Gnúpverjinn - 01.12.1992, Side 9
-Hvenœr ert þú fœddur?
Eg er fæddur 8. janúar 1910.
-Veistu hvernig árferði var þá?
Það var moldbylur þegar ég fæddist. Það var Kjartan Jóhannesson sem lenti
í því að sækja yfirsetukonu, Þorbjörgu á Hamarsheiði, og þá kom hann við í
Ásum, hann var nú ungur,18 eða 19 ára, þá var þar Jóhannes,faðir hans og hann
fór fyrir hann upp að Hamarsheiði. Það var ekki gott að rata og Jóhannes var
þaulkunnugur í ásunum. Þetta var nú svona, það viðraði svona á mig fyrsta
sprettinn. Það var stundum sögulegt í gamla daga þegar verið var að sækja
yfirsetukonurnar, því að það var ekki hægt að bíða eftir betra veðri.
-Hvernig hœr var þái í Hlíð?
Það var byggður hérna burstabær eftir jarðskjálftana, tvær reisulegar
burstir og það er til mynd af þeim, sem Ásgrímur Jónsson málaði. En árið 1906
brann önnur burstin, það tókst að bjarga stofunni.
Þá var byggð baðstofa undir lágu þverrisi eins og tíðkaðist þegar farið var
að byggja timburbæi. Það var hlaðinn kjallari en að öðru leyti var þetta
timburbygging, en baka til stóðu gamalt búr og hlóðaeldhús. Þetta stóð
hvorutveggja þangað til húsið var byggt, sem er hér vesturbærinn. Það var byggt
1927.
-Hvað var fjölskyldan stór?
Við vorum sex systkinin. Svo ólst hér upp Hulda Runólfsdóttir, hún kom
hingað eða fluttist hingað með móður sinni daginn sem hún var skírð 1915.
-Var ekki hér vinnufólk og kannski niðursetningar líka?
Það var alltaf vinnufólk en niðursetningar voru ekki hér, ég held að það hafi
ekki verið orðið mikið um niðursetninga í sveitinni þegar þessi tími var kominn,
eftir að ég man eftir. Ætli það hafi verið nokkur nema Fúsi Finnsson.
-Pú ert fœddur 1910, náðir þú því að komast í Asaskóla?
Já, ég er aldursforsetinn af þeim sem tóku fullnaðarpróf úr Ásaskóla eftir
fyrsta veturinn. Ég var þar mættur, þegar Ásaskóli var settur 1923 og var þar
einn vetur.
-Hvar hafðir þú verið áður í skóla?
Það var farskóli, stundum var það hér, og einhvertíma var ég í Skarði, ég
held, að það hafi nú ekki verið nema vika, ég var þar hjá Kristrúnu Haraldsdóttur
frá Hrafnkelsstöðum, hún hafði kennarapróf og var alveg framúrskarandi
kennari. Hún varð skammlíf.
-Voru margir krakkar saman íþessum farskóla?
Það voru þó nokkuð margir, en ég man ekki á hvaða bæjum þetta var, ég
var bara í Skaröi og heima.
Ég er fæddur snemma í janúar 1910 og þar af leiðandi var ég elstur í fyrsta
árganginum, það munaði nú ekki miklu, Kolbeinn Þorsteinsson er bara tveim
dögum yngri en ég .
-Manstu hvernig þú hugsaðir til þess að fara í Asaskóla?
Ég 'neid, að ég 'nafi ekki kviðið fyrir, mér 'pótti afskapiega gaman að vera í
Ásaskóla, það var mikið sungið, mér hefir alltaf fundist það mikil upplyfting.
Mér finnst, þegar fólk kemur saman og ekki er sungið, að þá sé eitthvað að.
-Þetta hefir verið gott lið, þarna ískólanum?
9