Strandapósturinn - 01.06.1989, Side 50
anskilin í afsali þessu eru námuréttindi á nefndri jörð, sem áður
eru seld hr. H. Hansen, kaupmanni í Reykjavík."
A afsalið er rituð athugasemd þess efnis, að H. Hansen hafi
eignast námurétt allan skv. bréfi dags. 20/3 1912.
Alfreð getur þess, að börn Sigurðar Þórðarsonar, þau Jón og
Sigríður, álíti, að Sveinn Björnsson, síðar forseti Islands, hafi
keypt námuréttindin af Bretum og áttu þau einhvern tíma, og
ekki stendur á staðfestingu á þessu, því að á nefndu afsali er þessi
áritun: „H.S. Hansen afsalar Sveini Björnssyni hálfan námurétt
sinn skv. samningi 20/3 1912.“
Afsal þetta og áritanir staðfesta munnmæli Kollfirðinga í aðal-
atriðum, en að sinni vantar í keðjuna hlekkinn, sem skýri tengslin
rnilli þessara samningshafa og Bretanna, sem á eftir komu.
Guðmundur G. Báröarson
Guðmundur G. Bárðarson (GGB) hefur verið nefndur til þess-
ara sögu í sambandi við sölu á námuréttindum í Þrúðardalslandi.
En með því að þáttur Guðmundar í því að vekja bleikjumálið af
dásvefninum frá 1786, mun þegar á allt er litið, vera meiri en
annara, sem unnt er að nafngreina, skal hans minnst hér nokkr-
um orðum, en eingöngu með tilliti til þessa máls.
Faðir GGB, Guðmundur Bárðarson eldri, bjó á Kollafjarðar-
nesi 1882-1902, en flutti þá að Bæ í Hrútafirði, en GGB, sem
nurnið hafði við Lærða skólann í Reykjavík, hóf búskap á Kolla-
fjarðarnesi 1902, bjó þar til 1904, en fluttist þá einnig að Bæ. Svo
sem alkunna er, varð GGB síðar kunnur náttúrufræðingur og
einhver þekktasti jarðfræðingur landsins.
Einhvern tíma á þessurn árum hefur GGB eignast Þrúðardal-
inn. E.t.v. átti faðir hans jörðina fyrr. Ekki hef ég kynnt mér það,
en sjálfsagt er tiltæk vitneskja um eignarheimild jarðarinnar, vilji
menn eftir leita. Okunnugt er mér urn nokkrar búskaparnytjar
þeirra feðga af Þrúðardal, og rná vel vera, að GGB hafi keypt
jörðina með það eitt í huga að nytja bleikjunámuna. Hitt er full-
víst, að hann þekkti sögu bleikjunnar og vissi flestum betur til
hvers hana mætti nota.
48