Gnúpverjinn - 01.12.1992, Side 11
-Hvenœr fórstu á fjall fyrst?
Ég er nú ekki alveg akkúrat í því, ég gæti trúað að það hafi kannski verið
svona 1926. Ég fór fyrst í Kistuver.
-Var það sérstök leit, var ekki farið inní Gljúfurleit?
Nei, það fóru fimm menn á mánudegi inn í Fitjaskóga og gistu í
Skógakofanum. Svo var farið inn í Öræfaklauf á þriðjudagsmorguninn til móts
við smalana. Kistuverskóngurinn skipti þar leitum. Pað var Þorsteinn í Háholti í
minni fyrstu ferð, hann átti að vera að sínum stað í leitinni, en í þetta sinn lenti
hann ekki á þeim stað, einhvernvegin æxlaðist svo til að það var ég sem lenti í
kóngsleitinni og það er eina leitin sem er almennilegur reiðvegur, það er há
Fossheiðin en hins vegar eru tóm helvítis gil.
Ég held helst að kóngurinn hafi verið vestastur þennan dag, hann hefir af
einhverjum ástæðum kosið það. Þessir fimm Kistuversmenn höfðu bara einn
trússara, það var látið duga, en það var ekki alltaf vandalaust að búa upp á hann
svo að öllum líkaði. Hesturinn var skilinn eftir í kofanum og þeir sem voru með
trússarana úr Gljúfurleit tóku hann svo með fram í Hólaskóg, þar var tjaldað
undir bríkinni við lækinn, en sá tjaldstaður hefir spillst af vikurrennsli. Ég held
að það hafi ekki verið búið að byggja kofann í Hólaskógi þá og þar var því
enginn kofi. í eftirsafni og eftirleit var legið í Gjánni. Ég gisti þar oftar en
einusinni. Ég gisti þar meðal annars þegar ég fór á Eyrarnar og svo gisti maður
þar oft síðustu nóttina þegar maður kom úr eftirsafninu. Pá var gist síðustu
nóttina ýmist í Gjánni eða á Hjálp og þá í tjaldi.
Legið var í litlum helli í Gjánni, honum var þá lokað með hlöðnum kömpum
og dyraumbúningi. Fé var aftur á móti haft í stærri hellinum
og sjást þar hleðslur ennþá. Dyraumbúnaðurinn var tekinn úr litla hellinum
vegna þess að ferðafólk var farið að nota hann fyrir kamar en það var nú ekki
ætlunin.
Steinar ásamt Lofti S.
Loftssyni á fjalli árið
1981. Með þei/n á
myndinni eru Sigþrúður
Jónsdóttir og Kristjana
Bjarnadóttir.
í fyrsta sinn sem ég komst inná afréttinn var í eftirsafni 1929. Það var vont
haust, það var snjór og það var krapi í sumum vatnsföllum. Þá tjölduðum við þar
við gamla kofann í byl. Það var þó ekki slæmt veður en gekk á með éljum.
Kofinn sá, hann rúmaði kannski þrjá menn, ég hugsa að hann sé ekki meira en 3
álnir á kant .
11