Gnúpverjinn - 01.12.1992, Síða 7
Brynjólfs Melsteð. Systir mín var aðalræðarinn í þeirri ferð. Pabbi og bræður
mínir voru góðir ræðarar. Þeir létu sig stundum hafa það að róa í taisverðu
ísskriði. Þá þótti mér spennandi að vera með. Svo þegar áin var lögð, var hún
könnuð rækilega með broddstaf og síðan var greið leið til kunningjanna í
Grímsnesinu. Aðeins einu sinni fór ég ríðandi yfir ána. það var eftir að ég kom
hingað að Hlíð. Það fannst mér alveg sérstakt, enda var hún sjaldan riðin.
Oddgeirshólar í Flóa
Rétt hjá ánni var mótekja. Þegar verið var að taka upp móinn, mátti segja að
væri "líf í tuskunum." Það voru víst fjórir eða fimm við það. Einu sinni rann
mikið vatn inn í gröfina. "Vatnsbakkinn", sem skildi hana frá gröfinni frá fyrra
ári sprakk, eins og það var kallað. Við urðum illa verkuð og þegar allt var búið
stukkum við eins og við stóðum út í ána, gusuðum vatninu hvert á annað, með
ólátum, og stukkum svo heim. Það var um það bil 15 mín. gangur.
Ullin var skoluð í kvíslinni fyrir austan Austurkot, og einu sinni leiddumst
við nokkur saman yfir álinn, út í eyju sem þar er. Þetta var all langt. en ekki
mjög djúpt. Eins gat dottið í okkur að baða okkur í henni þegar allt var búið.
Einu sinni komum við systkinin að ánni þegar hún var flugmikil og líkust
mjólkurblandi. Ekki man ég eftir að systkini mín færu út í, en ég rælnaðist til að
dýfa mér í, enda ágætt veður. Slíkt mundi ég ekki ráðleggja neinum. Kuldinn
nísti mig svo að ég þaut upp úr. Mér fannst eins og dauðinn sjálfur væri að kippa
í mig. Hvítá á það til að renna upp fyrir austan Austurkot og króa fólkið í
Oddgeirshólahverfinu inni. Það ástand stendur sjaldan lengi, og gleymist fljótt.
Ég held að flestum þyki vænt um sínar ár og læki. Ég var mjög heppin að
komast hingað að Hlíð. Fjallið með sínar blómabrekkur og litlu læki, dekrar við
sálina. Ég er viss um að unglingum er mikils virði að vera í nokkurskonar
sálufélagi við einhverja sveit eða bæ. Þetta minnir mig á Sigga Björnsson. Mörg
vor kom hann hingað til að hjálpa til við sauðburðinn. Einhver taug dró hann
hingað. Það var eins eftir að hann fékk sína góðu konu og börnin. Ekki man ég
eftir neinum klukkuhringingum hjá honum á morgnana. Hann læddist eldsnemma
á fætur til að sinna sínum vinum. Svo létt steig hann, að fáir heyrðu fótatak. Svo
kom hann jafn hljóðlega inn, lagði sig og sofnaði vært. Engin óró eða vandræði
þó að hægri hendina vantaði. Hann kunni sannarlega vel við sig hér í högunum.
Líklega hefur Sólveigu verið líkt innanbrjósts. Hún sagði einhverntíma: „Hlíð er
nú alltaf eithvað sérstakt!“
Katrín Árnadóttir.
7