Strandapósturinn - 01.06.1989, Blaðsíða 24
dagana 12.-15. júlí verður 20. Landsmót UMFÍ haldið í Mosfells-
bæ.
Menningarmál. í mars sýndi leikhópur Hólmavíkurskóla gaman-
leikinn „Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði“ eftir Dario Fo.
Leikararnir, sem allir voru úr 8. og 9. bekk grunnskólans, sáu um
allan undirbúning sýningarinnar sjálfir og einnig um leikstjórn.
Leikhópur Hólmavíkurskóla tók til starfa árið 1986, og hefur sett
upp leikrit á hverju ári síðan.
Leikfélag Hólmavíkur var endurvakið á árinu 1989 eftir nokkra
lægð. A útmánuðum sýndi félagið gamanleikinn Landabrugg og
ást eftir Riemann og Schmarz í leikstjórn Arnlínar Óladóttur,
bæði á Hólmavík og í nágrannabyggðum, allt til Bolungarvíkur.
Um haustið gekkst félagið fyrir leiklistarnámskeiði, og var það
mjög vel sótt. Alls mættu á námskeiðið 40 leikáhugamenn á ýms-
um aldri. Fyrir jólin sýndi félagið síðan heimasamið barnaleikrit,
Jóladagatalið, en leikurinn fjallar um fjölskyldumál jólasvein-
anna. A árinu 1990 er einnig uppi stór áform hjá leikfélaginu,
m.a. í tengslum við 100 ára verslunarafmæli Hólmavíkur. For-
maður Leikfélags Hólmavíkur er Jón Jónsson frá Steinadal.
Vegagerð. Sumarið 1989 var lagt bundið slitlag á veginn norðan-
vert í Stikuhálsi frá Drangalæk niður að Þambá. Þá hófust fram-
kvæmdir við nýjan veg frá Brú í Hrútafirði suður að Miklagili.
Hins vegar var ekkert unnið við veginn milli Óss og Hrófbergs á
árinu. Líkur eru á að framkvæmdir hefjist ekki þar fyrr en árið
1991. Samgöngur við Isafjarðardjúp voru bættar á árinu með
nýrri brú á Langadalsá.
Byggingar. Miklar byggingarframkvæmdir voru á Hólmavík á ár-
inu. Afram var haldið við byggingu 6 kaupleiguíbúða, og verða
þær afhentar vorið 1990. Þá hófust framkvæmdir við nýja félags-
heimilið á Hólmavík af fullum krafti, eftir að ákvörðun var tekin
um að breyta húsinu, þannig að það verði jafnframt íþróttahús.
Skömmu fyrir jól var að mestu lokið við að steypa upp veggi í
22