Gnúpverjinn - 01.12.1992, Page 36

Gnúpverjinn - 01.12.1992, Page 36
daginn á eftir, en þá var ég líka orðinn hitalaus og tilbúinn að sjá, þegar hestarnir komu heim um kvöldið með stórar drögur af ilmandi viði, ný höggnum alla leið innan úr Búrfellsskógi. Bins og áóur er sagt frá kom upp það vandamál með Núpsjörp, hvað ætti að gera viö hana eftir að pabbi dó. Enginn réði almennilega við hana, en hún var svo tengd minningunni um hann pabba, að mamma gat ekki hugsað sér að selja hana. Mömmu datt þá í hug sjálfri að prófa hvernig þeim serndi og það merkilega kom í ljós, að enginn réði betur við hana heldur en hún mamma. Það var ótrúlegt að horfa á mömmu sitja þetta villta og óstýriláta fjörhross í söðli, þar sem ásetan hlýtur að vera miklu óstöðugri en að sitja í hnakki. Mamma álti mjög vandaðan söðul og glæsilega reiðdragt, sem var úr þykku ullarefni, aðskorin treyja og hringskorið sítt pils og svört leðurstígvél reimuð, sem náðu alveg upp á kálfa. Ég gleymi aldrei að sjá hana fremsta í flokki ríða inn á Alfaskeiðsflötina, teinrétta í söðli í sínum glæsilega reiðbúningi á Núpsjörp, þessu tryllta fjörhrossi, sem fótfim teygði sig á flugskeiði fremst í flokki margra velríðandi manna og kvenna. Þá voru litlir strákar og lítil stelpa aftarlega í hópnum, gjarnan sitjandi á gæruskinni, stolt af henni mömmu sinni og reiðskjótanum hennar, henni Núpsjörp. Hjalti Gestsson. 1. september 1991. Til Margrétar Hjaltadóttur. Hjalti Gestsson í Skaftholtsréttum liaustið 1991. 36

x

Gnúpverjinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gnúpverjinn
https://timarit.is/publication/1637

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.