Gnúpverjinn - 01.12.1992, Síða 3
Annáll ársins 1991
Síðdegis hinn 17. janúar hóst gos í Heklu. Það stóð stutt og olli ekki miklu
tjóni, en ógleymanleg sjón var það um kvöldið er Hekluhlíðar voru sem eitt
eldhaf og stórkostlegt að sjá það speglast í Þjórsá.
Fyrstu 4 mánuði ársins var gott vetrarveðurveður, milt en nokkuð vætusamt
öðru hvoru. Þann 3. febrúar gerði mikið ofsaveður, eitt mesta fárviðri sem
gengið hefur yfir landið um langan tíma. Víða varð stórtjón, mannvirki fuku,
rafmagnslínur slitnuðu og varð því víða rafmagnslaust. Hér í sveit varð allmikið
tjón, járn fauk af húsum og fleiri skemmdir urðu, en segja má að við hér höfum
sloppið betur í þessu mikla veðri en ýmsir aðrir.
Maímánuður var mildur og blíður en úrkomusamur. Sauðburður gekk vel
og skemur þurfti að gefa lambfé inni en oft áður.
Júní var mjög hlýr sólríkur og varla dró ský fyrir sólu allan mánuðinn.
Útheimti það mikið af stuttbuxum og því birgðir af þeim þegar hausta tók, enda
hefur það ætíð þótt góð búmennska að vera vel birgur af sem flestu þegar vetrar!
Hlýindi héldust áfram, en eftir miðjan júlí varð skúrasamara. Þess má geta að
Hæll var oft nefndur til sögu í veðurfregnum með hæst hitastig á landinu.
Heyskapur gekk vel og fyrri slætti lauk í ágústbyrjun. Háarspretta var
óvenju góð svo að bændum gekk illa að hætta að heyja vegna mikllar sprettu.
Haustið og það sem eftir var ársins var gott og má því segja árið 1991 hafi
tíðarfar verið með besta móti og sumarsins mun verða minnst eins hins besta,
þegar meira blómskrúð óx upp af íslenskri jörð en oftast áður.
Fjallferðir gengu vel í góðu veðri og vænleiki sauðfjár góður. Meðaltal eftir
á með lambi í fjárræktarfélögum á Suðurlandi var 25,4 kg. en hjá okkur í
Fjárræktarfélagi Gnúpverja 27 kg. í félaginu eru 10 félagar er áttu 1335 ær. Þá
gerðist það um haustið að sex bændur í sveitinni seldu nær allan rétt sinn til
sauðfjárframleiðslu og fækkaði því um 1000 fjár hér í sveit.
Abúandaskipti urðu á þremur jörðum í sveitinni. Haraldur Georgsson og
Jóhanna Jóhannsdóttir í Haga hættu búskap. Við tóku dótturdóttir Haraldar
Sigrún Guðlaugsdóttir frá Melhaga og maður hennar Kristmundur Sigurðsson frá
Kotlaugum í Hrunamannahreppi. Þá létu af búskap systkinin í Lækjarbrekku,
Sigríður og Sveinn Einarsson. Þau seldu jörðina Daða Viðari Loftssyni frá
Steinsholti og sambýliskonu hans Bente Hansen frá Noregi. Guðmar Guðjónsson á
Stóra-Hofi I seldi jörð sína Trésmíðafélagi Reykjavíkur. Þar mun nú rísa mikil
sumarhúsabyggð.
Byggingarframkvæmdir voru með minna móti. Jóhanna og Rúnar í Haga
byggðu svínahús, Guðný og Hörður í Laxárdal hesthús og Þórdís og Ari á Hæli
heyhlöðu. Sumarbústöðum fjölgaði eitthvað. Þá var lokið byggingu
björgunarsveitarhúss, sem verið hefur í byggingu í nokkur ár, og var það vígt í
maí með viðhöfn að viðstöddu fjölmenni.
Félagslíf var líflegt sem jafnan áður. Menningarhátíð var um Suðurland með
ýmsum uppákomum. í Arnesi var sýning á verkum Jóhanns Briem
myndlistarmanns frá Stóra-Núpi. Hún var vel sótt og vatki mikla athygli. Þá var í
Arnesi menningarsamkoma uppsveita Arnessýslu, austan Hvítár.
3