjum degi í desember og fylgjendur hennar á Instagram fá að fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áhugasamir auglýsendur hafi samband við: Sími 550 5078 / serblod@frettabladid.is Fimmtudaginn 30. desember mun sérblaðið Heilsa fylgja Fréttablaðinu. Fjallað er um allt sem viðkemur bættri heilsu. Í blaðinu verða áhugaverð viðtöl og fróðleiksmolar sem unnið er af blaðamönnum Fréttablaðsins. Boðið er upp á auglýsingapláss í blaðinu af öllum stærðum og gerðum. Einnig er hægt að fá kynningarumfjöllun sem unnin er af blaðamanni Fréttablaðsins. Pantanir og skil á auglýsingum er til og með 29. desember. Kynningarumfjallanir þarf að panta í síðasta lagi miðvikudaginn 22. desember. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is HEILSA 6 kynningarblað A L LT 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.