Gnúpverjinn - 01.12.1992, Qupperneq 26
Heim frá Hólum
Þegar ég sótti um inntöku í Bændaskólann á Hólum haustið 1940 höfðu þá
skömmu áður komið til framkvæmda í Bændaskólalögunum að sumarið á milli
þeirra tveggja vetra sem námið stóð skyldu nemendur vinna á skólabúunum fyrir
uppihaldi síðari veturinn.
Verknámið sem fólst að mestu í hvers konar ræktunar- og bústörfum fór að
mestu fram að vorinu, en skólastjórar höfðu heimild til að gefa þeim nemendum
heimfararleyfi um tveggja mánaða skeið um sláttinn, ef þeirra væri þörf á sínum
heimilum.
Það sýnir nokkuð breytt viðhorf til ferðalaga frá þeim tíma að þegar ég fór
ao heiman i þessa namdvöi geröi eg naumast raö tyrir aö koma heim fyrr en að
námi loknu eftir röskiega eitt og hálft ár, fengi ég ekki sumardvaiarleyfi heima.
Þó var þetta ekki orðið stærra mál en svo að ferðin frá Reykjavík til Hóla með
áætiunarbíi tók mig aðeins einn dag. Feröin hófst sjóieiðis upp á Akranes og
kostaði fargjaldið á leiðarenda krónur 35,60, sem að vísu voru peningar þá.
Það mun hafa verið í endaðan febrúar um veturinn sem ég fékk bréf frá Jóni
bróður mínum þar sem hann kemur meö þá hugmynd hvernig mér lítist á að fara
í hestakaup norður í Skagafirði og koma ríðandi suður fái ég sumardvalarieyfi
heima. Við vorum heldur hestafáir í Steinsholti en hestanotkun mjög mikil.
Um svipað ieyti gaf skólastjóri mér heimfararleyfið sem ég hafði falast eftir
snemma vetrar.
Einhver bréfaskipti voru á milli okkar bræðra um hrossakaupin fram á
vorið og þegar voraði fór ég að huga að þeim.
Gekk mér treglega að finna föl hross þarna nærlendis en að lokum festi ég
kaup á fimm vetra hryssu í Hjaltadalnum. Var hún að öilu ótamin og útigengin.
en ágætlega fram gengin þar sem síðasti vetur var mjög mildur og vorið gott. Þá
voru landgæði þarna ágæt. Hryssa þessi var spök og þjál og tamdist fljótt.
Einnig keypti ég fram í firði sjö vetra hest. Þar var margt hrossa. Hesturinn
var all virkjamikill og þessiegur að henta til átaka sem dráttarhestur. Hafði hann
verið tekinn í hús síðla vetrar og eitthvað taminn, en hefði mátt vera betur
fóðraður. í lok maímánaðar var ég kominn með þessi tvö hross að Hólum og
hafin var þjáifuri þeirra. Sunnudagar voru notaðir og kvöldin eftir vinnutíma.
Eg hafði ákveðið að halda suður Kjöl á þessum tveimur hrossum fyrir miðjan
júlí.
Lengi vonaðist ég til að fá einhverja samfylgd suður. En tíminn leið og von
um samfvlgd dvínaði og sjálfsagt var það varla traustvekjandi fyrir mig að leggja
einn upp í þessa löngu óbyggðaferð og að enga mann væri að finna á milli
byggða. Þó taldi ég mig vera búinn að kynna mér leiðina svo að ég þyrfti engu
að kvíða með að halda réttri leið. Þannig stóðu málin þegar aðeins var eitthvað á
aðra viku þar til ég hafði ákveðið brottför.
Skólastjóri kallaði okkur nemendur á fund. Þetta voru ólgutímar, herinn í
landinu, mikil vinna og hækkandi kaupgjald. Eitthvað var farið að berast til
eyrna skólastjóra að strákar kváðust ekki þurfa að leggja mikið að sér við
vinnuna upp á þau kjör sem löggjöf skólans kvað á um.
26