Gnúpverjinn - 01.12.1992, Side 12
-Sést eitthvað eftir af honum?
Já, hann er uppistandandi, ég kom þarna fyrir þremur árum með
Steinsholtsbræðrum, hann er afskaplega lítt áberandi.
Er hann langt frá hinum?
Hann er akkúrat á móts við Gljúfurleitarfossinn, hann er bara inni í miðri
Gljúfurleit, vestan við Geldingaána. í sóknarlýsingunni er sagt að kofinn standi á
Geldingatanga, en það er misskilningur, hann er vestan við ána og ásinn sem hann
stendur á heitir Trantur og er kofinn stundum kallaður eftir honum.
-Er þetta kofinn sem þeir lágu í Sveinn í Asum og Steindór Steindórsson?
Pað er sá kofi sem Steindór var sem hrifnastur af, þó að hann gæti varla rétt
úr sér í honum.
-Hvernig var með veg hingað að Hlíð, hvenœr fóru að komast vagnar hingað?
Vagnvegur hingað upp að Hlíð lá hjá Þrándarholti upp hjá Skarði og
ínn meo i^axa. ínn vaoíii iyrir vestan Gíóru og svo inn svokaiiaðan Tæpastíg,
sem er nú reyndar ekkert tæpur og er fyrir vestan Háhoitsfjaii. En svo, árið sem
húsið var byggt hérna í vesturbænum breyttum við þessu og fórum fram hjá
Geldingaholti. Þá voru bíiar farnir að komast þangaö, það var nú ekki aíltaf sem
best, það var varia fært nema í þurrki.
Mölina tókum við hérna fyrir vestan, hún var þó ekki sótt alla leið vestur að á,
heldur var hún tekin úr gömlum ármelum sem eru hérna nær, gamlir
malarhjaliar.
Annao oyggingareini var iika riutt á vögnum og þá frá Geidinganoiti.
Það voru ég og Snjóir'ur Snjóifsson sem önnuðumst það, við vorum með fjóra
vagna.
- Var það sœmileg leiðfyrir vagnana?
Það var svona slarkandi, það var farið með hæðunum, ekki þar sem
vegurinn iiggur nú milli Hæls og Hlíðar, heldur þar sem best var með hæðunum.
Það var voðalega krókótt.
Gamli bærinn var rifinn og þetta hús var byggt á einu sumri og flutt í
það um haustið. Þetta var nú svona í þá daga, enda þættu þetta ekki nógu
vandaðar byggingar nú. Það var ófulikomin einangrun í þessu húsi, en
steinsteypan hefir staðið sig vel, mjög vel.
-Var sett miðstöð í húsið?
Ekki tii að byrja með, en það leið ekki mjög iangt þar til farið var að leggja
miðstöð. En til að byrja með varð eldhúsið að sjá um sig, þar sem kynnt var með
eidavél, svo var bara einn kolaofn þar fyrir utan í stofunum niðri. Það var engin
upphitun uppi á lofti, það var ekkert verið að spekúlera í neinni upphitun svona á
ioftum þar sem þau voru ekki notuð tii annars en að sofa.
-Þetta hefir verið jafnvel ennþú kaldara heldur en í torfbœjunum?
Þetta var ekki að öllu leyti framför, en þó var framför að losna við lekann.
Það var lögð miðstöð frá eldavél á tímabili, það var nú ekki lengi viðvarandi, það
var ófullkomið og entist illa .
-Hvað segirðu mér af'félagsstarfssemi á þessum árum t.d.um ungmennafélagið?
Það var stofnað 1927, ég var ekki á stofnfundinum. Einar bróðir minn,
Aldís og Lýður, þau voru þar. Einar var að vísu fluttur að heiman, en hann var
staddur hér og var á stofnfundi ungmennafélagsins, mig minnir að þaó hafi verið
12