Strandapósturinn - 01.06.1989, Síða 52
gæfulegar og spáðu misjafnlega. En hvað svo sem það nú var, sem
þeir gerðu sér úr bleikjunni fyrir sunnan, er það víst, að tveimur
árum síðar, 1940, gerðu sömu aðilar út annan leiðangur á Mó-
kollsdal. Bendir það ótvírætt til þess, að bleikjan hafi verið til
einhverra hluta nýtanleg.
Guðjón Halldórsson, bóndi í Heiðarbæ, tók þátt í bleikjuflutn-
ingunum í bæði skiptin. Hann hefur sagt mér frá því, þegar Jón Á.
Brynjólfsson frá Hlöðutúni í Borgarfirði kom á vegum verksmiðj-
unnar norður með áætlunarbílnum. Hann hafði samband við
Guðjón fyrstan manna, en þeir voru skólabræður frá Hvítár-
bakkaskóla.
Þeir söfnuðu nú liði, mönnurn og hestum, í Tungusveit og
Kollafirði. Við flutningana skiptu þeir svo með sér verkum, að í
milliferðum voru Þórður Sigurðsson, Stóra-Fjarðarhorni og
Benedikt Þorvaldsson í Þorpum, en þeir Jón og Guðjón lágu við
hjá Bleikjuholtinu. Þeirra starf var að moka í bleikjupokana.
Komu þeir fyrir gálga með reislu og vigtuðu nákvæmlega 100
pund í hvern. Pokana urðu þeir svo að bera á bakinu alllangan
spöl, þangað sem aðstaða var til að koma þeim á klakk.
Benedikt telur, að flutningarnir hafi staðið 7 daga. Tvær ferðir
voru farnar á dag og reitt var á 15 hesturn, eftir því sem næst
verður kornist. Mundu samkvæmt því hafa verið flutt 21 tonn af
bleikju þetta sumar.
Seinna sumarið, 1940, var Steingrímur Pálsson (bróðir Erlings
sundkappa) með Guðjóni við Bleikjuholtið. í það sinnið voru
milliferðamennirnir fjórir: Þórður Sigurðsson, Stóra-Fjarðar-
horni, Jón Jónsson, Broddanesi, Alfreð Halldórsson, Stóra-Fjarð-
arhorni og Björn Guðbrandsson, Heydalsá.
Um þessa síðari flutninga vissi ég ekkert af eigin raun, var
alfarinn frá Þrúðardal. En þá kom enn úr pokahorni Alfreðs í
Fjarðarhorni (dagbók hans) allt, sem máli skiptir: „26/6 1940.
Kemur bíll að sunnan með Steingrím Pálsson. 28/6. Koma Guðjón
í Heiðarbæ og Björn á Heydalsá. Björn gistir, en Guðjón fer s.p.
(seinni partinn?) fram á Mókollsdal til að undirbúa flutning á
bleikju til sjóar ásamt Steingrími Pálssyni. 29/6. Farnar tvær ferðir
með 14 og 15 hesta. Milliferðamenn Björn Guðbrandsson og
50