Gnúpverjinn - 01.12.1992, Side 2

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Side 2
Frá ritnefnd Ágætu lesendur! í svartasta skammdeginu lítur Gnúpverjinn dagsinss ljós og er þetta 67. tölublað. í blaðinu kennir ýmissa grasa og sem fyrr er það fremur eldra fólkið sem skrifar í blaðið. Pað hefur frá mörgu að segja og er það betur geymt en gleymt. Samt sem áður er skaði að unga fólkið skuli ekki láta í sér heyra, því að áreiðanlega hefur það líka sínar skoðanir og áhugamál, sem vert væri að setja á blað. Það er von ritnefndar að Gnúpverjinn veiti lesendum ánægju og fróðleik o við minnum á að efnissöfnun í blaðið okkar stendur alltaf yfir og skorum því alla að skrásetja eitthvað fróðlegt og skemmtilegt og skella því í Gnúpverjann. Að lokum þökkum við öllum sem sent hafa efni í blaðið eða á einhvern hátt hafa stuðlað að útgáfu þess og óskum lesendum gleðilegra jóla, árs og friðar. F.h. ritnefndar, Á.J. Ritnefnd skipuðu: Árdís Jónsdóttir, EystrajGeldingaholti, formaður Halla Guðmundsdóttir, Ásum Jón Eiríksson, Steinsholti Loftur S. Loftsson, Breiðanesi Steinþór Gestsson, Hæli Til vara: Ámundi Kristjánsson, Minna-Núpi Jóhann Valdimarsson, Stóra-Núpi Aðstoð við tölvuvinnslu: Gunnar Þór Jónsson, Stóra-Núpi Axel Árnason, Tröð &X fJQ

x

Gnúpverjinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.