Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 20
ganga enn lengra og rýja allt féð að hausti. Með þessu móti fæst
mun betri og verðmætari ull en ella, og húsvistarskemmdir á ull
hverfa með öllu. Haustull hefur selst á þokkalegu verði, en þó
finnst mörgurn að kaupendur rneti bætt hráefni ekki eins mikils
og ætla mætti, etv. vegna reglna sem gilda um niðurgreiðslur á ull.
Hlý fjárhús eru forsenda þess að bændur geti rúið fé sitt á
haustin. Haustrúningur kallar einnig á aukið fóður, en á hinn
bóginn virðist heilsufar haustrúna fjárins betra og frjósemi meiri
en hjá öðru fé.
Enn eru tvö loðdýrabú rekin í Strandasýslu, þ.e. á Kolbeinsá og í
Fjarðarhorni í Hrútafirði, en loðdýrarækt hefur átt rnjög undir
högg að sækja síðustu mánuði. Ekki hefur enn fundist varanleg
lausn á fjárhagsvanda þeirra loðdýrabænda á Ströndum, sem
neyðst hafa til að bregða búi. Svipaða sögu má segja um fóðurstöð
Hólmarifs hf. á Hólmavík. Stöðin hætti starfsemi á síðasta ári, en
endalok fyrirtækisins eru enn óráðin.
Útgerð og fiskvinnsla. Árið 1989 var mjög erfitt fyrir sjávarútveg-
inn, en þó töldu menn sig greina nokkur batamerki miðað við
næsta ár á undan. Á Ströndum voru gæftir stopular fyrstu mánuði
ársins, og tókst þá ekki að halda uppi fullri vinnu í sjávarplássum.
Um mitt sumar brá mjög til hins betra og haustið var einstaklega
hagstætt til sjósóknar.
Grásleppuveiði á Ströndum var ágæt vorið 1989. Hins vegar
gekk mjög illa að selja grásleppuhrogn og verð var afar lágt.
Flestir grásleppukarlar á Ströndum héldu því að sér höndum
þegar leið á vertíðina. Hjá Kaupfélagi Steingrímsijarðar var mest-
ur hluti af framleiðslu ársins enn óseldur skömmu fyrir jól.
Strandamenn veiddu engan hörpudisk á árinu 1989. Reyndar
stóð til að hefja veiðarnar um haustið, en þá tókst ekki að fá bát til
veiðanna. Þeirn tilraunum verður haldið áfrarn fyrst um sinn, en
óvissa ríkir um framhaldið.
Á síðasta vetri var leyfð veiði á 1800 tonnum af rækju í Húna-
ílóa, og sem fyrr kom helmingur þess rnagns í hlut Hólmvíkinga
og Drangsnesinga. Veiðarnar gengu þokkalega þegar gaf ásjó, en
rækjan var mjög smá. Nú í vetur er aðeins leyfð veiði á 1300
18