Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 35

Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 35
fælin enda oft verið að segja kyngimagnaðar draugasögur á trú- verðugan hátt og ekki bætti það andrúmsloftið. Þegar ég minnist jólanna, eru þau hughrif óafmáanlega tengd fjórtán línu olíulampa sem þá var kveikt á í baðstofunni. Þvílik ljósadýrð og fegurð, olíugeymirinn fannst mér glóa eins og gull. Þegar svo allir voru komnir í bestu fötin, sestir á rúmin sín með sálmabækurnar og faðir minn tók postilluna og hóf lesturinn, þá er óhætt að segja að það var hátíð í bæ. Þegar helgistundinni var lokið gengu allir til hans og þökkuðu fyrir lesturinn með hand- abandi. Þessi kvöldstund, jólaguðspjallið og sálmasöngurinn sem henni fylgdi, fyllti gömlu Gestsstaðabaðstofuna helgum friði og hátíðleika. í þeim hluta baðstofunnar sem tilheyrði Jóni Þorsteinssyni og hans fjölskyldu var kveikt á heimasmíðyðu jólatré. Það var vafið með mislitum pappír og okkur fannst þetta dásamlega fallegt. Á aðfangadag og jóladag voru aldrei hafðir í frammi neinir gleði- leikir en á annan íjólum var spilað púkk. Þá kom líka fólk af næstu bæjum og hin sameiginlega jólagleði dalbúanna hófst. Þá kom Stóra-Stína með harmonikuna sína og spilaði fyrir þá sem vildu dansa. Stundum líka Runólfur úr Naustavíkinni. Hann var kvæntur systur hennar mömmu. Það var dansað í búrinu á Gests- stöðum. Þvert yfir var þykkur biti í loftinu. Pabbi var stór maður en mamma fremur smávaxin kona og ég man vel að þegar þau dönsuðu saman varð hann alltaf að beygja sig undir bitann. Jón frá Tind kom þarna og sagði sögur. Allt var þetta ógleymanlega skemmtilegt. Það eru margar heillandi minningar frá þessum árum og ekki má gleyma því þegar við vorurn send niður að Kirkjubóli, þá vorum við stundum lengi, þar var fjaran, hún hafði mikið að- dráttarafl enda margt að sjá sem ekki var til frammi í dalnum. Þetta sambýli mannsins við náttúruna ekki síst á æskuárunum er áreiðanlega mikil og þroskandi lífsfylling. Eg má ekki til þess hugsa að allir Islendingar framtíðarinnar alist upp sem borgar- börn óvitandi um þá náttúrutöfra sem landið hefur upp á að bjóða og eru í órjúfandi tengslum við byggðir og bú. Eg vildi ekki hafa farið á mis við það að vera bæði smali og milliferðamaður, þótt það 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.