Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 23
búðirnar að Laugum í Dalasýslu. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson
veitti búðunum forstöðu eins og árið áður. Sem fyrr voru um-
hverfísmál ofarlega á dagskrá hjá HSS. í þeim málaflokki bar
mest á þátttöku í hreinsunarátaki Ungmennafélags Islands í júní
undir kjörorðinu „Tökum á - tökum til“. Meðan á þessu verkefni
stóð hreinsuðu íslenskir ungmennafélagar rusl meðfram 6000
km. af vegum landsins.
Frjálsíþróttafólk HSS tók sem fyrr þátt í nokkrum mótum utan
héraðs, m.a. íslandsmeistaramótum yngri aldursflokka. Þar vann
Bjarni Þ. Sigurðsson til Islandsmeistaratitils í þrístökki drengja
17-18 ára. Á Meistaramóti Islands fyrir fullorðna náði Magnús
Bragason á Ytra-Ósi 3. sæti í kúluvarpi, en það er í fyrsta sinn í
mörg ár sem Strandamaður er þar á verðlaunapalli. Þá má geta
þess, að Anna Magnúsdóttir vann til verðlauna á Norðurlanda-
meistaramóti öldunga í Larvik, en Anna keppir undir merki HSS,
þótt hún hafi verið búsett á Suðurnesjum undanfarin ár.
Fimman, héraðakeppni Strandamanna, Húnvetninga, Skag-
firðinga og Dalamanna í frjálsum íþróttum, var haldin á Sævangi
sl. sumar. Þar var einnig haldið Vestfjarðamót barna og unglinga,
en slíkt mót var haldið í fyrsta sinn á Bíldudal 1988. Auk Stranda-
manna kepptu á mótinu ungmenni úr Héraðssambandinu
Hrafnaflóka (HHF), Héraðssambandi Vestur-ísfirðinga (HVÍ)
og Héraðssambandi Bolungarvíkur (HSB). Lið Hrafnaflóka fór
með sigur af hólmi eins og árið áður, en Strandamenn höfnuðu í
öðru sæti.
Magnús Bragason var kjörinn frjálsíþróttamaður ársins hjá
HSS, sundmaður ársins var Helga Arngrímsdóttir frá Odda í
Bjarnarfirði, knattspyrnufólk ársins Halldóra Jónsdóttir (Arn-
grímssonar) á Hólmavík og Haraldur V.A. Jónsson á Hólmavík og
skíðamaður ársins Birkir Stefánsson í Tröllatungu. Þá var Guð-
mundur R. Guðmundsson á Hólmavík valinn efnilegasti leikmað-
ur pollamóts í knattspyrnu.
44. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í
Broddanesskóla 2. september. Þar var Jón Ólafsson á Hólmavík
kjörinn formaður sambandsins annað árið í röð.
Á næsta ári (f990) verður rnikið um að vera hjá HSS, því að
21