Fréttablaðið - 10.12.2021, Side 62

Fréttablaðið - 10.12.2021, Side 62
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ég ákvað að læra sjálf á gítar til að hækka aðeins standardinn. ninarichter@frettabladid.is Auður Ingólfsdóttir var búin að kaupa sér flugmiða til Kaupmanna- hafnar, aðra leiðina, þegar örlögin gripu fram fyrir hendurnar á henni og leiddu hana á Sauðárkrók, þar sem hún unir hag sínum jafnvel betur en hún hefði gert í Köben. Hún á íbúð í Reykjavík en segir húsnæðisverðið á Sauðárkróki margfalt lægra en í borginni og því takist henni í dag að borga lánin af íbúðinni hraðar en áður. „Ég var síðan fljót að komast inn í samfélagið, ég er ekki sammála því sem sumir segja, að það sé endi- lega erfitt. Ég á fullt af vinum hérna núna,“ segir Auður, sem f lutti á Sauðárkrók í byrjun september. Hún kveðst þó hafa þekkt aðeins til og kynnst vinum vina sinna í pláss- inu. „Ef maður hefur engin tengsl er þetta kannski meira vesen,“ bætir hún við. Að sögn Auðar er þetta í fyrsta sinn sem hún býr í smærra plássi en segist þó hafa nóg fyrir stafni. „Ég var þreytt á að vera í Reykjavík að gera endalaust það sama,“ segir hún. „Hér get ég verið að smíða og gera upp húsgögn. Ég get gert það bæði í Endurnýtingarmiðstöðinni á Hofsósi og líka í Fab Lab, en þar eru til dæmis prentari og skurðar- vélar,“ segir Auður. Hún bætir við að hún geti nýtt aðstöðuna sér að kostnaðarlausu. „Ég myndi ekki hafa þetta í bænum,“ segir hún um aðstöðuna. Auður segist nýta skíðasvæðið í Tindastóli óspart og bætir við að innanbæjar þurfi hún ekki að nota bíl. „Ég labba almennt allt sem ég fer. Ég keyri bara þegar ég fer til Reykja- víkur eða Akureyrar. Annars eru 200 metrar í allt hérna.“ Aðspurð segir hún ungt fólk hafa f leiri tækifæri í plássinu en áður. „Covid hefur gefið fólki meiri séns á að flytja til baka. Það getur verið í fjarvinnu og flutt vinnuna með sér,“ segir hún. „Að mínu mati veitir það fólki meiri hamingju að geta ráðið sér sjálft.“ Auður starfar í dag sem verkefna- stjóri áfangastaðaáætlunar á Mark- aðsstofu Norðurlands. Hún segist mjög ánægð í starfinu, enda gefi það henni tækifæri til að ferðast mikið. „Ég ferðast mjög mikið í vinnunni og held líka vinnustofur í landshlut- anum. Svo er ég að gista á þessum fínu hótelum og í einhverjum enda- lausum næsheitum uppi í sveit,“ segir Auður og hlær. n Krókur á móti Danmerkurbragði GEFÐU GJÖF TIL HEILLA HEILLAGJAFIR.IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS TARTALETTUR Íslenskar hátíðar ................................................ Fyrir jól og áramót Fléttubrauð, skrautrúnstykki, súpurúnstykkifín og gróf snittubrauð, fín og gróf samlokubrauð, partýbrauð 15 og 30 kúla GLEÐILEG JÓL Pantið í verslunum okkar eða hringið í síma 561 1433 Sænsk-íslenska söngkonan Hanna Mía Brekkan gefur í dag út lagið Like a tree, sem trommuleikari Florence and the Machine, Matt Ingram, hljóðblandar. Lagið er af plötunni Human, sem kemur út í heild sinni á gamlársdag. ninarichter@frettabladid.is Söngkonan Hanna Mía Brekkan sendir frá sér plötuna Human á gamlársdag en forsmekkurinn af því sem koma skal, lagið Like a tree, kemur út í dag. Matt Ingram, trommari rokkhljómsveitarinnar margverðlaunuðu Florence and the Machine, hljóðblandar lagið. Hanna Mía segist hafa tekið plötuna upp í Reykjavík þegar sam- göngubann stóð sem hæst í fyrra. Hún segist hafa hlustað mikið á tónlistarkonuna Lauru Marling á þeim tíma og í framhaldinu farið að velta fyrir sér hljóðblönduninni sem Marling notaði. „Ég fann í framhaldinu Insta- gram-ið hjá Matt Ingram. Hann var nýkominn í útgöngubann í Bret- landi og var að auglýsa eftir verk- efnum,“ segir Hanna Mía. Alla jafna hefði Matt verið á tónleikaferðalagi með Florence and the Machine, sem tilnefnd hefur verið til sex Grammy- verðlauna. Matt sló til og úr varð lokaafurðin, platan Human, sem kemur út í heild sinni á síðasta degi ársins. Pródúsent plötunnar er Salka Valsdóttir, sem hefur getið sér gott orð með Reykjavíkurdætrum og Cyber. Leiðir Sölku og Hönnu Míu lágu saman á námskeiði sem Hanna Mía sótti fyrir nokkrum árum. „Ég kynntist Sölku á raftónlistar- námskeiði árið 2016 þegar ég var nýkomin til Íslands,“ segir Hanna Mía og bætir við að það sé búið að vera skemmtilegt að fylgjast með ferli Sölku dafna. Amma fór holu í höggi Hanna Mía samdi lagið Like a tree um íslensku ömmu sína sem lést 2019. „Ég var úti að labba í snjókomu veturinn eftir að amma lést. Það var svo fallegt úti og ég hugsaði með mér að nú væri ég f lutt til Íslands, þar sem amma bjó þegar hún var ung. Hún gekk þessar götur eins og ég,“ segir Hanna Mía. Amma Hönnu Míu hét Ólöf Helga Brekkan. Hanna Mía segir að Ólöf Helga hafi verið ein fyrstu kvenna á Íslandi til að starfa sem tannrétt- ingalæknir. Ólöf Helga rataði síðan í fréttir árið 2011 þegar hún fór holu í höggi á golfvellinum á Seltjarnar- nesi, þá 82 ára gömul. Samdi lag um ást á höfrungum Hanna Mía segist hafa samið fyrsta lagið sitt þegar hún var tíu ára gömul. „Ég samdi þá lag fyrir Euro- vision. Það fjallaði um ást mína á höfrungum,“ segir hún og hlær. „Ég er með leyni-hlekk á það lag,“ bætir hún við. „Svo lærði ég sjálf á gítar á netinu þegar ég var þrettán ára. Þá var ég í sumarbúðum og á kvöldin var spil- að og sungið, mér fannst það svo illa gert að ég ákvað að læra sjálf á gítar til að hækka aðeins standardinn,“ segir Hanna Mía glettin. Like a tree er aðgengilegt hlust- endum á streymisveitum. n Fékk trommara Florence + The Machine til liðs við sig Hanna Mía Brekkan fékk trommara einnar stærstu rokkhljómsveitar heims til að hljóðblanda plötu fyrir sig í miðju samgöngubanni. MYND/CAT GUNDRY BECK Auður Ingólfsdóttir 26 Lífið 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.