Gnúpverjinn - 01.12.1992, Page 13

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Page 13
á sumardaginn fyrsta. En svo var ég á næsta fundi og það er það fyrsta sem ég hefi af félagsmálum að segja. Þá var Brynjólfur Melsteð, hann var þar og var fyrsti formaðurinn. Það gekk einhvernvegin svo í bylgjum með unga fólkið, það var svo fátt af ungu fólki á tímabili , en svo um það leyti sem Ásaskóli tók til starfa kom til sögunnar svo margt ungt fólk, þá var það að vaxa upp aftur. Margt af þessu er fólk sem við könnumst við, mikið félagsmálafólk . Eg tók þátt í ungmennafélaginu og var formaður um tíma en ég tók aldrei þátt í ieiksýningum. Hinsvegar var ég með í kirkjukórnum, því að ég hefi aiiaf haft gaman af söng. 1 hreppsnefnd var ég kosinn ungur maður og var þar þó nokkuð lengi. -Þú manst sjálfsagt eftir ýmsum bœndum hér í sveit þegar þú varst að alast upp? Þeir eru minnisstæðir margir þeirra margra hluta vegna. Fyrst þegar ég man eftir þá var Guðjón stórbóndi í Laxárdal. Ég man eftir honum, en hann dó 1918, hann var bróðir Högna, mikill dugnaðar- og myndarbóndi. Hann dó úr Spönsku veikinni ásamt Ámunda á Sandlæk og Gesti á Hæli. Veikindi snerust oft uppí lungnabólgu og þá var lítið hægt að gera, eins fengu menn oft lungnabólgu vegna slæms útbúnaðar, menn komu stundum veikir úr ferðalögum. Þeir voru þá oft búnir að ganga fram af sér. Ferðalög voru oft erfið og menn voru blautir og kaldir, það var erfitt að verjast bleytunni, góð hlífðarföt voru varla til. Vaðmálsfötin voru furðu seig, en í langvarandi slagviðri héldu þau nú ekki. -Þaö er skrýtið að menn skyldu ekki reyna að koma sér upp hlífðarfötum úr skinni? Það er nú svo með skinnföt, að þau verða voðalega siæpuleg í bleytu, svo veit ég nú bara ekkert hvort framleiðslan á skinnum hefir verið svo afskaplega mikil, féð var bara ekkert margt, það var ekki svo margt sem var slátrað, það var notað til þess að tramleiða ull og mjólkurmat. - Var ekki rjómabú hérna einhversstaðar? Jú það var þar sem Ásaskóli var byggður seinna og ég held að það hafi aðallega verið rjómi úr kúamjólk sem var fluttur þangað. Það var ekki mikið um fráfærur á tímabili, en svo var fært frá aftur, ætli það hafi ekki verið á fyrri stríðsárunum. Þá var ég ekki orðinn svo gamall að ég væri farinn að smala. Þau voru smalar þá Aldís og Lýður. Þetta var eins og í tvö ár. Ég komst ekki í það að flytja rjómann, ég var ekki orðinn það gamali. Einar bróðir minn, Aldís og Lýður komust í það. -Svo skilst mér að rjómabúin hafi dottið uppfyrir, hvers vegna var það? Já svona smátt og smátt eftir því sem mjólkurbú tóku til starfa. En eftir að hætt var við rjómabúið í Ásaskóla þá var sett upp rjómabú í Stóru- Mástungum. Eftir að Bjarni byggði rafstöðina, þá var hægt að reka vélarnar með rafmagni, það var náttúrulega mikil framför. Þar var Vilborg Bjarnadóttir rjómabústýra, hún var frá Glóru og systkini hennar voru Jóhanna í Skarði, Loftur á Iðu og Kristín sem hérna var, móðir Huitiu Runóifsdóttir. Eg man nú ekki hvað þetta rómabú starfaði lengi, en það var í þó nokkur ár. -Var Bjarni í Mástungum þáfarinn að hafa bíla íförufn? 13

x

Gnúpverjinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.