Gnúpverjinn - 01.12.1992, Qupperneq 25

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Qupperneq 25
2. Að Stóra-Hofs instrumenter og ornamenter skal gefa fátækum kirkjum í nágrenninu en klukkurnar skulu seljast til hjálpar fátækasta prestakallinu í stiftinu. 3. Að 4 kúgildum kirkjunnar verði ráðstafað þannig: 2 kúgildin falli til eiganda jarðarinnar. Hann skal og varðveita hin 2 kúgildin en greiða leigu eftir þau, 40 pund smjörs, til prestsins í Hrepphólum árlega. Komi upp ágreiningur af þessum sökum er það vandi sem bóndinn og presturinn verða að ieysa sjálfir. Bréfinu líkur þannig: „Der eftir I eder allerunderdanigst have at rette og vidkommende saadant til efterretning at tilkendegive. Skrivet i Vor Kongelige Residens Kjöbenhavn den 8 de February 1799. Under vor Kongeliga Haand og Seigl Christian Rex.‘‘ Hofskirkja var, samkvæmt þessu konungsbréfi aflögð 1799 og sóknin sett undir Hrepphólakirkju. Með samningu milli Stóra-Núpssóknar og Hrepphólasóknar var Hofssókn síðar lögð til Stóra-Núpssóknar í tveimur áföngum. í fyrri áfanga gekk Stóra-Hof og Minna-Hof til Stóra-Núpssóknar gegn 650 gróna greiðslu í eitt skipti fyrir öll. Samþykktirnar voru gerðar 1926, á Stóra-Núpi 6. júní og í Hrepphólum 20. júní. Ekki er með öllu ljóst hverjir bæir aðrir hafi verið í Hofssókn. Þó er vitað að Miðhús og Þrándarholt áttu kirkjusókn að Hofi eftir að Þrándarholtskirkja var aflögð 1570 og líklega Sandlækir og Skarð. Þessir bæir allir voru lagðir til Stóra -Núpssóknar árið 1975 og greiðsla til Hrepphólasóknar var vegna þessara skipta samtals kr. 50.948.- á árunum 1975-1976 og 1977. Háholt og Asbrekka voru með í þessum skiptum, en þeir bæir voru Hofskirkju óviðkomandi. Steinþór Gestsson. 25

x

Gnúpverjinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.